Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Side 21

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Side 21
hinna tiðu heimsókna til Aage. Fyrst i stað veitti vinnan henni fró un. Hún gladdist yfir fallegum inn anstokksmunum og þægilegri inn- réttingu hússins, meðan hún gekk á milli herbergjanna og handlék gripi, sem hún hafði varla veitt eftirtekt. Það var eins og augu hennar fyrir heimilinu hefðu opn- azt á ný. Margt af þessu var keypt eriend- is. Gólfteppin í stofunum voru ind- versk, alabasturslamparnir og á- vaxtaskálarnar frá Ítalíu. í forsaln um stóð stór austurlenzk sedrusvið arkista og kínversk málverk héngu á veggjunum. í baðherberginu var niðurfellt baðker, og veggirnir voru klæddir svörtum marmara frá Sikiley. Fataskápur hennar var fiullur af dýrum tízkuklæðnaði, keyptum í París og London, og í skartgripaskríninu voru armbönd, eyrnalokkar og nælur úr rafi og jaðisteini, og þreföld perlufesti úr japönskum perlum, — en þær voru falskar. Hún handlék perlurnar og rifj- aði upp fyrir sér, hve hreykin hún hafði verið, þegar hún sýndi skart- gripasalanum festina til að fá að vita verðmæti hennar. Það var nú það. — Hver hafði verið prettaður? Og skyndilega þótti henni allt stássið umhverfis sig verða einSkis virði. — Eftirlík- ingar. Ekkert af þessu var valið að hennar smekk. Henni hat'ði alltaf fundizt að hún stæði utan við þetta allt saman. Allt í einu fékk hún ákafa löns- un til að litast um í herbergi dótt- ur sinnar. En dyrnar voru læstar, og hún mundi nú, að það var langt siðan Lísbet tók upp á því að læsa dyrunum, þegar hún fór út. - Daginn áður en Jan var væntan- legur heim, var ákaflega heitt í veðri. Auður hvíldi í sólstóli úti á svölunum og gladdist yfir að heim- ili hennar skyldi vera komið í lag aftur. Henni varð hugsað til Fríðu, sem hafði yfirgefið yndislégt heim- ili til að geta lifað frjáls og óhácí — Skyldi Jan finnast hún hafa eytt of miklu? Áður hafði hún get- að lagt fyrir af mánaðarpeningun- um sínums en nú var öllu eytt. Og myndi Iisabet þegja yfir því sem hún vissi? — Hún reyndi að igleyma áhyggjum sínum með því að hlusta á fuglasönginn sem hljómaði frá garðinum. Þegar hún lauk upp augunum bak við dökk sólgleraugun, tók hún eftir því að hnúðarnir á eplatrjánum höfðu stækkað. Það myndi líklega verða mikið um ávexti í ár. — Bréfber- inn var á leið heim að húsinu. Hún smeygði sér í kjól og gekk til móts við hann. Hann hafði að- eins eitt bréf meðferðis, og það var til hennar sjálfrar. Hún opnaöi það á leiðinni inn í húsið. Bréfið var frá Aage — stutt og biturt- -------°g þú skalt ekki halda, að þú getir fleygt mér frá þér eins og útslitnum hanzka. Ég ætla sem sé að koma í heimsókn þegar maðurinn þinn er kom inn heim, og skila honum öllu þvd, sem þú hefur gefið mér. Það gæti hugsazt að hann hefði á- huga á að vita hvernig því viki við, að þú hefur ausið yfir mig gjöfum.--------- Þrjótur. Þorpari. Hún varð ösku reið. Hvernig dirfðist hann að skella skuldinni á hana? Hann hafði sjálfur tekið ákvörðun fyrir þau bæði. — Hún leitaði uppi hand tösku sina, sem hún var vön að leggja frá sér á ólíklegustu stöð um, og stakk bréfinu! niður í eitt af hólfunum á seðlaveski sínu. Um leið varð fyrir hendi hennar lyk- illinn að íbúð hans, sem hún hafði gleymt að skila, — og á morgun kom Jan heim. Hún tók bréfið fram hvað eftii annað, meðan hún matreiddi og lagði á borðið (yrir Lísabet í eld- húskróknum. Og því oftar sem hún las það yfir, því betur skiidi hún afstöðu Aage. Þetta var hátt- ur hans ag tjá henni, að hann heifði haft rangt fyrir sér 02 hún væri honum meira virði en hann hafði látið uppi, þegar þau kvödd- ust. Það þýddi ekki að reyna að blekkja sjálfa sig: Hún hafði geng- ið of langt, og það var engin^leið til baka. Að reynast Aage vel, myndi kannski að einhverju leyti bæta fyrir brot hennar. — Hún lét matinn inn í bakarofninn, svo að hann héldist heitur, og fór svo upp í herbergið sitt til að láta nið- ur fötin, sem hún bjó um í tveim- ur stórum ferðatöskum og faldi i fatageymslunni niðri í forsalnum. Það var farið að líða að mið- nætti, þegar Lísbet kom heim. Húij fór hvorki inn í eldhúsið né leit inn í dagstofuna, þar sem Auður beið hennar, en gekk rakleitt upp í herbergið sitt. Auður heyrði hana ganga um gólf, meðan hún af- klæddist. Svo varð allt hljótt. Hún gat ekki fengið af sér að fara upp og kveðja hana — of hrædd við þessi hvössu, álasandi augu, sem samræmdust svo illa mjúkum and litsdráttunum. Þá var betra að skrifa henni. En hún átti erfítt með það líka. — Orðin komu henni svo hverdagslega og lítilfjörlega fyrir sjónir, eftir að hún hafði fest þau á pappírinn: ------— fyrirgefðu mér og segðu föður þínum fréttirnar með varúð. ------ — En hún gat ekki staðizt að líta Lísbet augum, áður en hún færi. Hún læddist upp stigann, hikaði í hverju spori, og beið um stund fyrir utan herbergisdyrnar henn ar með höndina á hurðarhúninum. Dyrnar voru ólæstar. Hún gægðist varlega inn. Lampinn á náttborð- inu var tendraður og lýsti á ungt, sviphreint andlit og silkimjúkt hár ið, sem flóði yfir svæfilinn. Lísbet brosti í svefninum. Á náttborðið var komin ljósmynd af ungum og laglegum manni, sem Auður kann- aðist ekki við Fótatak hennar var léttara og á- kveðnara niður stigann. Lísbet myndi fljótlega komast yfir þetta. Það var annað sem tók hug henn- ar nú. Þá var aðeins eftir að særa einn. — Eða skyldi honum standa á sama? Hún lagði bréfið til dóttur sinn- ar og lyklana að húsinu á síma- borðið í forsalnum, tók ofan gift- ingarhringinn og lét hann ofan á bréfið. En trúlofunarhringinn — breiðan gullhring, settan demönt- um, dró hún ekki af fingri sér. Svo bar hún ferðatöskurnar út á tröppurnar, fór inn aftur og sótti persnesku skinnkápuna og tók hana á handlegginn. — Henni fannst eins og járntjald væri fellt í lás að baki hennar. Spölkorn neðar i götunni 'ét hún ferðatöskurnar niður á vegar- brúnina og horfði til baka. Þarna stóð fyrrum heimili hennar, fr;ð- sælt og öruggt, með öllum þeinr lífsþægindum, sem hún héðan í frá yrði að sjá af. Trén sem hún hafði tekið þátt í að gróðurset.ia, voru orðin jafnhá húsmæninum. Greinarnar bærðust hægt í mild- um aftanblænum og vörpuðu hvik ulum skuggaflötum á hvítan hús- vegginn. Frá herbergisglugga Lís- betar streymdi deprað ljós. Bundin örlögum sínum lyfti hún þungum ferðatöskunum og rogáð ist með þær niður á brautastöð- ina. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAB 29

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.