Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 11
Tvö á grænni greln — þaS er ihygll í storum, kringlóttum augunum. ardrífu og bremma mús, sem hvergi sá á. Svo djúpt var músin undir snjónum, að hann taldi ó- hugsandi, að uglan hefði getað séð nokkra hræringu Hún hlaut að hafa heyrt til miúsarinnar. Au'ðvitað er ótrúlegt, að ugla geti heyrt til músar niðri i fönn, og enn furðulegra er, ef hún get- ur ákvarðað nákvæmlega, hvar dýrið er, með heyrninni einni. Leyndardómar uglueyrans hljóta að vera miklir og merklegir. Það er í fyrsta lagi um eyru u-gl- unnar að segja, að þau eru ekki eins. Komast má svo að orði, til þess áð gera fóM mál einfalt, að hún nemi hljóð með nokkuð mis- munandi hætti, eftir því hvoru eyr- aniu hún beitir. Á perluugluwni til dæmis er hægra eyrnaopið talsvert hærra og aftar en hið vinstra. Þeg- ar það er lagt saman, er uglan heyrir með báðum eyrum, verður nákvæmnin undramikil. En til þess að ákvarða rétt stefnu r>g fjarlægð verður uglan aS breyfa höfuðið — ekki snúa því eins og þegar hún beitir sjóninni, heldur halla undir fiatt, velta vönguim. Það má næsbum því sjá, að uglan hlustar með eyrunum til skipt- is. Hún situr með upprétt höfuð, leggur undir flatt á báða bóga. Þannig skynjar hún hljóðið í breytilegri stöðu og getur gert sér grein fyrir því, hvar hljóðgjafinn er í umhvertinu. Hornuglan veltir einnig höfðinu á flugi, og heyri hún mús tísta undir snjónum, veit bún undir eins, hvar hennar er að leita og rekur klœrnar niður í fönniina. Þeir, sem rannsaka hafa hætti uglunnar, segja, að henni skeiki sjaldan. Samt sem áður ber við, að músin sleppur. Örfðugt er að skera úr um það, hvort veiðia'ðferðir uglunnar hafa smám saman þroskaS svona og skerpt skilningarvit hennar, eða næm heyrn og hvöss sjón hafa mót að hætti hennar á þann veg, sem þeir e>ru mú. En nær allar tegumdir bafa sama siðinn: Þær setjast við og við, þar sem þær sjá vel í kring um sig — á stein, trjágreim eða stólpa, svo sem tvo e®a þrjá metra frá jörðu. Þar sitja þær grafbyrrair, en feafa þó sýnllega op- in eyru og augu. Mús, sem skrjáf- ar í grasinu, grípa þær eftiir heyrn- inni sinni, en þau kvikindi sem svo eru stór, að þær ráða með herkj- um við þau, ráðast þær ekiki á á8 jafnaði fyrr en þær hafa haft auga á þeim um stund. Nálega alli'r fuglafræ'ðingar eru sammála um þaið, afð heyrnin sé uglutn enn mik- ilvægari vilð veiðar, að minmsta kosti mörgum uglutegundum, enda þótt sjónin sé svo gdð sem raun ber vitni um. Uglur eru merkilegir fuglar. Þjóðtrúin hefur samt ekki verið þeim hliðholl. Væl þeinra átti að baða feigð, og hornuglan bélt fólik, að væri fjandinn sjálfuir alfiðra®' ur. En nú eru uglur firiðaðar að meira e©a mimina leyti í flestum löndum, sem svo er á veg komin, aö menn séu farnir aö láta nátt-í úruvernd til sín taka. T í » I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 25T

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.