Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Qupperneq 17

Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Qupperneq 17
Fritiof Nilsson Piraten: Göfug brúð SAGA AF ENSKUM AÐALSMANNI Gestur minn hafði alls staðar vakið eftirtekt, og al'lir vottuðu honum virðingu. Göfgin, sem hvíl'di yfir bognu nefinu, er fyrir iöngu hafði tekið á sig Márauðan lit, augnaumbúnaðurinn, sem var Mkt og sniðinn fyrir einglyrni lians, limaburðurinn, sem hafði á sér yfirskin kæruleysis, þólt ör- yggi væri í hverri hreyfingu, þrek lians við drykkju og óhagganlegt óhyggjuleysi, hvað sem að höndum bar, jafnvel sá vani hans að ganga snögglega burt og láta aðra borga fyrir sig: Allt vitnaði þetta um mikla ættgöfigi og háa þjóðfélags- stöðu- Honum kom ekki til hugar, frekar en Viktoríu heitinni drottn- ingu, að líta um öxl áður en hann settist og hyggja að því, hvort stóll var fyrir aftan hann. Sitjandi drottningarinnar hafnaði ætíð á stól, og svo var einnig að jafnaði, þegar Mvarðurinn átti í hlut — oftast, en þó ekki ævinlega. Einu sinni hlammaði hann sér með óg- urlegu brauki og bramli á gólfið í matsalnum, og í fallinu dró hann með sér borðdúkinn og talsvert af smádiskum, sem á honum voru. Wateregg gat misst líkamlegt jafn- vægi, en hvorki haggaðist einglyrni hans né upphafin hugarró. Hann þrölti á fætur, ekki ólíkur því matarborði, er gæti borið sig um, og hélt áfram að matast eins og ekkert hefði í skorizt. Það var sjón að sjá hann háma í sig af sömu ró og endranær, þótt humarkló héngi á annarri öxlinni og salat sæti hér og þar á tvídfötum hans. Hann gat ekki blandað geði við aðra en mig, og þrátt fyrir veiðar, ót og drykkju, varð ég stundum að bregða mér í lögmannsskrifstof- una. Þá setti ég venjulega undir hann bíl og lét aka með hann um náigrennið. Þess var skammt að bíða, að bílstjórármr kepptust um hylli hans. Einn daginn gat ég þó ekki komið í veg fyrir, að hann SÍÐARI HLUTI færi með mér í skrifstofuna, Hann rýndi á spjaldið við hurðina og lét þess getið, að nafnið á því minnti sig á nafn mitt. — Það er líka mitt nafn, sagði ég, sannleikanum samkvæmt, og þetta er lögfræðiskrifstofa. Skrif- stofa yngri bróður míns. Það er gamall siður hér á landi, að yngri bróðir læri lögfræði, og svo látum við hann annast fjárreiður ættar- innar. Á einhverju verður hann Mka að liifa. — Er það ekki glannalegt að fá honum í hendur peningaráðin? spurði hann. Heima í Englandi ger um við þá að prestum, og þvi fylg- ir ekki nein áhætta. Ég held, að lávarðinum hafi eitt andartak orðið hugsað um af- drif ódauðlegrar sálar sinnar, því að hann velti vÖngum og bætti svo við: — Og þó má fjandinn vita, hvort er betra. Wateregg lávarður gerði mér þann sóma að dveljast hjá mér átta daga eftir að veiðitíminn var úti. Það bar upp á laugardaginn 13. október. Við morgunverðar- borðið á sunnudaginn sá hann ung frú Rósinfjoll í fyrsta skipti. Hún gekk í salinn í fylgd með þjón- ustustúlku. Hún var af aðalsætt, roskin pip- arjómfrú með sveliandi brjóst, níð- reyrt rnitti og hverfulan roða í kinnum, ímyndunarveik og óðfús að giftast. Kunnugt var, að hún fékk ofurlítið tillag úr gömlurn klaustursjóði og einhverja ábót frá samtökum aðalsmanna. Þó haifði hún lítið fyrir sig að leggja, flækt- ist ár eftir ár rnilli dvalarheimila og mötuneyta og ódýrra hressing- arhæla og settist við og við upp hjá skyldmennum, sem urðu nauð- ug viljug að skjóta yfir hana skjóls húsi. Hún var í hópi þeirra, sem iðulega höfðust við i Vatnslækn- ingastöð Trönuáss. Þetta var sýnilega einn af við- hafnardögum hennar. Við sáum, að þernan gaf henni lyf — fula \ matskeið úr stórri, brúani fKIiskiu og aðra úr viðlíka stórri glærri flösku. Ég treilsaði ungfrú Rósfn- fjoll þvert yfir salinn, og hún end- urgalt mér kveðjuna með daufu brosi. — Hver er þetta? spurði lávarð- urinn. — Uss‘, hvíslaði ég. Þetta er frænka mín, sem ég erfi. Soffía frænka. — Er hún veik? — Því miður ekki, svaraði ég. í>Hu heldur svolítið þyrst. Wateregg virtist furða sig dálit- ið á þvi. — Svona snemma dags? — Það er ekki mínútu of snemmt, þegar Soffía frænka er annars vegar. Þér sjáið flöskurnar á borðinu hjá henni. Það er viskí í dökku flöskunni, en gin í hinni. Það vekur minni eftirtekt, ef þetta eru meðöl og dropinn meðtekinn með skeið. Ég reyni ekki að varna því, að hún slökkvi þorstann, síð- ur en svo. Ég borga þernunni kaup, og hún hlýðir fyrirmælum mínum. Þér getið treyst því, að hún fær lyfið vel útilátið. En það er seigt í henni. Sfundum flögrar það að mér að hún verði langlííari en ég, og þá getur það komið fyrir, að ég bragði ekki annað en súr- mjólk og bökuð kornflök dögum saman. — I see, sagði lávarðurinn og brosti við. Hún er rík, hún frænka yðar, getur manni dottið í hug. — Tja — rík og rík ekki. Sum- um finnst hún kannski rík, jafn- vel stórauðug. Sjáifum finnst mér, að hún sé þokkalega sjálfbjarga. Tólf mijljónir króna. Alls ekki minna. — Hvað er það í pundum? — Sjö hundruð þúsund. Eða eitthvað þar um bil. —Sjö hundruð þúsund, endur- tók hann. Ekki neinn auður, það játa ég, en þó rétt lagleg fúlga, ef hún er fengin manni í einu lagi. Nóg til þess að tryggja hag þess, sem nokkuð á fyrir, ef ég má segja svo. Vattækkiströnus for ever. Ilann lyfti brennivínsstaupi sínu og við skálúðum. En hann átti bágt með að slíta sig frá umræðu- efninu, og nú spurði hann mig, hvort erfðaskattur væri ósann- gjarn í Svíþjóð. — Ilann er hræðilegur, sagði ég. Ætli ég verði ekki að snara út tveim milljónum, þegar Soffía fræiíka deyr. Ef mér verður þá a'ð TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 257

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.