Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 22
slíðrin orðið gölluð að gerð. Tvær tegundir ómettaðrar fitusýru eru nauðsynlegar til þess, að þetta verði umflúið, og þær verða að koma utan frá. Bregðist það, verða taugaslíðrin ekki nægjanlega traust og veita ekki örugga vernd til langframa. Veirur geta síðar þrengt sér inn í taugafrumurnar og orðið upphaf að heila- og mænu siggi. Þetta er kenning dönsku lækn- anna. Telja þeir sig geta rennt und ir hana allstyrkum stoðum. í til- raunastofu þeirra hafa rottur feng ið mismunandi tegundir fitu allt frá fæðingu. Fái þær einvörðungu fæðu án ómettaðrar fitusýru, koma sjúkdómseinkenni fram við bólu- setningu. Á hinn bógánn getur of mikið af ómettuðum fitusýrum valdið vansköpun líffæra. Raunar segja þessir dönsku vísí indamenn, að það gegni furðu, hve heilsugóðir menn séu — einnig hinir matglöðu Danir. Þetta kem- ur fram, ef samanburður er gerð- ur á matvenjum manna og dýra. Ef rotta fær fæðu, sem meira er í af fitu en 10—15%, verður það hennar bani Mannaparnir, ná- frændur okkar og eins konar háM- bræður, eru jurtaætur og þola ekki, að meira sé af fitu í mat þeirra en 5%. En þegar við hám- um í okkur brauð með miklu smjöri og áleggi, getur feitin ver- ið allt að 60%. Það er lifrin, sem kemur í veg fyrir, að þetta verði okkar bani. Þó að dönsku læknunum tak- ist að sanna til hlítar, hvað veld- ur heila- og mænusiggi, gera þeir sér litlar vonir um, að sjúkdómn- um verði útrýmt. Þeir skirskota til þess, að almenningur hefur ná- lega látið það sem vind um eyrun þjóta, þótt enginn efi geti lengur leikið á því, að sígarettureyking- ar valda krappameinj í lungum og mörgum Öðrum heilsubresti. Fá- ir reykingamenn hafa fórnað sígar- ettu í von un lengra líf og kvala- minna banamein, og unglingar berja höfðinu við steininn og leggja ótrauðir út á sömu braut. Þess er ekki heldur að vænta, að matvælaframleiðendur breyti til í skyndi, hvað sem sannast, fremur en eigendur sísarettuverksmiðj- anna, sem halda áfram að láta mannslífin ganga í gróða sinn. Tilraun, sem gerð var í herbúð- um, gefur bendingu um afstöðu almennings. Hermennirnir voru sviptir feitmeti og sykri að mestu leyti, en fengu gnægð af mögru kjöti, brauði, grænmeti og graut- um. Þeir gerðu hungurverkfall, sveltu sig dögum saman og létu sig dreyma um matvistina góðu heima hjá mömmu. Vísindamennirnir halda því þó ekki fram, að rangt mataræði sé alltaf og ætíð eina orsökin til þess, að menn fá heila- og mænusigg. Og mjög oft kemur það ekki veru- lega að sök. Ef þessu væri öðru- vísi farið, værum við öil dauð, segja þeir. Miklu fleiri hafa áreið- anlega einhvern vott heila- og mænusiggs heldur en um það vita. Svimaköst og tímabundnar sjón- truflanir, sem við gefum ekki mik- inn gaum, geta verið af þessum toga. En þetta hverfur og orsök- in getur verið sú, að líkaminn hef- ur unnið sigur á meininu. Heila- og mænusigg er ekki arf- gengt — ekki beinlínis. Börnin þurfa ekki endilega að fá sjúkdóm inn, þótt foreldrarnir hafi haft hann. Samt virðist hann leggjast talsvert í ættir. Þar kunna að fara saman arfgengir gallar á tauga- slíðrum og rangar matvenjur, sem ein kynslóð iðkar af annarri. Sú kenning hefur líka skotið upp koll inum, að veirur, sem ætíð séu í líkamanum, eigi þátt í sjúkdómn- um og nái sér á strik, þegar erfða- gallar, mikil matgleði og varhuga- verð fæða leggjast á eitt. Nýjustu rannsóknir hafa leitt í Ijós, að hinna fyrstu sjúkdómsein- kenna verður stundum vart ótrú- lega snemma. Fyrsta viðvörunin getur komið fram hjá fjórtán ára unglingum, þótt um sjúkdóm sé ekki að ræða fyrr en eftir tvítugt. Þetta styður þá kenningu, að frum orsakanna sé að leita mjög snemma á ævi, en sjúkdómurinn sé lengi að grafa um sig. Nú er rækileg rannsókn hafin í ísrael. Þar ægir saman fólki frá ótal löndum, og þar hefur sann- azt, að fólk, sem ólst upp við fá- tækt í Persíu, Jemen og Marokkó, er laust við þennan sjúkdóm, þótt hann segi til sín meðal þeirra, sem komnir eru úr hinum efnaðri lönd Lausn 10. krossgátu um í Norðurálfu og Vesturheimi. Rannsókn, sem hafin er á börn- um innflytjenda, virðist benda tU þess, að þau séu ekki haldin sjúk- dómnum í neinum mæli. Þetta þykir Dönum styðja sitt mál. GÖFUG BRÁÐ Framhald af bls. 259 til sundurþykkis. Brygðist honum sú von, yrði hann very sorry in- deed. Yours truily etc. — Þetta var duJarfuIIt. Ég þóttist vita, að hann hefði ekki verið alis kostar gáður, þegar hann skrifaði ávísunina, og þá vofði sú hætta yf- ir, að honum snerist hugur. Hann gat kippt að sér hendinni. Jafn- skjótt og bankar voru opnaðir, flýtti ég mér því á vettvang með ávísunina. Hún var greidd orða- laust. Á heimleiðinni mætti ég dyra- verðinum í baðstoifnuninni. Hann sagði mér þær fréttir, að ungfrú Rósinfjoll hefði farið um nóttina, samtímis lávarðinum. Svo var það einn góðan veður- dag, að ég las það í Daily Mail, að James Edward Ainslie, sjöundi jarlinn af Wateregg, og greifafrú- in Rósinfjoll frá Sviþjóð, hefðu verið gefin saman í hijónaband í Lundúnum. Mörg ár eru liðin síðan þetta gerðist. Stundum set ég mér óater egg lávarð fyrir hugskotssjónir, þar sem hann berst við að reikna, hve sex hundruð króna árstillag úr gullkistum sænskra aðalsmanna eru mörg pund, shillingar og pens. En aldrei hefur hann látið swo lítið að hripa mér Mnu. P.MJ.. þýddi. V fö > T T £ / K £ / K L •a S / /V N / V [s N / Þ N A T R K fí K r K R T> fí K fí N N X T K fí u / K 'fí N / K fí K fi K c K K fí r b X / L y l L u 'fí 73 /t r A 5 l £ T K fí N fí fí * fí L s / Þ i c K N u / N Þ L A N P o F u K u AJ N fí U M K / F U 7? £> fí R 5 A F c L fí X i * b 0 K K fí X 3 t> K t f s fí K fí s, r M / Þ\ V L J 'o fí R i n fí fí V 0 J w T fí N S N ú R A s o r T /t U V / K t> u K T T f\ K n L £ £ U K 5 ’o L í r K A JF_ a i M fí V K * 262 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.