Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Síða 4
Björgunaráhöld borgarbúans
Sú var tíð, a8 málarar fengust helzt ekki við annað en landsl agsmyndir, enda var þá ást á landinu sjálfu, fjöMum og fljót.
um, ofarlega í huga fólks. En borgarbúinn á sér nú gerólíkan hugarheim. Gamburmosatóin er honum jafnóraunveruleg
og bústnu smáenglarnir, sem fyrr á tímum voru ómissandi á málverkum. Eftir að málarar hafa nú um langt skeið gert
abstrakt, þ. e. óhlutkenndar myndir, og rannsakað ótal vandamál f samleik lita og lína, þá hafa hinlr yngri nú snúið sér að
þvf að skilgreina líf nútfmamannsins. Sú stefna er kölluð pop-stefna.
Við sjáum hér að ofan eina siíka mynd frá Englandi. Hér leitast listamaðurinn við að tjá sem sannasta lýsingu á borgar-
Iffi með því að raða saman nokkrum hlutum á þann hátt, að þeir geti ýtt undir hugmyndaflug áhorfandans.
Það eð óttast má, eð sitthvað fari forgörðum f prentun skal hér talið það helzta, sem á myndinni sést af hálmstráunum
okkar.
Efst til vinstri er pakki af blásnu morgunverðarhveiti, sem sagt er magna lífsþrótt neytandans, þá kók-flöskur tvær
og krukka af Nes-kaffi, þá pakki af þurru, niðursneiddu brauði. Vörumerkið er Dásemdahleifur.
Byrjað frá vinstri aftur er viskiflaska, hraðfrystar baunir „úr garðinum“, þvottaefnið DAZ, sem gerir þvottinn svo
hvitan, að munurinn er augljós, en plata svertingjans við hliðina heitir: Á morgun, það er spurningin. Til þess að ekkert
fari milli mála, er viðvörunarmerki f forml fannkremstúbu sett hjá. Yzt eru timburmannatöflur. Neðra hornið hægra
megin er helgað ástum (varalitur, púðurdóslr, tímaritið Playboy), og fjármálum (lagður undir skammbyssu). Neðst er
ofurlitlll káppakstursbíll.
Hornpunktar neðst til vinstri og efst tll hægri eru plötur bandariska saxófónleikarans Coltrane með auglýsingaseðlum,
sem æpa: Nýjung, nýjung. Kannski vill listamaðurinn þar með gefa tóninn I lífslag borgarfoúans, hver veit?
Með þvi að skoða afstöðu þessara hluta hvers til annars, má lesa út úr myndinni marga þurrafyndni um llfið I engil-
saxneskri stórborg. Sigurjón bendir á, að samsvarandi mynd mætti gera um lifið I Reykjavik, ef breytt væri um tákn. H|á
okkur yrði óleysfur vandi svertingjans ekkl á miðri mynd, né verða óigandi ástriður djasstónlistar heimfærðar upp á þá
borg, sem hæst rls I Hallgrimskirkjuturnl. Og enn önnur yrðl mynd um lif I lltlum kaupstað eða þorpi.
12
T I M » N N — SUNNUDAGSBLAÐ