Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 31

Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 31 Leikrit um síldar- ævintýrið á Sauðárkróki LEIKFÉLAG Sauðárkróks frum- sýnir gamanleikinn Síldin kemur og síldin fer eftir þær systur Iðunni og Kristínu Steinsdætur í Bifröst á Sauðárkróki kl. 21 í dag, sunnudag. Þröstur Guðbjartsson sér um að leikstýra hópnum. Leikritið gerist í kauptúninu Fagrafirði þar sem segja má að síldin ráði ríkjum. Er hún kom- in? Hvenær fer hún? Hverjir koma með henni? Hverjir koma með hana? Hvað situr eftir þegar hún og hennar fylgifiskar fara? Margir gamlir og góðir slagarar setja svip sinn á sýninguna og undir- strika tímabilið þar sem allar vonir og þrár eru bundnar þessu silfri hafs- ins. Sýnt er í Bifröst á Sauðárkróki. Næstu sýningar verða á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 20.30. 5. sýningin verður laugardaginn 1. maí kl. 17. Söngnemar semja óperu ÓPERUDEILD Nýja söngskólans „Hjartansmál“ sýnir óperuna Hvar er Fígaró? í Tónlistarhúsinu Ými í kvöld, sunnudagskvöld, mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 20. Fígaró hefur orðið nokkrum tón- skáldum uppspretta í óperur og er þessi uppsetning sambland af þrem- ur þeirra, þ.e. Rakaranum frá Sevillla eftir Giovanni Paisiello (1782), Rakaranum frá Sevilla eftir Gioacchino Rossini (1816) og síðast en ekki síst Brúðkaupi Fígarós eftir W.A. Mozart (1785). Sagan í þessum þremur óperum er eftir Beaumarchais og fengu nem- endur það hlutverk að semja handrit byggt á þessari sögu. Stjórnandi og leikstjóri er Guð- björn Guðbjörnsson. Píanóleikari er Julian Hewlett. ♦♦♦ ♦♦♦ Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helga- son er komin út í kilju. Fremsti rithöfundur Íslands vaknar í brekku í afskekktum dal við það að lítill strákur potar í hann. Ekki minnk- ar undrun hans þegar þungstígur bóndi tekur hann í fangið og ber hann heim í sitt frum- stæða kot þar sem margt er kunnuglegt. Er hann staddur í eigin höfundarverki? Höfundur Íslands kom út árið 2001 og hlaut íslensku bókmenntaverðlaun- in í ársbyrjun 2002. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 511 síður og prentuð í Danmörku. Kápa: Jón Sæmundur Auðarson í sam- starfi við höfundinn. Verð: 1.799 kr. Kilja ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 44 31 04 /2 00 4 www.urvalutsyn.is *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 Allt ver› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2000 kr. á mann. Paradís Eyjahafsins Sættu flig a›eins vi› fla› sem er betra! Trygg›u flér bestu kjörin og bóka›u strax á netinu! á mann m.v. tvo fullor›na og 2 börn, 2ja til 11 ára, í íbú› me› 1 svefnherbergi á Helios. 58.733 kr.* Ver›dæmi í 1 viku á Helios 5. júlí Reikna›u fer›akostna›inn og bóka›u á www.urvalutsyn.is á mann m.v. tvo fullor›na í stúdíói. 70.422 kr.* Ver›dæmi í 1 viku á Cretan Dream 12. júlí Strendurnar á Krít eru margver›launa›ar fyrir hreinleika og draumblár sjórinn er einstaklega tær. Mannlífi› er heillandi og ósviki› í litlum bygg›akjörnum me› fram strandlengjunni. fiú n‡tur lífsins á veitingastö›um vi› sjávarsí›una flar sem í bo›i er n‡veiddur fiskur, ferskt grænmeti, ljúffengt kjöt og heimalaga› vín. fiarf a› segja meira . . .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.