Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 10
séð miús við glœtu, er samsvarar kerrtaljósi, í átta hundruð metra fgarlægð, ef hana ber við eitthvað ' ljóst. En hve skörp er sjón manna? Augun hafa tvímælalaust náð rmestri fullkomnun allra skilningar vita okkar. Samt myndi vefjast fyr- ir okkur að koma auga á mús í átta hundruð metra fjarlægð við góða birtu, og þó að fráneygasti manni væri fenginn sjónauki, dygði ekki minna en fjögur hundr- uð og fimmtíu kertaljós Toguðu í einum kransi til þess að hann gæti séð hana. Það má því kannski segja, þó að það sé ekki beinlínis mákvæmt, að sjón uglunnar sé fjögur hundruð og fimmtíu sinn- um skarpari en manns. Henni verður því náttmyrkrið ekki til meins trafala: Henni er leikur einn aið ftjúga um dimman skóg á nóv- embernóttu, þótt himinn sé alskýj- aður og hveTgi glóri í tungl'. Uglur halda oftast kyrru fyrir á daginn. Þá er ekki veiðilegt, og þá er hvíldartími þeirra. Séu þær ónéðaðar, lygna þær stundum hálf- luktum augum á móti birtunni. Sú er trú margra, að það stafi af því, að þær fái ofbirtu í augun. Orsök- in mun þó vera allt önnur. Uglan vill leynast, og augu hennar eru stór, þegar hún opnar þau til fulls. Þess vegna lætur hún aðeins rifa í þau. En hún sér ágætlega, þótt dag- ur sé á lofti Auðvitað verður uglu, sem er snögglega vakin af værum blundi, bjart fyrir augum fyrst í stað, en það yrði mörgum fleiri og okkur sjálfum líka. En augu hennar eru flrjótari að fella sig að breyttri birtu en augu manns. Satt er það og rétt, að ugla kýs sér svefnstað, þar sem skugga ber á. En þar kemur enn til, að hún vill dyljast. En þó a'ð sól taki að sMna að áliðnum degi á svefnstetð uglu, er skugga bar á að morgni, nennir hún ekki að færa sig um set. Sé komið undir kvöld og nóg sotfið, opnar hún kannski augun og horfir beint í sólina, enda þótt mað ur vildi ekki leika slíkt eftir án hlífðargleraugna. Þetta gerir hún þó ekki af því, að hún sé að virða fyrir sér þennan undarlega bnött, sem stafar geislum yfir jörðina. Aft ur á móti geta verið á flugi þeir ránfuglarr, sem skynsamlegt er að fylgjast með, einkum ef ugían er móðir, sem á unga einhverrs sta'ð- ar í niámrunda við sig. Og líkt o-g allir ránf uglarr, hvort þeir f aira að veiðum á nótt eða degi, er uglian undarlega skyggn á aTlt, sem hrær- ist í krring um hana, jafoivel þótt í fjarska sé. Þegar snæugla flýgur yfir hjarn- ið, kemur hún á svipstundu auga á hverja einustu örðu, og það fer ekki fram hjá henni, ef mús sting- ur upp haus úr holu — jafnvel þótt ekki bryddi nema á blátrýnið. Hún greinir undir eins hvern ein- stakan hlut, nálega jafnlangt og augað eygir, þó að maður þurfi Iangan tíma til þess að átta sig á öllu, er fyrir auga hans ber. Raun- ar þarf ekki neinar vísindalegar athuganir til þess að sanna það, að ugla hlýtur að sjá vel við dagsljós. Hvernig ætti snæugla annairs að bjarga sér langt norður í heim- skautslöndum, þar sem sól er á lofti og albjart á nótt sem degi langan tíma árrs? Aftur á móti er til ein ugluteg- und, er ekki hefur jafnlrjósnæm augu og frændlið hennar. Þetta er dvergugla. Hún sér að líkindum engu betur í myrkri en til dæmis menn. Hún situr líka kyrr um næt ur og sefur af sér myrkrið, rétt eins og aðrir smáfuglar, að minnsta kosti að vetrinum. En hún er á ferð og flugi kvöTdf og morgna í Ijósaskiptunum og fer mjög hljóð- lega. Talið er, að hún sé fengsælust á mwx-asm, þegar smáfuglarnir eru að rumska og byrja að hag- ræða á sér fiðrinu eftir nætur- svefninn. Af því, sem þegar hefur verið sagt, má ljóst vera, að gerð uglu- augans er einstök. En eftir er að cegja frá því, að ekki jafnast það á við mannsaugað að einu leyti. Finifiæ-föerskymtS er ekki jafnör- uggt. Rúmsjón mannsins er full- komin, og þar kánrar meðal ann- ars til. hve b>eitt bii er á milli augnanna, ses eða sjö fc&ntimetrar. Augun fá því ekki bæði sömu myndina af umhverfinu. Þetta full- komnar svo hæfileik mannsins til þess að sams?jma eða skeyta þess- ar tvær myndir saman, En oflangt mál yrði að lýsa því, hvernig hon- um err varið. Enda þótt bæðj augu uglu horfi fram og bilið á milli þeirra sé venju firemur breitt eins og á mönnum, brestur nokkuð á: Hún getur ekki gert eina mynd úr tveim eins og við. Nú væxi ugla illa farin, ef henni væri með öllu varnað þess að á- kvarða fjarrlægðir. Hvernig leysirr hún vandann? Hún snýr höfðinu hratt frá einmi hlíð til annarrar. Augu hennar nema hverja mynd- ina af annarri, unz hún hefur glöggvað sig. Ugluhöfuðið er eins og nokkurs konar Tjósniyndavél. Augun eru filman, og einhvers staðar bak viðþau er myndunum raðað saman. Árangurinn verður svipaður og hjá okkur mönnum. Munurinn er sá einn, að við losn- uðum við að líta í sífellu til hlið- anna. Uglan þarf mjög á því að halda ákvarða fjarlægðir á veiðifeirðum sínum. Það er henrnar gæfa, að hálsliðirnir eru þannig úr garði gerðir, a'ð henni er auðvel't að snúa höfðinu á alla vegu. Höfuðið snýst fyrirhafnarrlítið, og henni er leikur einn að horfa niður eftir bakinu á sjálfri sér. Þetta er uglunni enn meira happ sökum þess, að augun eru óhreyfanleg í augnatóftunum. Hún getur ekki rennt þeim frram og aftur eða gotið þeim út undan sér eins og við. Líklega eru það þessar sífelldu höfuðhreyfingar ugTunnar, er valda því, að hún er víða talinn mikill vizkufugT. Frægustu bóka- forT'ög hafa ugluna í merki sínu til þess að minna á allan vísdóminn, sem býr í bókum þeirra, og bóka- stoðir eru skreyttar uglumyndum. Þa'ð er Tíka eitthvað gáfuTegt við ugluna. Þó ©r hæpið, að hún sé greindari en til dæmis þeir rán- fuglar, sem fara að veiðum á dag- inn, og ekki er heilabú hennar neitt sérlega stórt í hlutfalli við kroppinn. En nú kann einhver að spyrja, hvernig heyrn uglu sé. Og því er fijótsviarað: Heyrnin er næm. Hún heyrir músatást langar leiðir, og heyrnin getur verið sumum uglu- teguindum næg leiðbeining til þess að hremma bráð. Ti'lraunir sýna, að bandarískar turnuglur klófesta mýs eða músairlíki, sem þær sjá ekki, án þess að skeika. Örlitið skrjáf nægir. Sams komar tilraun- ir hefmr ungur dýrafræðingur, Jarn LindbTad, gert og komizt a'ð svip- aðri niðurstöðu. En það eru svo- rwí'f-ndaT peTluugluir, sem hann not- aði við tilrraunk sínar. Raunar hafði sænskur fuglafræðingw, Er- ik Rosenberg, þegar látið uppi þá skoðun skömmu eftk 1930, að ugl- ur gætu veitt eftir heyrn úti á víðavangi. Það vakti hann tiT um- hugsunar um þetta, að hann sá hornuglu steypa sér niður í mjall- 250 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.