Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 17
Fritiof Niísson Piraten: Göfug bráð SAGA AF ENSKUM ADALSMANNI Gestur minn hafði alls staðar vakið eftirtekt, og allir vottuðu honum virðingu. Göfgin, sem hvíl'di yfir bognu nefinu, er fyrir Iiöngu hafði te-kið á sig blárauðan lit, augnaumbúnaðurinn, sem var Mkt og sniðinn fyrir einglyrni tians, limaburðurinn, sem hafði á eér yfirskin kæruleysis, þótt ör- yggi væri í hverri hreyfingu, þrek hans við drykkju og óhagganlegt áhyggjuleysi, hvað sem að höndum bar, iaifnvel sá vani hans að ganga enöggilega burt og láta aðra borga fyrir sig: Allt vitnaði þetta um rniMa ættgöfgi og háa þjóðfélags- stöðu. Honum kom efcki tiT hugar, frekar en Viktoríu heitinni drottn- ingu, að líta um öxl áður en hann settist og hyggja að því, hvort stóll var fyrir atftan hann. Sitjandi drottningarinna-r hafnaði ætíð á stól, og svo var einnig að jafnaði, þegar lávarðurinn átti í hlut — oftast, en þó ekki ævinlega. Einu sinni hlammaöi hann sér með óg- urlegu brauki og braimli á gólfið í matsalnum, og í fallinu dró hann með sér borðdúkinn og talsvert af smádiskum, sem á honum voru. Wateregg gat misst líkamlegt jafn- vægi, en hvorki haggaðist einglyrni hans né upphafin hugarró. Hann brölti á fætur, ekki ólíkur því anatarborði, er gæti borið sig um, og hélt áfram að matast eins og ©kkert hefði í skorizt. Það var sjón að s)á hann háma í sig af sömu ro og endranær, þótt humarkló héngi á annarri öxlinni og salat eæti hér og þar á tvídfötum hans. Hann gat ekki blandað geði við aðra en mig, og þrátt fyrir veiðar, ót og dryKkju, varð ég stundum að bregða mér í lögmannsskrifstof- una. Þá setti ég venjulega undir hann bíl og lét aka með hann um nágrennið. Þes^s var sfkammt að bíða, að bílstjórárnir kepptust um hylli hans. Einn daginn gat ég þó ekki komið í veg fyrir, að hann SÍÐARI HLUTI færi með mér í skrifstofuna. Hann rýndi á spjaldið við hurðina og lét þess getið, að nafnið á því minnti sig á nafn mitt. — Það er lika mitt nafn, sagði ég, sannleikanum samkvæmt, og þetta er lögfræðiskrifstofa. Skrif- stofa yngri bróður míns. Það er gamall siður hér á landi, að yngri bróðir læri lögfræði, og svo látum við hann annast fjárreiður ættar- innar.' Á einhverju verður hann Mka að lifa. — Er það ekki glannalegt að fá honum í hendur peningaraðin? spurði hann. Heima í Englandi ger um við þá að prestum, og því fylg- ir ekki nein áhætta. Ég held, að lávarðinum hafi eitt andartak orðið hugsað um af- drif ódauðlegrar sálar sinnar, því að hann velti vongum og bætti svo við: — Og þó má fjandinn vita, hvort er betra. Wateregg Mvarður gerði mér þann sóma að dveljast hjá mér átta daga eftir að veiðitíminn var úti. Það bar, upp á laugardaginn 13. október. Við morgunverðar- borðið á sunnudaginn sá hann ung frú Ró»siníjoll í fyrsta skipti. Hún gekk í salinn í fylgd með þjón- ustustúlku. Hún var af aðalsætt, roskin pip- arjómfrú með svellandi brjóst, níð- reyrt mitti og hverfulan roða í kinnum, ímyndunarveik og óðfús að giftast. Kunnugt var, að hún fébk ofuiiítið tilag úr- gömlum klaustursjóði og einhverja ábót frá samtökum aðalsmanna. Þó hafði hún lítið fyrir sig að Jeggja, flækt- ist ár eftir ár milli dvalarheimila og mötuneyta og ódýrra hressing- arhæla og settist við og við upp hjá skyldmennum, sem urðu nauð- ug viljug að sk'jóta yfir hana skjóls hési. Hún var í hópi þeirra, sem iðulega höfðust við í Vatnslæfcn- ingastöð Trönuáss. Þetta var sýnilega einn af við- hafnardögum hennar. Við sáum, að þernan gaf henni lyí — íula matskeið úr stórri, brúnni fK)«ik« og aðra úr viðlika stórri glærri flosku. Ég heilsaði ungfrú Rósín- fjoll þvert yfir salinn, og hún end- urgalt mér kveðjuna með daufu brosi. — Hver er þetta? spurði lávarð- urinn. — Uss', hvíslaði ég. Þetta er frænka mín, sem ég erfi. Soffía frænka. — Er hún veik? — Því miður ekki, svaraði ég. ÍMlu heMur svolítið þyrst. Wateregg virtist furða sig dálít- ið á því. — Svona snemma dags? — Það er ekki mínútu oí snemmt, þegar Soffía frænka er annars vegar. Þér sjáið flöskurnar á borðinu hjá henni. Það er viskí í dökku flöskunni, en gin í hinni. Það vekur minni ef tirtekt, ef þetta eru meðöl og dropinn meðtekinn með skeið. Ég reyni ekki að varna þvi, að hún slökkvi þorstann, sið- ur en svo. Ég borga þernunni kaup, og hún hlýðir fyrirmælum mínum. Þér getið treyst því, að hún fær lyfið vel útilátið. En það er seigt í henni. Sfiindum flögrar það að mér að hún verði langlifari en ég, og þá getur það komið fyrir, að ég bragði ekki annað en súr- mjólk og bökuð kornflök dögum saman. — I see, sagði lavarðurinn og brosti við. Hún er rík, hún frænka yðar, getur manni dottið í hug. — Tja — rík og rík ekki. Sum- um finnst hún kannski rík, jafn- vel stórauðug. Sjálfum finnst mér, að hún sé þokkalega sjálfbjarga. Tólf mijljónir króna. Alls ekki minna- — Hvað er það í pundum? — Sjö hundruð þúsund. Eða eitthvað þar um bil. —Sjö hundruð þúsund, endur- tók hann. Ekki neinn auður, það játa ég, en þó rétt lagleg íúlga, ef hún er fengin manni í einu lagi. Nóg til þess að tryggja hag þess, sem nokkuð á fyrir, ef ég má segja svo. Vattækkiströnus for ever. Hann lyfti brennivinsstaupi sínu og við skáluðum. En hann átti bágt með að slíta sig frá umræðu- efninu, og nú spurði hann mig, hivort erfðaskattur væri ósann- gjarn í Svíþjóð. — Hann er hræðiiegur., sagði ég. Ætli ég verði ekki að snara út tveim milljónmn, þegar Sorfíja frænka deyr. Ef mér verður þá aU TÍMINN- SUNNUDAGSBLA0 X 257

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.