Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Síða 13
Básar í Grímsey, nyrzta ból á íslandi. Þaðan sást ekki tif annarra bæja og enda-
laust úthafið girðir mestan hluta sjónbaugs.
firði til frændfólks síns með tvö
eliitu börnin, en Kristjana varð
vinnukona hjá séra Árna Jóhann-
essyni á Þönglabakka með Sig-
mund iitia, yngsta barnið. Kona
séra Árna var Karólína Guðmunds
dóttir frá Brettingsstöðum á Flat-
eyjardal. Næsta vor fékk séra
Árni Grenivíkurprestakall og flutt
ust mæðginin þangað með þeim
hjónum. Um sumarið fótbrotnáði
Sigmundur litli. Þar man hann
fyrst eftir sér, leiðindum í inni-
setu, og hve prestsfrúín annaðist
hann eins og sitt barn, er móðir
hans var við útivinnu.
Vorið 1893 flutti Kristjana með
Sigmund að Þönglabakka og var
þar vinnukona hjá Kristni Guð-
mundssyni. Hjálmar, faðir Sig-
mundar, var enn að Hóli með tvö
eldri börnin. Hann var smiður góð
ur og var á ýmsum bæjum við
smíðar á vetrum tíma og tima.
Þennan vetur var hann að smíða
á Þönglabakka. Þar veiktist hann
af inflúensu og dó. Tvö elztu
börnin voru þá tekin í fóstur á
Hóii af frændfólki Hjálmars.
Næstu tvö árin var Kristjana
vinnukona að Botni í Þorgeirsfirði
með dreng sinn.
Vorið 1896 réðist Kristjana með
drenginn sem ráðskona til Geir-
finns Magnússonar í Keflavík.
Hann var ekkjumaðuir og átti tvær
dætur og einn son af fyrra hjóna-
bandi. Hann heitir Þórhallur og er
enn á lífi og búsettur á Svalbarðs-
strönd. Hann hefur mjög stundað
vegavinnu á sumrum. Þeir Sig-
mundur urðu miklir vinir og fé-
lagar. Kristjana og Geirfinnúr gift
ust og áttu saman einn son. Sig-
urgeir að nafni. Ilann ér nú bú-
settur að Auðnum í Öxnadal.
Keflavík var einangruðust allra
norðlenzka bæja, og þurftú til
Hornstranda til að finna hliðstæð-
Gu'ðný Jénsdðtllr. Slgmundur Hjátmarsson.
T I M I N N - SUNNUHAGSBLAM
805