Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Blaðsíða 13
Oddný Guðmundsdóttir við störf f skrifstofu, þar sem hiin vann fyrir nokkrum árum að miklu áhugamáli sínu að loknum farkennslustörfum að vetri. vor. Og nú er spáð rafmagni í Bitru lika. Annars er langt siðan þar kom ljósavél á hvern bæ. — Er ekkierfitt, að fá menntaða kennara á svona staði? — Þú orðar þetta ekki rétt. Þú átt að segja ,,hæfir” kenn- arar. Og hæfir kennarar eru þeir, sem náð hafa einhvers konar prófi úr Kennaraskóla tslands. Hinir, sem ekki hafa verið þar innan dyra, kallast ,,óhæfir”, og þar sem þeir kenna, er kallað „neyðarástand”. Kennaraskólinn er nú orðinn háskóli, og þvi verður vott- orðaframleiðslan ekki eins ör á næstunni. Hins vegar hlýtur skólinn að standa betur að vigi næst, þegar hann hættir sér út i spurningakeppni við sjómenn, sem frægter orðið. — Hvað segir þú um nýja reikninginn — mengið? — Ég reyni ekki að kenna það. Mér virðist það kerfi eink- um til þess að gera einfalda hluti flókna. Kunningi minn, sem er frábær reikningsmaður, hefur undanfarin tvö sumur verið mánuð i Reykjavik til að læra að kenna krökkunum þetta. Mér skilst, að foreldrar séu hvattir til að læra þessar kúnstir, til þess að geta hjálpað börnunum. Það hlýtur að verða óþægilegt, þegar fólkið i landinu skilur ekki hvað annað, þegar um reikning er að ræða. Nú ættu menntaleiðtogarnir að fara að bæta úr þessum mistökum. Það er mannlegt að yfirsjást, en ómennska að bæta ekki úr yfirsjón sinni. — Lenging skólatfmans er umræðuefni manna núna. — En verður vonandi aldrei framar. Ég get ómögulega kallað það sérstök mannréttindi ef börnin eiga að sitja inni hálfan daginn, meðan sýslað er við lambfé, gengin varplönd og hlynnt að g .óðri jarðarinnar. Einhverjir gátu þess í um- ræðum í vetur að gott væri ef sveitabörnin fengju að njóta sin heima um sauðburðinn, en til mála kæmi þá að hafa þau i skóla um mitt sumarið. Ég segi eins og maðurinn, sem spurður var álits um ör- nafnakenninguna hans Þórhalls: „Þaðer ekki hægtað tala um þetta”. Sunnudagsblað Timans 517

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.