Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Side 20
NICK CARTER SAGA: Njósna-
veiðar. Söguhe'tjan lendir í furðuleg-
ustu ævintýrum Og margs konar lífs-
háska í svörtu Afríku Einar Guðna-
son þýddi 249 bls. 75 kr. heft. Út-
gef.: Ugluútgáfan.
PATTINSON, JAMES: Sekur mað-
ur siglir. Óvenjuleg styrjaldar- og
sjómannasaga, sem bregður upp raun-
sannri mynd af lífi brezkra sjó-
manna í skipalestasiglingum á striðs-
árunum, enda var höf. sjálfur bátt-
takandi í þeim. Halldór Jónsson
býddi. 245 bls. 320 kr. Útgef.: Fífill.
PAULSEN, CARL G.: Svíður í
gömlum sárum. Fimmta bók höfund-
ar'á íslenzku. Saga um heitar ástir
og sterkar ástríður- Skúli Jensson
þýddi. 176 bls. 320 kr Útgef.: Skugg-
sjá.
POULSEN, ERLING: Hamingjan
er hverful. Höf. er kunnur víða um
lönd fyrir afburðaspennandi skáld-
sögur sínar, sem margar hafa birzt
í víðlesnustu vikublöðum Norður-
landa. Baldur Hólmgeirsson þýddi.
173 bls. 320 kr. Útgef.: Grágás.
REILLY, ROBERT T: Rauði prins-
inn. Söguhetjan er ungur, írskur full
hugi, sem berst við innrásarher-
Elísabetar I. Englandsdrottningar og
kemst oft í hann krappan. Walt
Disney hefur gert litkvikmynd eftir
sögunni, sem verður sýnd í Gamla
Bíó eftir áramótin. Hersteinn Páls-
son þýddi 164 bis 210 kr. Útgef.:
Fífill.
ROBINS, DEMISE: Svsturnar. Ást-
arsaga. Óli Hermannsson þýddi- 222
bls. 275 kr. Útgef.. Ægisútgáfan.
SANDER, PETER: Dauðinn kemur
til miðdegisverðar Leynilögreglu-
saga, dularfull og spennandi. Knút-
ur Kristinsson þýddi 208 bls 180
kr. Útgef- Leiftur h.f.
SERLING, ROBERT J.: Flugvélar
forsetans er saknað. Sérstæð og
spennandi skáldsaga, sem vakið hef-
ur mikla athygli. Grétar Oddsson
þýddi. 208 bls. 360 kr Útgef.: Grá-
gás.
SHELDON, GEORGIE: Systir
Angela. Ákaflega vinsæl ástarsaga.
Önnur útgáfa hennar sem kom út
1949, seldist upp á svipstundu Önn-
ur bókin í endurútgáfu sígildra
skemmtisagna. 320 bls. 325 kr Út-
gef.: Sögusafn heimilanna
SOUTIIWOR'l’H, E D E.N.: Kapi-
tola (óstytt útgáfa) Ejnhver vinsæl-
asta skemmtisaga, sem út hefur kom-
ið hér á landí. Þetta er fyrsta bókin
í endurútgáfu sígildra skemmtisagna.
351 bls. 325 kr. Útgef.: Sögusafn
heimilanna.
WEST, MORRIS L.: Babelturninn.
Nútímasaga um njósnir, ástir, hug-
sjónir og litríkar persónur í Aust-
urlöndum nær. Kemur út samtímis
hjá um 30 bókaforlögúm. Rituð af
einum fremsta stílsnillingi á enska
tungu. Álfheiður Kjartansdóttir
þýddi. 360 bls. 400 kr. Útgef.: Prent-
smiðja Jóns Helgasonar hf.
WEST, MORRIS L.: Gull og sand-
ur. Höf. varð kunnur hérlendis, þeg-
ar bók hans, ,,Málsvari myrkrahöfð-
ingjans", var lesin í Útvarpinu. Ey-
steinn Þorvaldsson þýddi. 224 bls.
180 kr. Útgef.: Prentsmiðja Jóns
Helgasonar hf.
WI-IITNEY, PHYLLIS A.: Undar-
leg var leiðin. Spennandi ástarsaga.
„Þeir lesendur, sem unna leyndar-
dómum, munu ekki leggja þessa
spennandi bók hálflesna frá sér.“
— Pittsburgh Press. Anna Björg
Halldórsdóttir þýddi. 230 bls. 315 kr.
Útgef.: Iðunn.
Sannar frásagnir
CLOSTERMANN, PIERRE: Eldur
ofar skýjum. Franski flugkappinn
Clostermann er kunnur fyrir snjall-
ar stríðsfrásagnir. Hér lýsir hann
ýmsum mestu loftorrustum stríðsins-
Asmundur Einarsson þýddi. 160 bls.
275 kr. Útgef.: Hildur.
HANSSON, PER: Höggvið í sama
knérunn. Saga Morsetfjölskyldunnar,
hjóna og sjö sona, sem nazistar gáfu
tilskipun um að handtaka dauða eða
lifandi — saga flótt þeirra um há-
fjöll Noregs i stórhríð og stormum.
Skúli Jensson þýddi. 176 bls. 320 kr-
Útgef.: Skuggsjá.
í fremstu víglínu Sannar frásagn-
ir um karlmennsku, hreysti og fórn-
arlund, um menn, sem börðust fyrir
föðurland sitt og fórnuðu lífi sínu
í heimsstyrjöldinni. Skúli Jensson
þýddi. 160 bls. 260 kr. Útgef.: Hörpu-
útgáfan.
PHILLIPS, C.E LUCAS: Hetjur á
húðkeipum. I-Iaustið 1942 tókst 10
brezkum hermönnum að komast óséð-
ir til Bordeaux og sökkva mörgum
flutningaskipum Þjóðverja. Bókin
segir frá árásinni og flóttanum að
henni lokinni. Ingólfur Aðalsteins-
son þýddi- 208 bls. 340 kr. Útgef.:
Grágás.
RAYNER, D.A-: Eltingaleikur á
Atlantshafi. Segir frá einvígi tund-
urspillis og kafbáts í heimsstyrjöld-
inni, hefur hvarvetna hlotið beztu
dóma. Baldur Hólmgeirsson þýddl,
192 bls. 315 kr. Útgef.: Skjaldborg sf
SVEINN SÆMUNDSSON: í stríði
og stórsjóum. Ný sjómannabók —
frásagnir úr lífi og starfi íslenzkra
sjómanna- 218 bls. 460 kr. Útgef.t
Setberg.
WYNNE, GREVILLE: Maðurinn
frá Moskvu. Brezki njósnarinn
Wynne segir frá samvinnu Sinni við
rússneska liðsforingjann Oleg Pen-
ovski, handtöku og fangavist í Rúss-
landi. Sönn frásögn, sem er meira
spennandi en nokkur James Bond
skáldsaga. Hersteinn Pálsson þýddi.
208 bls. 350 kr. Útgef.: Bókaforlag
Odds Björnssonar.
Dulræn reynsla
GLIMARK, ASTRID: Sálræn
reynsla mín. Höf. segir frá dulrænni
reynslu sinni, en hún er gædd bæði
skyggnihæfileikum og dulheyrn. Ei-
ríkur Sigurðsson þýddi 112 bls. 299
kr. Útgef.: Fróði hf.
JÓNAS ÞORBERGSSON: Brotinn
er broddur dauðans. Síðasta bók höf.
um „mikilvægasta málið í heimi“,
langur kafli er um sálfarir, og segja
sjö Iandskunnir menn þar frá reynslu
sinni. 190 bls. 340 kr. Útgef.: Skugg-
sjá.
ROBERTS, ESTRELLA: Miðill í
40 ár. Hinn þekkti, brezki miðill seg-
ir frá dulrænni reynslu sinni og 40
ára miðilsstörfum. Gylfi Gröndal
þýddi- 192 bls. 340 kr. Útgef.: Grágás.
ROSHER, GRACE: Að handan.
Ósjálfráð skrift. Boðskapur um lífið
eftir dauðann. Sveinn Víkingur þýddi
150 bls. 300 kr. Útgef.: Kvöldvöku-
útgáfan hf.
Aðrar bækur
KENNSLUBÆKUR:
Enska í sjónvarpi III. Freysteinn
Gunnarsson þýddi. 135 bls. 185 kr.
heft. Útgef.: Setberg
KRISTIANSEN, BIRTE BINGER:
Drög að lestrarfræði. Veitir fræðslu
um lestrarnám og kennslu frá sál-
fræðilegu og uppeldislegu sjónarmiði,
skilyrði barna til lestrarnáms og
kenningar um orsakir lestregðu og
hvernig megi bæta úr henni. Jónas
Pálsson þýddi. 158 bls- 275 kr. heft.
Útgef.: Hlaðbúð hf.
ÞJÖÐEÉLAGSMÁL:
HALLDÓR STEFÁNSSON: Nokkr-
ar hugleiðingar um form þjóðríkja
980
TlVINN - SUNNUDAGSBLAÐ