Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 12
I.
Þrjú fljót renna um Fljótsdals-
hérað til Héraðsflóa. Jökulsá á Brú
ekur gormi sínum með vesturhlíð-
um, Lagarfljót sígur fram um mitt
hérað, sums staðar stöðuvatni lík-
ast, og lítið eitt austar liðast Sel-
fljót milli ása og röðla, raunar
lækur einn í samjöfnuði við hinar
móðurnar tvær, og slær sér að
lokum austur að Ósfjóllum, er
fram kemur á sléttlendið, þar sem
allar mishæðir þrýtur. Svo mjótt
er á mununum um farvegi þess-
ara vatna, að Geirastaðakvísl rann
úr Jöklu austur í Lagarfljót, áður
en þar var fyrirhleðsla gerð, og
milli Lagarfljóts og Selfljóts heit-
ir Jökullækur, þótt þar sé nú
þurrlendi að jafnaði nema í vatns-
elg á vorin. Þar ætla kunnugir
menn, að Lagarfljót hafi á fyrri
tið lagt ærna lykkju á leið sína og
runnið suður og austur um flatn-
eskjuna til Selfljóts, unz því
vannst tími til þess að yfirbuga
fyrirstöðu þá, sem verið hafði á
leið þess til norðurs, þar sem nefn-
ist Steinbogi, skammt suður frá
Hóli í Útmannasveit. Það er því
líkast sem fljótin hafi tæpast get-
að ráðið það við sig, hvort þau
ættu að fleyta vatni sínu hvert fyr-
ir sig í fang flóans eða steypa því
saman í einn jörmunflaum ofan
Héraðssands.
Elfurnar miklu, Jökulsá og Lag-
arfljót, hafa orðið mörgum mann-
inum örlagamóður og stundum
vegið oftar en einu sinni í sama
knérunn. Það er þó Selfljót, sem
er örlagavaldurinn í þessari sögu,
seytlan meðal fljótanna, sprottin
upp í vötnum norðan og vestan
undir Bjólfi, bæjarfjalli Seyðfirð-
inga, og heitir Gilsá hið efra, unz
hún hefur silazt hæfilega lengi
um mýrarsund Eiðaþinghíár til'
þess að glata því nafni, sem hún
hefur hlotið í munni smalanna
uppi við heiðina.
II
Nokkurn veginn mitt á milli
Lagar og Héraðssands verða
hreppaskil. Þar þrýtur Eiðaþing-
há, en við tekur Útmaninasveit,
öðru nafni . Hjaltastaðarþinghá.
Jafnskjótt og Selfljót flýtur yfir
hreppamörkin tekur það á sig
margar bugður og hlykki, líkt og
því sé nauðugt að fara öllu lengra
í norðurátt. En langir ásar eru á
báða vegu og setja því umferðar-
lög, svo að ekki er undanfæri:
Norður á bóginn skal það hníga-
Vestan við einn hinna miklu
buga, sem fljótið vindur á sig í
kreppu ásanna, og raunar hinn
nyrzta um sinn, er bær í rótum
vesturássins. Þar heita Ketilsstað-
ir, allmikil jörð, og er það fyrsti
bærinn í Útmannasveit, sem kom-
ið er að, þegar farin er þjóðleið
út sveitir vestan Selfljóts.
Vorið 1834 fluttust í tvíbýli á
þessa jörð ung hjón, sem áður
höfðu búið nokkur ár á Jökulsá í
BoTgarfi'rði, - Árni Bjarnason og
Guðrún fsleifsdóttir. Fylgdi þeim
þangað með öðru fólki, bróðir
bónda, Pétur að nafni, ókvæntur
og honum litlueldri.
Þessi hjón voru bæði harla
frændmörg austan lands. Árni var
sonur manns þess, sem nefndist
Galdra-Bjarni og var Einarsson og
hafði síðast búið í Brúnavík, og
síðari konu hans, Guðnýjar Péturs-
dóttur, sem í föðurætt var komin
af Gísla lögréttumanni Nikulás-
syni, bróður séra Einars galdra-
meistara á Skinnastað, en átti að
móður Snjófríði, dóttur Jóns pam-
fíls og systur Hermanns í Firði.
Hafði mmgt drifið á daga þess
fólks, sem hann var af sprottinn,
og fleiri kynsmianna bans, sumt
frægt í sögum. Meðal formæðra
hans var Snjófríður Magnúsdóttir,
sú er strauk frá Gilsbakka í Öxar-
firði íyrr á tíð og lesa má um í
alþingisbókum. Gunnlaugur Árna-
son, sem árið 1749 fannst dauður
og stórlega lemstraður í Hrafn-
kelsdal inn frá Vaðbrekku, þar
sem Skænudalsá fellur í Hrafn-
kelu af vesturfjalli, var langömmu-
bróðir hans. Faðir hans var bor-
inn megnri fjölkynngi, líkt og þeir
frændur fleiri, og virðist því hafa
verið trúað, að hann hafi fyrirkom-
ið fiskibátum með forneskju. Þó
kunna þess háttar sögur að hafa
tekið á sig hrikalegra gervi en
þær áður höfðu eftir daga Bjarna.
En auk þess komst Bjarni í mikl-
ar mannraunir. f móðurharðindun-
um bjó hanm í Stakkahlíð í Loð-
mundarfirði, og varð heimili hans
mjög hart úti. Manndauðinn í
Stakkahlíð byrjaði um sólstöður
1784. Þá dóu vinnuhjú tvö úr
hungri samtímis. Annað fólk
skrimti um sinn. Um veturnætur
haustið eftir var hann á ferð á ein-
Hárið bíákti nlðri í hylnum eiris og gróðurskúfar á steini
252
1 í iVJ I N N — SUNNUDAUSBLAÐ