Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 18
þeirri ven, að hún fái hvíldina á undan mér, svo að íg komist kristi lega að orði. — Það er sjöttungur, sagði hanm. Ekki er það þó jafniböl'vað og heima hjá okkur. — Þjóðhollum manni færist kannski ekki að lasta skattana, ef þeim væri varið skynsamlega — fé veitt til þess að halda við sögu- frægum höfoingjasetrum og ala upp veðhlaupahesta af góðu kyni. ¦ En hvað er gert við peningana? FátækTingarnir gteypa Þ&tta allt. . . — Exactly, greip lávarðurinn fram í fyrir mér af sýnilegri á- kefð. Allt í fátæklingana. Ekki þurfa þeir þó að halda uppi neinni risnu eða gegna þess konar ^skyld- um yfirleitt. Þeir þurfa sem sé engu til að kosta, ef grannt er skoðað. Þetta er alveg eins og hjá okkur. — Sé það satt, að meðfærileg sé sú byrði, sem margir verða að axla, ætti fátæktin ekki að hvila ýkjaþungt á neinum: Níu af hverj- um tíu eru fátækir. Nú vita þeir ekki einu sinni, hvað þeir eiga að gera við alla þá peninga, sem þeir fá úr atoannasjóðum, og setja þá jafnvel í banka. Þá fer manni að ofbjóða. Og svo lítið er viðskipta- vitið og tortryggnin mikil, að þeir taka peningana út nokkrum sinn- um á ári, bara til þess að sann- færa sig um, að þeir hafi ekki horfið, og leggja þá svo inn aftur jafnharðan. Af þessu hafa bankarn ir svo mikið ónæði, að^þeir ættu hreint og beint að lækka vextina hjá þeim, sem ekki eiga nema lít- ið. Svo hvílir á okkur þessi óguð- legi austur í atvinnuleysisstyrki. Það er meðferð, sem ég frábið mér: Atvinnuleysisstyrkir! Hve- nær hef ég fengið einhvern styrk? Hann tðk hressilega undir þetta, ©n fór í sömu andrá' að tala um allar þær skyldur sem á honum hvíldu — undir þeim var hann að kikna. Hann var til dæmis formað- ur í félagi fjárhættuspilamanna í Lundúnum. En ég var dálítið ann- ars hugar stunoarkorh, því að upp skaut í huga mínum setningu, er einu sinni hraut úr penna Óskars Wildes: Vinnan er.hinum drekk- andi stéttum andstyggileg kvöð. Ég lét hana samt ekki f júka. Þær ungfrú Rósinfjoll og þerna hennar gengu út úr salnum, en við sátum lengi kyrrir og rök- ræddum þjóðfélagsmáL Loks bað?t Wateregg lávarður þess að mega taka í höndina á mér. Hann dáðist að hugrekki mínu, sagði hann: Það var nú orðið svo sjald- gæft, að nokkur þyrði að segja það berum orðum, er allir heiðar- legir og ábyrgir menn, sem vildu halda þjóðfélaginu á réttum kili, fundu þó, að var satt og rétt. Næstu daga sáum við ungfrú Rósinfjol oft í matsalnum og setu- stofunum. Wateregg lávarði sýnd- !st hún heilsuleysisleg. Hann dró í efa, að hún væri jafnhraust og ég sagði. — Það getur verið, að henni sé ilt í höfðinu við og við, svaraði ég, en það er ekki nema til þess að spottast að — af og frá, að það sé alvarleg höfuðveiki. Læknarnir eru samdóma um það. Og þeir, sem þekkja lyíin hennar — ja, þér skiljið, hvað ég vildi sagt hafa. Öðru sinni spurði hann, hve lengi hún hetfði verið gestur minn. — Hálft þriðja ár nú síðast, hraut út úr mér. __ Ég fann sjálfur, að ég var orð- inn ískyggilega kærulams í orðum og einsetti mér að gæta betur tungu minnar. En ekki gat ég bor- ið það til baka, sem ég hafði sagt. Lávarðurinn varð svo forviða, að hann tók aí sér einglyrnið. Ég vard undir eins að koma með einfoverja viðhlitandi skýringu. — Annars er skrítin saga á bak við þetta, sagði ég. — Fyrir um það bil hálfu þriðja ári stóð svo á, að Soffia frænka þurfti að fá tíu þús- und krónur lánaðar hjá mér — sjð hundruð pund, bætti ég við án þess að hirða um nákvæmni í reikn ingi. Þá sagði ég við hana í gamni: Svo hdd ég frænku í gislingu á meðan skuldin er ógreidd. Hún hló og sagði í svipuðum tón, að þetta skyldum við bæði muna. Og síðam hefur kerliingin legið hér upp á mér. Hún borgar ekki þess- ar tíu þúsund krónur, og hún fer ekki. Stöku sinnum köstum við þessu á milli okkar, en sjálfur sj'á- ið þér, að ég verð að láta sem ekkert sé, þó að ég sé grátt leik- inn. Ég áræði hvorki að heimta af henni peningana né skipa henni burt. Þetta sannar það, sem við vit- um báðir: Það er sjálfbjarga fólk, sem mergsýgur aðra miskunnar- laust. — Seven hundred pounds, taut- aði hann við sjálfan sig. Þegar við höfðum snætt árbít á miðvikudwgsmorguninn, settumst við út á svalir, sem sneru að al- menningsgarðinum við ána, reykt- um þar og drukk'um. Mlli greina og gulnaðs laufs grillti í glerþak- ið á fimleikasalnum. Lávarðurinn vorkenndi ungfrú RósinfjoQl og var enn við það beygarðshornið, að höfuðveiki hennar hlyti að vera eitthvað meira en tóm ímyndun. Hann spurði mig, hvort það myndi gleðja hana, etf hann sendi henni r laglegan blómivönd, þótt aldrel befðu þau verið kynnt. Það hafði ég tregðazt við að gera og hafði mér til afsökanar, að þau væru hvoriugt mælt á því máli, er hitt skildi. — Blom eru hennar yndi og etft- irlæti, sagði ég sannfærandi. Og blóm frá yður myndu heldur bet- ur hleypa fjori í gamlar taugar. Hann bandaði hendinni í átt að ffiimleikahúsinu niðri í garðinum og sagðist ætfa að skreppa í gróður- húsið og velja handa henni blóm. En ég varð umfram alt að varna því, að hann færi í fimleikahúsið. Það var ekki unnt að blékkja hann æ oían 1 æ, þótt enskur lá- varður væri. Háskalegar grun- semdir gátu vaknað, ef hann sá, \_ að þar voru hálfnaktir gestir í tuga tali við alls konar líkamsæfingar, er ýmist voru ætlaðar lasburða fólki og heilbrigðu. — Hver djö. . . í hamingju bæn- um, stamaði ég — fyrir aMa muni. Hvað sem þér gerið, þá komið að minhsta kosti ekki í námunda við gróðurhúsið. Ég kemst ekkl hjá því að segja yður eins og er, og verð ég þó að geta treyst því, að þér netfnið það ekki einu orði við nokkurn mann. Þetta er leyndar- mál okkar tveggja: Annar garð- yrkjumaðurinn og snúningastrák- ur, sem með honum var — þeir, skal ég segja yður, veiktust af kóleru í fyrradag, og gróðurhúsið fer hæfttulegit estailbæli Þesisu verð ég auðvitað að leyna, því að annars keypti ekki nokkur mann- eskja blóm eða grænmeti frá mér. Annað væri það náttúrlega, ef þér , treystuð yður til þess að ginna Soffíu frænku þangað með yður — ef þér viljið hætta á það. Þá gerðuð þér mér greiða, sem sann- arlega. . ..' — Guð komi til! braut út úr lávarðmum, sem nú komst í upp- nám. Þér ætlið mér þó ekki hlut- deild í mannsmorði? — Engin stóryrði! Að hjálpa náttúrunni — það er ekki annað 258 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.