Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Side 21

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Side 21
BölvaSasia blóð Systkinin Stefán fíni og Helga greyið mitt voru börn séra Ólafs Tómassonar í Blöndudalshólum og börðu ofan af fyrir sér á flakki, að svo miklu leyti sem sveitin sá þeim ekki farborða. Einhverju sinni var það, að sveitarstjórnin átti í vandræð- um með þau systkini. Þá sagði Guð- mundur Gíslason á Bollastöðum: „Það er ekki að spyrja að þessu prestablóði Ekkert blóð er jafnbölv- að". Mikið skáld, Simon Guðmundi dúllara fannst mikið til íslandsför Framhald af 178. síSu. dórsson, sem virtist þeim ágæta- vel. Gaf hann þeim fyrst skyr og bauð þeim síðan að koma með sér að draga á fyrir lax í Flókadalsá. Við þetta skemmtu þeir sér hið bezta, og færðist slíkur veiðihugur í Wulff, að han fleygði sér flötum í ána, er hann hugði lax vera að sleppa úr netinu. Þeir fóru siðan vestur og suður um land með Flóru. Var þá komið við í Stykkishólmi síðla kvölds. Þar var fjölskylda, sem Wulff hafði komizt í kyni við, er hann fór hér með ströndum fram á fyrri ár- um, og var að hans ráðum farið heim til þessa fólks. Vöktu þeir upp, þvi að allir voru sofnaðir, en hlutu hinar beztu viðtökur. Þegar þeir komu til skips, var Vesta einn- ig komin, og lét þá Wulff fara með sig út í hana til þess að endurnýja gamlan kunningsskap. Þar hefur hann hlotið góðar viðtökur, því að hann kom því til leiðar, að skip- stjórinn á Flóru lét hleypa af merkjaskotum í kveðjuskyni, er Vesta lagði út, og svöruðu skipverj- ar á Vestu í sömu mynt. Frá Reykjavík héldu þeir land- veg austur um sveitir og gengu á Heklu í þeirri för. Fengu þeir Ingj- ald Hróbjartsson, roskinn vinnu- mann á Galtalæk, sér til fylgdar á fjallið, og virðast þeir hafa haft garnan af karli. Fór allvel á með þeim, þótt Ingjaldur gerði þeim þann grikk að fara frá þeim heim að Næfurholti, er af fjallinu kom, svo að þeir villtust og lentu í ógöng um. Þá varð Wulff reiður. um Símon Dalaskáld og ætlaði fáa hans jafningja á sviði skáldskapar. Veturinn 1913 kom Guðmundur að Barkarstöðum í Fljótshlíð og hugð- ist hvíla sig þar hjá Tómasi bónda, enda hvíldarþurfi eftir margra ára- tuga göngu um landið. Undir vorið lasnaðist dúllarinn, og dag einn bað hann bónda að lesa húslesturinn í fyrra lagi. Var það gert. Guðmundur var i litiu herbergi innar af baðstofu, og gekk Tómas inn til hans að loknum lestri. Sat Guðmundur þá framan á, leit upp og mælti: „Þakka þér fyrir lesturinn, frændi. Mikið skáld er Símon“. Jafnskjótt og hann hafði nefnt nafn Símonar, hneig hann út af og var þegar órendur. Walffs Þess var áður getið, að Wulff hugsaði flóm og þess háttar fénaði þegjandi þörfina, þegar hann hóf ferðina til fslands. Engström getur oftar en einu sinni um flóa- bardaga hans. Þá háði hann bæði norðan lands og sunnan: „En ekki sefur Wulff — svo mikið er víst. Hann er á flóaveiðum, sem er aðal- starf hans á næturnar", segir Eng- ström um félaga sinn. Það hefur ef til vill staðið i sam- bandi við flóastríðið, að Wulff virð ist hafa brugðið sér í bað á ólíkleg- ustu stöðum. Við höfum spurnir af því, að hann fór í steypibað undir fossi frammi í Siglufirði. Enn hitt um við hann í baði í Hvítá hjá Brúarhlöðum, og loks fór hann í snjóbað niðri í gígnum í Heklu. Engström getur litið rannsókn- arstarfa hans. Þó kemur það fram, að við Hróarsholtslæk fann hann einu jurtina, sem hann sá svo á íslandi, að hann myndi ekki nafn á henni. Uppi á Heklutindi miðaði hann líka þann stað, er hæst bar, og tók þar handa sér steinvölu til minja. Þó að Wulff líkaði ekki allt sem bezt, er fyrir hann bar á ferðum hans, mun hann ekki alls staðar hafa kynnt sig illa. í Reykjavík hitti hann að máli íþróttamenn, tók kvik mynd af glimu suður á íþróttavelli og færði það í tal, að íslenzkir glimu menn yrðu sendir á Olympíuleikana í Stokkhólmi árið eftir. Hann heim- sótti líka fólk, sem hann hafði kynnzt. Meðal þess voru ónafn- greind hjón, er áttu ungan son, er hafði bækistöð sína í herbergi á hanabjálkalofti. Þar hafði hann fest spjald á hurð og stóð á því: „T. M., artiste peintre." Nú mun flestum detta fyrst í hug Tryggvi Magnússon listmálari. Þó var það ekki hann, sem þarna var farinn að helga sig málaralist, því að hann var þá ellefu ára drengur norður á Ströndum. Hafi Engström munað stafina rétt, beinist athyglin að Tryggva, syni Magnúsar Óiafs- sonar ljósmyndara, er síðar var verzlunarmaður í Edinborg, mjög fjölhæfur. Þeir félagar fóru utan með Botn- iu. Á skipinu beindist athygli þeirra einkum að stúdent einum, er var að fara til Kaupmannahafnar í fyrsta skipti. Engström segir hann hafa líkzt „aflraunamanni", „öldum upp í skugga og skjóli blágrýtis- fjalls“. En það var þó einkum fyrir þær sakir, hve þessi stúdent var sagður hafa miklar stærðfærðigáf- ur, að þeir veittu honum svo nána eftirtekt. Þetta mun hafa verið Steinþór Guðmundsson íslandsferð þeirra félaga var lokið. Vafalaust eru enn uppi ein- hverjir þeir, er muna eftir þeim, þó að meira en hálf öld sé liðin síðan þeir gistu landið, hvort sem þeir minnast þeirra fremur sem þekki- legra gesta eða þóttafullra og að- finnslusamra sjálfbyrginga. KAFBÁTASMIDIR FYRRI TÍMA - Framhald af 176. síðu. En nú komu heimsviðburðirnir Lake skömmu fyrir aldamótin smíðaði hann nýjan kafbát, Protector, sem hann bauð flotanum til sölu. Eleetric Boat Comp- any reis þegar upp og staðhæfði, að Lake hefði notfært sér einkaieyfi Hol- lands við smíði bátsins og krafðist skaðabóta. Flotinn vildi að sjálfsögðu ekki kaupa bátinn, en herinn — þá sem endranær keppinautur flotans á mörgum sviðum — lýsti sig fúsan til að kaupa fimm báta af sömu gerð. Þingið neitaði hins vegar að veita fé til þeirra kaupa og féllu þau þar með niöur. til aðstoðar. Styrjöld var að skella á milli Rússa og Japana. Fulltrúar beggja þjóða komu á fund Lakes, skoðuðu Protector og hófu samningaviðræður. Báðir lögðu kapp á að snúa hinn af sér, en svo fór að lokum að Rússar keyptu bátinn. Þeim kaupum var hald ið vandlega leyndum og í samningun- um var kveðið svo á, að afhending skyldi fara fram með fullkominni leynd. Tilgangurinn með því var tvíþættur. Bæði vildu Rússar ekki skýra Japön- TIMINN - SUNNUDAGSBLAfi 189

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.