Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Page 21
EmDEiaoiiDDaDaaaaacKiaaEiODaaaaaoaaaaiiiDaaDaDaDBaaaoDaaaaaaaaaDaDoaoaaDcicmDaaDaaa g m- _ ■ || 1rURDUE s . . . . . ei Hver er algengasti fugl Norður-Ameriku? Hefði þessi spurning verið borin upp um 1800, hefði svarið legið á lausu. Það hefði verið fardúfan. Arið 1832 áætluðu menn að hafa séð 2,2 milljarða fugla i ein- um hóp i Kentucky. Nú hefur fardúfunni verið út- rýmt. Ameriski fuglafræðingurinn Ross King sá árið 1866 mergð fardúfna fljúga frá sumarstöðvum við vötnin miklu suður til vetrarstöðvanna við Mexikó- flóa. Þessi fuglafylking var talin 500 km. löng og breiddin 1600 metrar. Og fuglagerið var þétt. Slíkt hópflug er auðvitað veraldarundur. Fardúfurnar gátu ekki lifað í einsemd, og um varptimann urðu þæraðhalda sig i stórfylkingum. í skógi einum i Wisconsin verptu 136 millj. dúfna saman. Hreiðrin voru ótrúlega þétt saman. Hundruð hreiðra gátu verið i einu tré, og greinarnar brotnuðu oft undan þunganum, þegar ungarnir stækkuðu og urðu feitir og þungir. Milljarðar fardúfnanna átu á ein- um degi eins mikið og allir her- menn i fyrri heimsstyrjöldinni. Því var herjað á fardúfurnar eins og meindýr, og hreiðurtré þeirra brennd. Mim s 1 hverju hreiðri var þó aðeins eitt egg, og hjónin sátu á til skiptis. D Þau leysti hvort annað af hólmi tvisvar á dag af undraverðri stund visi. Þegar fuglaskarinn lyfti sér af hreiðrum í einu, var sem þrumu- _ gnvr færi um skóginn. ^ D DDaDDDDaDaDDDaDDaDaaDDDDDDDaDaaDaQDDDDDDaaDDDaDDaaaDaDDDaDDDDDDDDDaaDDDDDDDl 1 slikri mergð var auðvelt að fella svo sem 200 dúfur i skoti úr sérstök- um haglabyssum. Arið 1878 var kjöt fardúfna, sem þannig var slátrað um 300 tonn og stofninn náði séf aldrei eftir það. Arið 1906 var siðasta fardúfan fönguð i Bandarikjunum, og hún lézt i dýragarði i Cincinnati 1. sept. 1914. Þar með dó dýrategund út. Fuglarnir gátu aðeins lifað i milljónasamféiagi. Sunnudagsblað Timans 525

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.