Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Page 18
ur vextl og vænn að áliti „flestum
mönnum fróðari og eitthvert mesta
prúðmenni," segir séra Þorvaldur
Ásgeirsson i fréttabréfi til Norðra.
Einbimi Jóns og Aðalbjargar,
Kristbjörg, dó á unglingsaldri.
Eftir lát Jóns fluttist Aðalbjörg
að Valþjófsstað á vegu móður sinnar,
sem þá var gift séra Pétri Jónssyni.
Þaðan giftist hún Jóni Andréssyni
Kjerúlf, bónda á Melum.
Eftir lát Jóns bjó Guðrún ein á
Eiríksstöðum með forsjá Gunnlaugs,
sonar síns. En nú kom brátt sá at-
burður, sem raskaði búskap á Jökul-
dal, öskufallið mikla frá Öskjugosinu
1875. Vegna vindstöðu og nálægðar
við eldstöðvarnar var öskufallið mest
á Efra-Jökuldal og bæjum i suður-
hluta Jökuldalsheiðarinnar. Á Eiríks
stöðum var það um tuttugu sentimetr
ar. Bændur á Efra-Dal og í Heiðinni
urðu að yfirgefa jarðir sínar. Guð-
rún á Eiríksstöðum fiuttist með fólk
sitt og fénað að Fremri-Hlíð í
Vopnafirði. Að ári liðnu var askan
svo fokin í skafla, rignd niður (í fló-
um) og runnin af með regnvatni og
lækjum að hún gat flutzt á óðal sitt
aftur. Guðrún dó sex árum eftir
heimflutninginn og hafði þá búið 22
ár eftir lát manns síns, en alls hálfan
fimmta áratug. Hún var talin mikii
gáfukona.
Eftir Guðrúnu tók Gunniaugur,
sonur hennar, ábúðina. Árið, sem
þau mæðgin bjuggu í Vopnafirði,
hafði Gunnlaugur kynnzt Steinunni,
dóttur Vilhjálms alþingimanns Odd-
sen og Bjargar Guttormsdóttur, guli
smiðs í Krossavík, Guðmundssonar.
Þau kynni leiddu til hjúskap-
ar þeirra (26. ágúst) árið
sem móðir hans dó (1882).
Hann var þá kominn undir
fertugt, en hún rúmlega tvítug. Gunn
laugur tók sér ættarnafnið Snædal.
Hann var iíku atgervi búinn sem
Jón bróðir haiis, bókhneigður, víðles
inn og að öllu vel menntur. Á fyrri
ferð sinni um Austurland gisti Þor-
valdur Thoroddsen hjá honum, og
eftir hans frásögn ritaði Þorvaldur
lýsingu á öskufallinu í ferðabók sína.
Gunnlaugur Snædal dó á bezta
aldri, eins og Jón bróðir hans, 23.
september, 1888, aðeins fertugur að
aldri. Synir hans, Viihjálmur og Jón,
voru þá á uernskualdri. Steinunn
móðir þeirra fékk því ráðsmann til
þess að standa með sér fyrir búi
sínu, Einar Eiríksson frá Hafrafelli,
búfræðing frá Eiða-skóla, og gift-
ist honum fjórum árum síðar (1892).
Bjuggu þau við mikinn veg og fremd
fulian hálfan þriðja áratug.
Með stjórnarbréfi 27. september
1911 var ákveðið að flytja kirkjuna
á Brú að Eiríksstöðum, og var svo
brátt gert. Einar stóð fyrir byggingu
kirkju úr steinsteypu á Eiríksstöðum
í stað torfkiikju, sem verið hafði á
Brú.
Synir Steinunnar, Vilhjálmur og
Jón Snædal, leituðu sér fræðslu og
menningar utan heimilis, þegar þeir
höfðu aldur til, og síðan kvonfangs.
Vilhjálmur kvæntist haustið 1908 (6.
sept) Elínu Pétursdóttur, prests
Maack Þorsteinssonar. Hófu þau bú
skap vorið eftir móti Einari, en
fengu svo Hofteig, til ábúðar og
bjuggu þar tii vors 1916, en fluttust
þá í Eiríksstaði aftur. — Jón kvænt-
ist haustið 1918 (20. október) Stefan-
íu Karlsdóttur, kaupmanns á Stöðv-
arfirði, Guðmundssonar, og fór að
búa á Eiríksstöðum næsta vor. Einar
og Steinunn drógu þá saman búskap
sinn til þess að fá bræðrunum meira
svigrúm og fluttust fáum árum siðar
til Reykjavíkur á vegu Gunnlaugs
læknis, sonar síns. Bjuggu bræðurn-
ir eftir það í tvíbýli til þess, er Jón
lézt 12. desember 1931. Stefanía bjó
eftir hann með ráðsmanni til vors
1951, en fluttist þá til Keflavíkur.
Vilhjálmur og Elín höfðu nokkrum
árum fyrr (1946) brugðið búi og
flutzt til Reykjavikur, en við búi tók
eftir þau Gunnlaugur, sonur þeirra,
í tvíbýli móti Karenu, dóttur Jóns
og Stefaníu, og manni hennar, Jó-
hanni Björnssyni.
Eiríksslaðaheimili
Tveir innstu bæirnir á Jökuldal,
Brú og Eiríksstaðir, hafa um Ianga
tíð haft almennt gildi fyrir ferðalög
um landið. Þessi bæir hafa verið
áfanga- og gististaðir þeirra, sem
áttu leið yfir Fljótsdalsheiði. Um
tvær leiðir var að velja yfir heiðina.
Aðra frá Brú, yfir Jökulsá þar og
suður um Hrafnkelsdai að Aðalbóli,
þaðan Aðalbólsveg austur um Fljóts-
dalsheiði að Kleif, innsta bæ í norð-
urdal Fljótsdals. Hina frá Eiríksstöð-
um, þar yfir ána og Eiríksstaðaveg
yfir heiðina þvera að Bessastöðum
eða Hamborg. Heiðin þar er nokkru
breiðari, en vegna aðfararleiða
báðu megin til Aðalbólsveg-
ar, er sú leið styttri fyrir
ferðamenn, sem ekki þurfa
eða vilja koma í Hrafnkelsdal.
Steinbogi var yfir jökulsá hjá Brú
frá upphafi byggðar langt fram eftir
öldum. Á meðan svo var hefur
áfanga- og gististaður ferðamanna
eðlilega oftar verið þar, að minnsta
kosti á sumrum. En á vetrum, þegar
Jökulsá var ísi lögð, lá leiðin um
Eiríksstaði beinna við ferðum, á
hvora hönd sem var. Ekki er ná-
kvæmlega vitað hvenær steinboginn
hrundi í ána. Séra Sigurður Gunnars-
son á Hallormsstað segir, að það
hafi verið um miðja 18. öld, en getur
ekki heimildar né sérstaks tilefnis.
Þorvaldur Thoroddsen segir, að hann
hafi hrunið fyrir miðja 18. öld og
getur ekki heldur heimildar né til-
efnis. Að líkindum byggir hann á
frásögn séra Sigurðar. Á námsárum
sínum, sumarið 1849, var séra Sig-
urður fylgdarmaður Björns Gunn-
laugssonar um Vopnaskarð og Vatna-
jökulsveg og næsta sumar einnig
fylgdarmaður J. C .Schythe náttúru-
fræðings sömu leið. í bæði skiptin
var komið að Brú. Líklega hefur
hann byggt hiklaust frásögn sína um
hrap steinbogans á sögusögn Brúar-
manna. Þar hefur geymzt í minni
vitneskjan um hrapið, þótt ártal hafi
verið gleymt. Ef til vill hefur hrun
steinbogans orðið vegna jarð-
hræringa. Á fyrri hluta 18. aldar
urðu margir harðir landskjálftar á
Framhald á bls. 646.
642
T í M I N M — SUNNUDAGSBLA0