Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Síða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Síða 17
Fyrir áttatíu árum var heldur auSnarlegt umhorfs í Skálholti, aS minnsta kosti í samjöfnuði við forna frægð staðarins. Nú er risin þar voldug kirkja og fleiri stórbyggingar, og þar sem Jóhann dróst áfram naer dauða en lífi, iðar nú oft allt af glaðværu skemmtiferðafólki. neshrepps á Mýrum, nálega við sjó frammi. Frásögn er engin til um það, hvað yfir hann gekk eða hve lengi hann lá úti. En heim að Mið- húsum dróst hann um síðir stór- lega kalinn, bæði á höndum og fótum. Var honum þar veitt hjúkr un í hálfa fjórðu viku af einhverj- um þeirra þriggja bænda, sem þar bjuggu, unz varð hann loks ról- fær á ný. Þegar þetta gerðist, hafði hann flakkað lengi fram og aftur um Mýrasýslu og hin næstu byggðar- lög. Þar var þá sýslumaður Egg- ert Hheódór Jónassen og bjó í Hjarðanholti í Stafholtstungum. Skrifaði hann þegar norður, er hreppstjórinn í Álftaneshreppi lét hann vita um kröm Jóhanns, og krafðist þess, að honum yrði ráð- stafað, því að það væri „óþolandi byrði að láta Jóhann flakka ár eft- ir ár sýslu úr sýslu“, án þess að þcir, sem skyldugir voru að ann- ast hann, skiptu sér af því. — Það stóð talsverður gustur af sýslu- manni. Norðanmenn svöruðu flijótlega og tölóu einsýnt, að manninn bæri að flytja sveitarflutningi norður á Kirkjuihvammshrepp. En nú var komið annað hlgóð í strokkinn i Hjarðarholti. Sýslumaður hafði komizt að raun um, að Jóhann kaus miklu heldur hrakning og slysfarir á útigangi en nauðungar- flutningi norður, og lýsir það mannslund sýslumanns, að hann sneri þegar við blaðinu. í næsta bréfi fór hann þess á leit hægum orðum, að Hvammshreppingar borguðu Miðhúsamönnum eftir- stöðulaust lítilræði fyrir aðhlynn- ingu þá, sem hinum aðþrengda manni hafði verið veitt, og 'eyfðu honum síðan að fara ferða sinna: „Þér i þóknanlegu bréfi“, sagði hann, „hafið tjáð mér, að greindur JÓhann væri viðurkenndur þar sveitlægur, og vona ég, að téður framfærsluhreppur Jóhanns því fúslegar endurgjaldi þennan kostn að, sem Jóhann þvi næst alltaf flakkar hér um sýsluna og hrepp- ur hans þannig losast við að for- sorga hann, sem hlyti að verða mjög þungur ómagi. Að öðru leyti vil ég í tilefni af áðurgreindu bréfi yðar taka það hér fram, að það er ekki hægt að flytja Jóhann þennan fátækraflutningi til fram- fœrsluhrepps síns, því hann vill ek'ki fara norður til átthaga sinna, en að taka hann með valdi væri synd, þvi Jóhann er sannkallaður aumingi og vist mikið bilaður á geðsmunum. Menn munu því lofa honum að flakka hér um sýsluna eins og verið hefur nú um nokk- uð langan tíma og gera honum gott eins og öðrum aumingja, án þess að krefjast endurgjalds fyrir það af hans framfærsluhreppi. Að- eins vil ég mega vísa aðstoð yðar til þess að fá endurgoldinn þann kostnað, er leiða kynni af því, ef hann, eins og í fyrra, legðist veik- ur einhvers staðar hér í sýslunni.“ Hér slær mannshjarta bak við hvert orð, þótt stirðbusalegt sé málfarið, og er traustið á greiða- semi Mýramanna þeim loflegur vitnisburður. En þess má líka geta, að síðar kom Jóhann til leiðveizlu- manna sinna í Miðhúsum og gat þá sjálfur nokkru launað þá hjúkr- un, sem hann hafði notið, þótt ó- kunnugt sé, í hvaða mynd það var. XVII. Eflaust hefur Jóhann oftar ver- ið hætt kominn en á Mýrunum veturinn 1873. Það geta menn gert sér nokkurn veginn í hugarlund, ef þeir vita, hvernig hann var stundum til reika á ferðum sín- um í skammdeginu. Nú vill svo til, að varðveitzt hefur allglögg lýs ing, sem Eiríkur bóndi Eiríksson í Miklaiholti i Biskupstungum T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 257

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.