Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 31 Leikrit um síldar- ævintýrið á Sauðárkróki LEIKFÉLAG Sauðárkróks frum- sýnir gamanleikinn Síldin kemur og síldin fer eftir þær systur Iðunni og Kristínu Steinsdætur í Bifröst á Sauðárkróki kl. 21 í dag, sunnudag. Þröstur Guðbjartsson sér um að leikstýra hópnum. Leikritið gerist í kauptúninu Fagrafirði þar sem segja má að síldin ráði ríkjum. Er hún kom- in? Hvenær fer hún? Hverjir koma með henni? Hverjir koma með hana? Hvað situr eftir þegar hún og hennar fylgifiskar fara? Margir gamlir og góðir slagarar setja svip sinn á sýninguna og undir- strika tímabilið þar sem allar vonir og þrár eru bundnar þessu silfri hafs- ins. Sýnt er í Bifröst á Sauðárkróki. Næstu sýningar verða á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 20.30. 5. sýningin verður laugardaginn 1. maí kl. 17. Söngnemar semja óperu ÓPERUDEILD Nýja söngskólans „Hjartansmál“ sýnir óperuna Hvar er Fígaró? í Tónlistarhúsinu Ými í kvöld, sunnudagskvöld, mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 20. Fígaró hefur orðið nokkrum tón- skáldum uppspretta í óperur og er þessi uppsetning sambland af þrem- ur þeirra, þ.e. Rakaranum frá Sevillla eftir Giovanni Paisiello (1782), Rakaranum frá Sevilla eftir Gioacchino Rossini (1816) og síðast en ekki síst Brúðkaupi Fígarós eftir W.A. Mozart (1785). Sagan í þessum þremur óperum er eftir Beaumarchais og fengu nem- endur það hlutverk að semja handrit byggt á þessari sögu. Stjórnandi og leikstjóri er Guð- björn Guðbjörnsson. Píanóleikari er Julian Hewlett. ♦♦♦ ♦♦♦ Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helga- son er komin út í kilju. Fremsti rithöfundur Íslands vaknar í brekku í afskekktum dal við það að lítill strákur potar í hann. Ekki minnk- ar undrun hans þegar þungstígur bóndi tekur hann í fangið og ber hann heim í sitt frum- stæða kot þar sem margt er kunnuglegt. Er hann staddur í eigin höfundarverki? Höfundur Íslands kom út árið 2001 og hlaut íslensku bókmenntaverðlaun- in í ársbyrjun 2002. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 511 síður og prentuð í Danmörku. Kápa: Jón Sæmundur Auðarson í sam- starfi við höfundinn. Verð: 1.799 kr. Kilja ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 44 31 04 /2 00 4 www.urvalutsyn.is *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 Allt ver› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2000 kr. á mann. Paradís Eyjahafsins Sættu flig a›eins vi› fla› sem er betra! Trygg›u flér bestu kjörin og bóka›u strax á netinu! á mann m.v. tvo fullor›na og 2 börn, 2ja til 11 ára, í íbú› me› 1 svefnherbergi á Helios. 58.733 kr.* Ver›dæmi í 1 viku á Helios 5. júlí Reikna›u fer›akostna›inn og bóka›u á www.urvalutsyn.is á mann m.v. tvo fullor›na í stúdíói. 70.422 kr.* Ver›dæmi í 1 viku á Cretan Dream 12. júlí Strendurnar á Krít eru margver›launa›ar fyrir hreinleika og draumblár sjórinn er einstaklega tær. Mannlífi› er heillandi og ósviki› í litlum bygg›akjörnum me› fram strandlengjunni. fiú n‡tur lífsins á veitingastö›um vi› sjávarsí›una flar sem í bo›i er n‡veiddur fiskur, ferskt grænmeti, ljúffengt kjöt og heimalaga› vín. fiarf a› segja meira . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.