Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Side 12

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Side 12
 Þegar lokiS var tali okkar við Seyðisfjarðarstöðina, héldum við inn fjörðinn með rautt merk; í skut og íslenzkan fána í reiðan- um á stjórnborð. Uppi á landi sá- Snemma morguns 24. júní 1963 hélt skrítinn bátur inn Seyðisfjörð. Ilann hét Rehu Moana, og á honum voru fimm menn — þrír Englendingar, einn Dani og einn Bandaríkja- maður. Þeir ætluðu að sigla til íslands og Grænlands á kænu sinni, en komust aldrei lengra en til þess staðar, er í leiðsögu- bók þeirra var nefndur Budeir- éri. Eins konar klafi, sem upp- haflega' var á farkosti þessum í stað siglutrés, brotnaðj á leið - til fslands, ekki langt norðau við Færeyjar, og komu þeir fé- lagar því á báti sínum heldur illa til reika til Seyðisfjarðar. Þegar þeir ætluðu þaðan norð- ui* um íand, reyndist seglabún- aðurínn bágur, og hjálparvélin í bátnum sagði þeim upp trú og hollustu. Forsprakki þessarar farar, Englcndingurinn Dayíð Lewis, hefur skrifað bók um þessa ferð, og heitir hún Dreamers of the day. Hér verða7 birtir úr henni nokkrir þættir, aðallega þar sem segir frá dvölinnj á Seyðisfirði. Þess er að geta, að sumar tilvitnanir höfundar í fornsögurnar eru ekki sem ná- kvæmastar. Það er til dæmis hugarsmíð hans, að Hallsteinn Þorskafjarðargoði hafi blótað syni sínum ,og það var viður í öndvegissúlur en ekki skip, sem hann bað Þór að láta sér í té. Víga-Hrappur tók sér ekki fari úr Vopnafirði, heldur Gautavík. En hann átti Vopnfirð inga yfir höfði sér vegna mann- dráps. Eins er líklegt, að augu kvenfólksins íslenzka hafi tais- vert grænkað í endurminning- unni. Þá er það ein meinlokan, að fr- ar hafi numið Vestmannaeyjar. um við afskekkta sveitabæi, þar sem fé dreifði sér á beit neðan undir skörðóttum hamravirkjum, snævi fylltum og skuggalegum klettariðum. Við vorum snögg- klæddir, því að sterkjuhiti var í sólskininu undir hleinum þessa furðulands. Fram undan sáum við síldar- verksmiðju, þar sem tveir hval- veiðibátar lágu, raunar flökin ein, því að vélarnar höfðu verið rifn- ar úr þeim til þess að nota þær í verksmiðjunni. Svo kom bænnn sjálfur í ljósmál, sveigður um botn fjarðarins með fiskibáta við bryggj ur hið næsta okkur. Meginbæinn mynduðu tvær raðir litríkra timb- uhhúsa með bárujárnsþökum, teygðar meðfram ófullgerðum götutroðningi. . . Grannur, góðlátlegur íslending- ur kom út til okkar. Þetta var Pétur Blöndal, umboðsmaður brezka togarafélaga, og hann og bróðir hans, Ástvaldur, gerðu mi'klu meira fyrir okkur en við 20 T 1 H > \ N — SUNMJIMIiSBl.AO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.