Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 20
Héian og þaðan
Þrár til dauðans.
Ragnheiður, dóttir séra Friðriks
Þórarinssonar á Breiðabólstað í
Vesturhópi, giftist Davíð Daviðs-
syni frá Spákonufeíli. Þau bjuggu
á Hvarfi, og var Dwíð hreppstjóri
í Víðidal, en átti hreðusamt heima
fyrir.
Það var um naust. að Davíð lagð-
ist sjúkur. Hrakaði honum ört. Nú
bar svö við, að Ragnheiður sauð
slátur í eldhúsi. Gekk hún til bað-
stofu, er soðið var. 02 fékk hverj-
um heimilismanna kepp. Seinast
, kallaði hún til manns sins:
„Viltu slátur. Davíð"
Hann svaraði ekki, en einhver
hafði orð á, að hann myndi svo
veikur, að nann hefð' ekki lyst á
nýju slátri.
„Og það er þrái með". svaraði
Ragnheiður.
Þegar að var gjett, var Davið
dauður.
^_ Hrotur Jónatans.
Sonur þeirra Rignheiðar og
Davíðs var Jónafcan bóndi á Marð
arnúpi. Til hans fór Ragnheiður á
efri árum. Svo einkennilega vildi
til, að svipað atvik gerðist, er hann
lézt.
Hesfcur hafði farizt úr miltis-
bruna, og varð Jóaatan tll þess að
birkja hann. Var hann með skeinu
á hendi og fárveiktist þegar. Hann
átti erfitt um andardrátt og fékk
hryglu mikla, er dró að endalok-
unum. Ragnheiður heyrði þetta,
en áttaði sig etoki á því, hvað á
seyði var.
„Mikið er það, hvað Jónatan get-
ur sofið", sagði hftu. „Alltaf hrýt-
uir hann".
Öllu má ofgera.
í þingveizlu sumarið 1853 varð
þeim Jóni Sigurðssyni og Pétri
Havsteen, amtmanni á Möðruvöll-
um, sundurorða út af því, að amt-
maður hafði meinað Jósef lækni
Skaftasyni á Hnaasum þingsetu
með ísjárverðri beitingu embættis
valds-síns. Ruddist amtmaður að
Jóni, er talað hafð' til hans þung-
um orðum, og nugðist berja hann.
Hlupu þingmenn til, og náði Pét-
ur biskup Pétursson, sem var efld
ur að kröftum til nafna sins, þreif
utan um hann miðjan og hélt hon-
um þannig. Urðu stimpingar all-
miklar, .því að biskupsfaðmurinn
nægði ekki til þess að sefa geð
ofsa amtmanns, og dasaðist biskup,
þegar til lengdar lét. Kallaði þá til
þeirra, er nópazt höfðu að þeim:
„Takið þið við honum, piltar. Ég
mæðist".
PússunartoHarnÍr.
Séra Þorvaldur Böðvarsson va,t
prestur í Saurbæ á Hvalfjarðá|-
strönd um tuttugu ára skeið á síð>
ari helmingi nítjándu aldar. Á
fyrsta ári sínu í þessu prestatoallj
gaf hann saman í hjónaband ólaf
Olafsson og Margréti Erlingsdótt
ur á Eyri og Guðmund Guðmunds-
son og Sigríði Jónsdóttur á Þóru-
stöðum.
- Nokkuð var á reiki, hversu mik
ið menn guldu í pússunartoll, er
svo var kallaður, og kom þar bæði
til rausn manna og hollusta við
prestinn. Var séra Þorvaldur að
því spurður, hve margar kringlótt-
ar ætti eiginlega að borga. Prest-
ur svaraði:
„Þær eiga að vera fjórar, en
flestir hafa þær sex — Ólafur
minn á Eyri ruddi í mig átta, en
Guðmundur á Þórustöðum boraði
i mig þremur"
Mæðinn og fótfúinn.
Jón peli var vinnumaður séra
Páls í Hörgsdal og tíðum lestamað-
ur hans. Einhverju sinni, er hann
var að koma úr Bakkaferð, áði
hann undir Höfðabrekkufjalli á
öðrum stað en Mígnús sýslumað-
ur Stephensen, er þá bjó á Höfða-
brekku, vildi leyfa ferðamönnum.
Ætlaði hann að reka Jón pela úr
áningarstað sínum, en hann brást
reiður, þreif klyfbera, otaði fram
klökkunum og hugðíst renna á
sýslumann. Um leið hrópaði hann
þrumuröddu:
„Bíddu mín, helvítan þín. Ég er
orðinn ónýtur að hiaupa".
160
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ