Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Page 14
um, hvort íslenzkum bifreiðastjór-
um hætti til þess að tjá sjálfstæði
sitt með því að aka þeim megin
á veginn, sem þeim sjálfum sýnd-
ist, þvi að mér virtust þeir halda
sig ekki síður vinstra megin en
hægra megin. Þegar ég hafði orð
á þessu, var mér svarað:
, „Hér er vinstriakstur".
Þó að mest bæri á nýjum far-
þegabílum, mættum við býsna
mörgum jeppum, amerískum,
þýzkum og rússneskum. Tveir snjó
bílar stóðu meira að segja við göt-
una.
Þegar við höfðum búið um tréð
okkar á vörubílnum, skimaði öku-
maðurinn í kringum sig, líkt og
hann væri að gæta að þvi, hvort
við værum tveir einir. Síðan seild-
ist hann laumulega eftir leður-,
hylki, sem merkt var „Voltmeter“.
Hann veitti athygli furðusvipnum,
sem á mig kom, og sagði því um
leið og hann opnaði töskuna og
dró upp úr henni viskíflösku, sem
hann otaði að mér:
„Við megum ekki láta sjást, að
við drekkum við akstur á sumrin,
því að þá kemur svo margt að-
komufólk hingað í fjörðinn“.
Og svo saup hann sjálfur hressi-
lega á flöskunni, þegar ég fékk
honum hana aftur.
„En á veturna gegnir allt öðru
máli. Þá er snjór á heiðinni, og
þá eru ekki neinir hér á ferð nema
fólkið, sem býr hér — og þá get-
um við drukkið eins og okkur sýn-
ist, því að hér vita allir, að maður
ratar heim til sín, hvað fullur sem
maður er“.
Gagntekinn af hagsýni og sam-
félagsiþroska þessa kumpánlega
manns klöngraðist ég upp i vöru-
bílinn, innan lítillar stundar vor-
um við farnir að bjástra við að
taka tréð af pallinum á auðu svæðf
ofan við bryggjuna. Ungur trésmið
ur, sem kunni ensku, beið okkar
þar, og byrjaði undir eins að birkja
það og hefla. ..
Við vorum alltaf þreyttir, og
stundum var þolinmæði okkar of-
boðið í leit okkar að því, sem okk-
ur vantaði. Einu sinni kom Axel
æðandi út úr búð, sem svo hittist
á, að landi hans rak.
„Þessi helivitis danski asni“,
hrópaði hann.
★
Við vildum létta á Merton og á-
kváðum því að matast á landi að
mestu leyti. En það var bjart all-
an sólarhringinn, og þess vegna
hætti okkur til þess að gleyma
tímanum. Þar að auki var svo
margt að gera, að við gátum varla
slitið okkur frá vinnunni, fyrr en
við vorum orðnir alveg uppgefn-
ir. Af þessu leiddi, að við komum
venjulega of seint á eina matsölu-
staðinn, þar sem við gátum feng-
ið steiktan þorsk með soðnum kart
öflum og bræddu smjöri, því að
þar var lokað klukkan sjö.
Það var Axel, sem fann sjó-
mannaheimilið, sem Noregsstjórn
rak vegna norska fiskimanna.
Starfsliðið er flutt til Seyðisfjarð-
ar á hverju sumri á herskipi úr
norska flotanum. Þó að við ættum
ekki neina heimtingu á greiðasemi
af hálfu Norðmannanna, opnuðu
þeir okkur allar dyr, og við vild-
um miklu'heldur eggin og svína-
fleskið þeirra, er fram var reiít
með kúfuðum diskum af smurðu
brauði, kjöti, mauki og osti og
nægð af mjólk og kaffi, en gisti-
húsamatinn, sem þar á ofan var
dýrari.
Seyðfirðingar voru senn albúnir
að veita síldinni viðtöku. Fúlan
mökkinn, sem seinna hvíldi yfir
firðinum eins og kæfandi þoka,
var þegar tekið að leggja frá síld-
arbræðslunum. Þetta var peninga-
toófið, sem íslendingar nefna svo
af heimspekilegri gerlhygli.
Það var smár fiskur, sem unn-
inn var í verksmiðjunum. Höfuð-
önnin var í vændum innan fárra
vikna, er stórsíldin nálgaðist land-
ið. Það var síldartiminn svokall-
aði, þegar þessi fiskur var maga-
Áhöfnin i káetu aö morgni 3. júnímánaðar, er lagt var af stað í siglinguna fyrirhuguðu til íslands og Grænlands.
22
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ