Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Page 17
Fundur var svo haldinn á Blöndu ósi 24. júní 1872. Af reikningum, sem fram voru lagðir, sást, að ágóði hluthafa hafði orðið tuttugu af hundraði. Ríkti mikil ánægja á fundinum; menn voru bjartsýnir, þótt allt hefði gengið heldur seint, því að vörurnar voru yfirleitt betri en menn höfðu vanizt og ekki lítill ágóði til hluthafa. Var ákveðið að safna enn 800 nýjum hlutum. Árið 1873 leigði Pétur 360 lesta skip. Hét það Jón Sigurðsson. Fór meginhluti vörunnar á Borðeyri, en hitt á Grafarós. Þetta sumar ætlaði Pétur að útvega fjárskip í Englandi, en þá kom upp fjársýki þar í landi, svo að skipið fékkst ekki. Þetta var annað óhappið með skipskost. Hefði þetta gengið, kom mikill gjaldeyrir inn í landið og forðaði frá skuldasöfnun. Þetta um rædda haust söfnuðust miklar vöru birgðir á Borðeyri, svo að unnt var að grípa til matgjafa fyrir búpen ing og forða með því horfelli. Þetta er það fyrsta hér, að búpeningi væri bjargað þannig frá horfelli. Nú var félagssvæðið orðið það stórt, að leigja þurfti 3 skip árið 1874. Eitt þeirra fór til Akraness fyrir borgfirzku deildina. Einhver óánægja reis upp um að reikningar kæmu seinna fram en lög stæðú til. Til þess hefur þó vafalaust verið full ástæða, því að innlenda varan seldist seint og illa vegna óvandaðr- ar verkunar. Haustið 1874 strandaði vöruskip við Melrakkasléttu, ís- lenzka félagið í Björgvin varð gjald þrota og taldi til 13,000 ríkisdala skulda hjá hlutafélaginu. Skotið var á fundi á Borðeyri með stjórninni og ákveðið að halda aðalfund á Stóru-Borg í febrúar 1875. Var hann settur á tilsettum tíma og kom þar einn maður fyrir hverja 20 hluti af öllu svæðinu frá Siglu- firði og suður í Leirársveit. Komu þar um 60 manns. Þessi fundur mun hafa verið allfjörugur; margs var að minnast; mörg óhöppin höfðu steðjað að, og lágu því næg verkefni fyrir. Jósep Skaftason stjórnaði fimdinum með röggsemi og skörungsskap. Hafði hlutatala aukizt allmikið. Síra Jón A. Blöndal hafði sent Grafaróssfélaginu erind isbréf með fyrirmælum um meðferð ullarinnar, til þess að hún gæti selzt sem fyrsta flokks vara. Voru reglur þessar merkilega líkar ull- armatinu, sem gilt hefur til skamms tíma. Þessar reglur voru birtar á fundinum og mjög brýnt fyrir mönnum, að vanda vöru sína sem bezt. Hafði á hverju ári farið meira og minna af hvítri vorull í mislit af saltbleytu og óþvotti. Fór síra Jón Auðun út þá um vorið og ann- ar frá Borðeyrardeildinni til vöru- kaupa og skuldagreiðslu. Komust þeir í samband við norskt verzl- unarfélag í Björgvin. Tókst að fá 155 lesta gufuskip með vörur til Grafaróss og Borðeyrar. Fór það og vestur á Breiðafjörð, sneri þar aftur og tii Borðeyrar og tók þar 1000 fjár og 100 hesta. Verð á hest um var 100 krónur, en á sauð 18 krónur. Þetta var fyrsta tilraun með sölu á lifandi peningi við Húna- flóa. Búast má við, að mistök hafi átt sér stað hjá stjórn þessara félags- samtaka á verzlunarsviðinu, enda ekki óeðlilegt, því að verzlunarþekk ing var lítil og reynsla engin, eins- og þetta dæmi sýnir: Þegar félags- stjórnin setti 10 aura hærra verð á innleggsvöru en Bryde greiddi sínum mönnum, reyndist þetta verð of hátt. Sagt ér, að þetta hafi verið gert án vilja framkvæmdastjóra eða jafnvel að honum fjarverandi. Hlutatala í Borðeyrardeildinni var 530, en var lægri í Grafaróss- deildinni í fyrstu, en jókst nokkuð, svo að þar voru hlutir orðnir 594 árið 1877. Eftir 1875 fer þessari félagsstarf- semi að hnigna, að minnsta kosti í sumum deildum. Skuldir voru orðnar lítt viðráðanlegar, og stóð þá ekki á, að þeir, sem mest mæddi á, væru dæmdir hart, enda er venju legt, ef illa gengur, að skella skuld- inni á forgöngumennina. En það liggur ljóst fyrir, að svona ungt fé- lag þoldi ekki miklar útistandandi skuldir, þegar engin bankastarf- semi var til í landinu. Hæsta hlutatölu höfðu þessir í Austur-Húnavatnssýslu 1877: Guð- rún Þorsteinsdóttir í Grímstungu 20; síra Jón Auðun Blöndal 16; Árni Sigurðsson £ Höfnum 15, en ýmsir framámenn aðrir 5 og 6 hluti. Helztu áhugamenn í deildun- um voru: I Skagafjarðarsýslu, Ól- afur dbrm. Sigurðsson í Ási, for- stjóri Grafaróssfélagsins; Hallur Ásgrímsson, Sauðárkróki; Gunn- laugur Briem og Einar Guðmunds- son Hraunum. Á Siglufirði, Snorri Pálsson. í Húnavatnssýslu Jósep læknir Skaftason í Hnausum; Páll Vídalín í Víðidalstungu; séra Jón Auðun Blöndal; Ásgeir Einarsson, Þingeyrum; Þorsteinn Eggertsson í Grímstungu; síra Eiríkur Briem í Steinnesi; Jón Pálmason í Stóradal; Etjendur Pálmason í Tungunesi, Jón Guðmundsson á Kagaðarhóli; Ámi Sigurðsson í Höfnum; Pétur Kristófersson á Stóru Borg; síra Sveinn Skýlason á Staðarbakka; Eggert Helgason í Helguhvammi. í Strandasýslu, Pétur Eggerz á Borð eyri; Sigurður sýslumaður Sverris- son í Bæ, og Jón Bjarnason á Óspakseyri. í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, síra Þorvaldur Stef- ánsson í Hvammi; Þórður Þor- steinsson á Leirá, og Snæbjörn Þorvaldsson. Seint á árinu 1876 fór fram upp- gjör á eignum og skuldum deild- anna. Til þess voru eftirtaldir menn kosnir: Síra Eiríkur Briem; Pétur Eggerz; Sigurður E. Sverrisson, sýslumaður; síra Jón Auðun Blön- dal; séra Sveinn Skúlason; B. E. Magnússon, sýslumaður, og var síra Eiríkur Briem formaður. Var 50 króna hlutur virtur á 30.81 kr. Árið 1877 leið þessi félagsstarf- semi undir lok, en þó var félagið aldrei lýst gjaldþrota. Margt stuðl aði að því, að þessi samtök urðu ekki langlífari, en mikið mun það hafa verið að kenna undirróðri kaupmanna, málsókn þeirra, o. fl., sem kom í veg fyrir haustverzlun. Þá var og skipstrandið og þrálát tregða á sölu innlendu vörunnar. (Vegna illrar verkunar). Var þvi ekki undarlegt, þótt stutt yrði starfsævi þessara samtaka. Ekki er annað vitað en, að allir þeir, sem mest unnu fyrir félagið, hafi lagt sitt bezta fram -~a , vpi og drengilega. Þótt nú þessi Ieiaö„ .-aniok íellu í valinn eftir aðeins átta ára starfs tíma, höfðu þau þó mörgu góðu til leiðar komið. Þau höfðu vakið og stórum eflt þá hugsun að lands- menn gætu sjálfir tekið að sér verzlunina með öflugum samtökum. Þau færðu stórfé inn í landið á þeirra tíma mælikvarða. Þau vöndu menn af undirlægjuhætti gagnvart kaupmönnum og vöndu kaupmenn af að flytja inn skemmda vöru. Þau gerðu sitt til að kenna lanösmönn- um sjálfum vöruvöndun. Þau fluttu fyrst inn hentug vinnutæki. Þau reyndu fyrst sauðasölu til Skot- lands. Þau reyndu fyrst til að bæta samgöngur við útlönd og komu á gufuskipaferðum til Noregs. Og þau vöktu samvinnuhugsjónina. Þetta eru stórsigrar, þótt þau sjálf yrðu að hætta starfseminni. Má því segja um þenna félagsskap eins og skáldið kvað forðum um Brján konung: Brjánn féll og hélt velli. (Frh). Það er vert að vekja athygli kaupenda á því, að líkur eru til, að Sunnudagsblað- ið verði næsta verðmætt, þegar fram líða stundir. Þess vegna ættu þeir að leggja sig í líma að halda því saman og fylla í skörð, er vera kunna, eftir þ"í sem unnt er. Hinir fyrstu árgangar eru þegar komnir í nokkurt verð, en verða þó áreiðanlega miklu dýrari innan skamms, þar eð tor- velt er að fá þá í heilu lagi. Þess ætti fólk að gæta með- an tími er til. ________ T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 185

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.