Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 19
4>/
en hjálpa sjálfum sér, sagði ég af
heimspekilegri ró.
— Það er þó fjandann ekki ég,
sem erfi hana, svaraði hann í gróf-
yrtara lagi.
Hann vildi senda einhvern und-
ir eins í blómabúð Lbænum. En
ég lagði mig fram um að slétta
yfir það, sem okkur hafði farið á
milli, og bar fram þá uppástungu,
að hann sparaði sér óþörf útgjöld.
— Farið niður í setusalinn stóra,
sagði ég. Þar er nóg af blómum
í kerjum. Takið eins mikið og
þér viljið t f,all>egan blómvönd
handa Soffíu frænku. Þannig get-
jur hann Hka borifð meiri svip af
yður sjáMum.
Hanm fél'lst fúslega á þetta
Hann var í óðaönn að velja sér
blóm, er sjálf húsmóðirin, eig-
andi stofnunarinnar, kom óvænt
inn í salinn. Hún rak upp ógurleg
óp og fórnaði höndum, skelfingu
lostin. Svo benti hún á' blómin,
sem hann háfði safnað í greip sína,
og hristi höfuðið heiftarlega. Það
voru hvít blóm, sem hann hafði val-
ið, en nú fleygði hann þeim á gólf-
ið og byrjaði að velja sér rauð f
staðinn. Ég veit ekki, hvort ung-
frú Rósinfjoll fókk nokkurn tíma
blómvöndinn.
Næstu daga var það hvað eftir
annað, að ég sá ekki lávarðinn
tímunum saman og stundum sagð-
ist hann vera lasinn og verða að
halda kyrru fyrir í herbergjum
sínum. Ég var því feginn að vera
laus við hann öðru hvoru, því að
ég var satt að segja orðiinn leiður á
þvi að fara með hlutverk aðals-
manns og gósseiganda.
Hann hafði kveíSið upp úr með
það, atí hanm færi alfarinn brott
mánudaginn 22. október, og þeg-
ar á laugardag leitaði hann ráða
hjá mér um drykkjupeningana.
Ég reiknaði dæmi mitt í snatri í
huganum, og mér taldist svo til,
að fimm hundruð krónur myndu
nægja upp í dvalarkostnað okkar
beggja. En ég var ekki búinn að
gleyma svívirðilegu veíJmálinu,
sem hann lét mig tapa í Water-
egg^höll, svo að ég stakk upp á
því, að hann fengi yfirþjóninum
fimmtíu pund til útbýtingar.
— Og þér haldið, að það nægi?
spurði hann. Handa öllu þjónustu-
liðinu?
— Það er kannski í minnsta
lagi, sagði ég. En þér verðið að
muna, að hér eryalltaf eitthvað af
fátækum ættingjum minum og
kunningjum, og fyrir þann lýð
verð ég sjálfur að borga drykkju-
peningana. Og þjónarnir bera það
saman, hvað hver lætur af hendi
rafcna, eirís og þér vitið.
Þetta skildj hann mætavel. Hann
vildi ekki gera mér neinn óleik og
féHst þess vegna á uppástungu
mína.
Hann hélt á brott á mánudags-
nóttina — án þess að kveðja mig.
Eftir lá bréf, nokkrar línur, sem
hann hafði hripað í flýti, og ávís-
un upp á sjö hundruð sterlings-
pund. Honum hafði óvænt borizt
símskeyti, og hann varð að hraða
sér heim: Með því afsakaði hann
skyndilega brottför sína. Með ávís-
uninni tjáði hann mér, að lukt
væri skuld sú, sem ungfrú Rósin-
fjoH átti að greiða mér, og hefði
hann gerzt svo djarfur að jafna
reikninga okkar að hemni for-
spurðri. Þegar öllu var á botninn
hvolft, var þessi ávísun þó þáttur í
dálitlum grikk, sem hann ætlaði að
gera mér. En hann vissi, að enginn
kunni betur að meta smábreHur
en ég, og þess vegna ætti hann
ekki von á, að þetta vrði okkur
Framhald á bis 262
TlMlNN- SUNNUDAGSBLAÐ
259