Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Page 8
lendingana, því að spjót og örvar
gætu ekki unnið á járnorminum, og
þess vegna myndu tilraunir þeirra
til að berjast gegn útlendingunum
og járnorminum verða árangurslaus
ar.
Töframaðurinn mikli ráðlagði þjóð
sinni að taka kurteislega á móti út-
lendingunum, en sýna þeim þó tor-
tryggni og gæta þess sérstaklega að
hleypa þeim ekki nærri heimilunum,
því að þessir útlendingar væru ill-
gjarnir menn, og þeir myndu ekki
hika við að ásælast land Gíkúyúþjóð-
arinnar og að lokum myndu þeir
vilja taka allt frá Gíkúyúmönnun-
um.
Þegar fólkið heyrði, hverju Mógó
wa Kebíró hafði spáð, varð það óró-
legt og vissi ekki sitt rjúkandi ráð.
En það fékk ekki annað gert en
bíða hættunnar, sem var í vændum.
Mörgum mánuðum síðar, kringum ár
ið 1890, byrjaði spádómurinn að ræt-
ast. Þá fóru ókunnir menn að koma
í smáhópum, og klæði þeirra minntu
á fiðrildisvængi. Við þessu var að bú-
ast, því að áður en þeir komu, hafði
hræðilegur sjúkdómur geisað og
hann hafði eytt miklum hluta af búfé
Gíkúyúmanna og nágranna þeirra,
Masai og Wakamba. í kjölfar sjúk-
dómsins fylgdi hungursneyð, sem
varð þúsundum Gíkúyúmanna að
fjörtjóni.
Fyrstu Evrópubúarnir, sem fóru
hjá Gíkúyúlandi, voru tiltölulega
meinlausir, því að þeir fóru með
landamærunum milli Gíkúyúlands og
Masai eða milli Wakamba og Gíkúyú-
landg. Þeir höguðu þannig ferðum
sínum á þann hátt, sem spámaðurinn
mikli hafði sagt fyrir. Evrópumenn-
irnir héldu áfram að koma og fara
með flutningalestir sínar sömu leið-
ina frá ströndinni til Viktóríuvatns
og Úganda. Á leiðinni fram og aftur
verzluðu þeir við Gíkúyúmenn án
verulegra árekstra. Loks lét Gíkúyú-
fólkið blekkjast af fagurgala Evrópu-
mannanna og hélt, að þeir ætluðust
ekkert illt fyrir og kom sér í vináttu
við þá. Gíkúyúmenn gleymdu orðum
Mógós wa Kebírós að sýna Evrópu-
mönnum kurteisi blandaða tor-
tryggni og hleypa þeim ekki nærri
heimilum sínum, þeir fóru,að bjóða
þeim heim.
Hér er við hæfi að skýra stuttlega
frá því, hvernig Gíkúyúmenn glöt-
uðu hinu verðmætasta af landi sínu.
Þegar Evrópumenn komu fyrst til
Gíkúyúlands, litu Gíkúyúmenn á þá
sem flakkara (orori eða athongo),
sem hefðu hlaupizt að heiman og
væru einmana og vinalausir. Gíkúyú-
menn, sem að eðlisfari eru örlyndir
og gestrisnir, buðu flakkarana vel-
komna og kenndu í brjósti um þá.
Þess vegna leyfðu þeir Evrópumönn-
linum að tjalda og veittu þeim bráða-
birgðarétt til afnota af landinu alveg
eins og mohoi eða mothami, Gíkúyú-
mönnum, sem höfðu aðeins afnota-
eða byggingarrétt á landi annars
manns. Evrópumönnunum voru veitt-
ar þessar móttökur í þeirri trú, að
einhvern tíma myndu þeir þreytast
á flakkinu og hverfa aftur til heima-
lands síns.
Þessir fyrstu heimsveldissmiðir,
sem vissu vel, eftir hverju þeir voru
að sælast, notfærðu sér fáfræði og
einlæga gestrisni fólksins. Þeir féll-
ust á afnotaskilyrðin og fóru -fljót-
lega að reisa lítil virki eða bækistöðv-
ar. Þeir sögðu, að „tilgangur bæki-
stöðvar er sá að vera miðstöð fyrir
matarkaup handa lestum á leið til
Uganda," og svo framvegis. Því að
„í Gíkúyúlandi voru matvæli sögð
næg og ódýr.“
Gíkúyúmennirnir veittu Evrópu-
mönnunum byggingarleyfi á stöðum
eins og Dagóretti, Smithvígi og öðr-
um, án þess að hafa hugmynd um
þann tilgang, sem lá að baki lestar-
ferðunum. Þeir héldu, að eingöngu
væri um verzlun að ræða og ekkert
annað. Því miður gerðu þeir sér ekki
grein fyrir, að þessir staðir voru not-
aðir til undirbúnings þess að svipta
þá jarðeignum sínum. Þeir komu á
vingjarnlegum samskiptum við
Evrópumennina og létu ferðamenn-
ina fá matarbirgðir. Þeir töldu víst,
að þessir hvítu flakkarar ættu sér
heimaland og gætu þess vegna ekki
setzt að í framandi, landi. Þeir hlytu
að fá heimþrá og hverfa heim til
feðra sinna og frænda, er þeir hefðu
selt varning sinn.
Þessi trú, að Evrópumennirnir ætl-
uðu ekki að setjast að til frambúðar
í Afríku, styrktist af þeirri stað-
reynd, að enginn þeirra virtist vera
mjög lengi um kyrrt á sama stað.
Af þessu dróu Gíkrúyúmenn þá álykt-
un, að einn góðan veðurdag myndu
allir Evrópumenn í Afríku taka sam-
an föggur sínar og hverfa aftur til
heimalands síns á sama hátt og þeir
komu. Til skamms tíma hefur verið
til málsháttur í Gíkúyúlandi, sem seg
ir: Gotire ondo wa ndereri, nagowo,
Coomba no okainoka, en það þýðir:
Það er ekki til neitt sem varir til
eilífðar, og áður en lýkur munu
Evrópumennirnir fara heim ttl sín.
Þessi málsháttur var tekinn upp sem
stef í fjölmörgum sorgarsöngvum,
einkum þegar flakkararnir voru farn
ir að sýna, hvað fyrir þeim hafði
vakað.
Fyrstu ferðamennirnir skýrðu frá
því, að „Gíkúyúland virtist geta orð-
ið bezta bækistöðin milli strandar-
innar og vatnsins. Hinir innfæddu
voru vinsamlegir og réðust jafnvel
sem burðarmenn á leiðinni til strand
ar. En þessi góðu samskipti fengu
snöggan enda. Að mestu leyti var
það að kenna agaleysi í flutninga-
lestunum, en sumir lestamennirnir
fóru með ránum og ollu alls konar
árekstrum. íbúunum fannst gengið á
hluta sinn, og þeir myrtu síðar
nokkra burðarmenn.“ Þetta var upp-
hafið á þeim þjáningum og þeirri
notkun eldstafanna, sem Mógó Wa
Kebíró hafði spáð í sambandi við
komu hvítu mannanna. Því skömmu
eftir að þetta gerðist, er okkur sagt
að Gíkúyúmenn „hafi fengið Iexíu“
og þeir verið neyddir til að láta af
hendi „fimmtíu geitur á dag og kaup
lausa vinnu þrjú hundruð manna til
að byggja upp það virki, sem þeir
höfðu eyðilagt.“
Eftir þennan atburð rann það upp
fyrir Gíkúyúmönnum, að útlending-
arnir, sem þeir höfðu sýnt gestrisní,
höfðu alltaf ætlað sér að ræna þá og
undiroka með ofbeldi. Höfðinginn
Waiyaki, sem hafði gengið í vináttu-
bandalag við útlendingana, var síðar
fluttur á brott og dó á leiðinni til
strandar. Þetta vanþakklæti Evrópu-
mannana særði fólkið, og það neitaði
að verzla við þá. Það hélt, að þá
myndu útlendingarnir finna til hung
urs og fara burt úr Gíkúyúlandi. En
Gíkúyúmenn fengu fljótt að vita að
„valdið er réttur“, því að frá því er
skýrt, að „þessu gósenlandi, þar sem
ég aflaði á fáeinum dögum mörg þús-
und punda af matvælum, er nú óger-
legt að kaupa svo mikið sem einn
einasta kornpoka,“ og því voru flokk-
ar sendir til að afla matvæla með
ofbeldi og „það var nauðsynlegt að
senda fjölmenna vopnaða flokka til
að afla eldiviðar og vatns“.
Spásögn Mógós wa Kebírós rættist
smám saman, því að skömmu síðar
var Kenya-Úganda-járnbrautin (járn
ormurinn) fullgerð. Og Evrópumenn-
irnir, sem nú höfðu náð öruggri fót-
festu, gerðu kröfu til algerðra yfir-
ráða yfir landinu, sem þeir kölluðu
„krúnuland“, en Gíkúyúfólkið, sem
var upphaflegur eigandi landsins
sögðu þeir vera „leiguliða krún-
unnar.“ Gíkúyúmennirnir misstu
mestan hluta lands síns sakir örlæt-
is, því að Gíkúyúland var aldrei sigr-
að að fullu með vopnum, heldur var
þjóðinni komið undir harðstjórn
evrópskra heimsveldissinna með und-
irferli og hræsni.
Samskiptum Gíkúyúmanna og
Evrópumanna má lýsa með dæmi-
sögu, sem er kunn í Gíkúyúlandi:
Einu sinni kom fíll sér í vináttu við
mann. Dag nokkurn skall á þrumu-
veður, og fíllinn fór þá til vinar síns,
sem átti lítið liús í skógarjaðrinum
og sagði við hann:
„Góði maður, viltu ekki leyfa mér
að stinga rananum inn'í húsið þitt
til að skýla honum fyrir þessari
hræðilegu rigningu?"
Maðurinn, sem sá, hve vinur hans
var illa settur, svaraði:
„Kæri, góði fíll, hús mitt er afar-
Framhald á bls. 645.
632
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAfl