Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Amtsbókasafnið á Akureyri er uppáhalds- skemmtistaður margra bæjarbúa. Nýlega búið að taka í notkun langþráð viðbót- arhúsnæði. Afmælisgjöfina. Á gamla safninu fóru allir úr skónum í forstofunni. Tóku bæk- ur á sokkaleistunum. Það mátti ekki hafa hátt. Og umframt allt ekki borða neitt innan um bækurnar. Núna. Breyttir tímar. Það má allt. Fara inn á skónum. Með kleinu. Spjalla við aðra gesti. Þarf ekkert að hvísla. Eitt hef- ur samt ekki breyst. Starfsfólkið er alveg jafn elskulegt. Lipurt og voða gott. Var líka svoleiðis þegar Jódís var á safninu. Siglaug- ur og Davíð. Skáld frá Fagraskógi. KEA Skammstöfun fyrir Kristur er Ak- ureyringur. Því trúðu börnin í gamla daga. Héldu sum að þessi Kristur væri kall sem kallaðist Kiddi hversdags. Gæti þó hafa verið Tóbaks-Steini sem svolgraði fimm pilsnera í tíu kaffinu hjá Gunna Skjól. Kallinn í jakka- fötunum, á ameríska kagganum, A-tveimur þó líklegri. Einhvern veginn sparilegri. Í það minnsta var KEA eitthvað kristilegt. Tær- asta birtingarformið: Jólatréð við kirkjuna. Í boði KEA. Áratugum saman. Þar til allt í einu að tímarnir breyttust. Og KEA með. Fór svona meira út í byggðafestu. Hætti að splæsa í tré. Ekki lengur á markaði, sögðu þeir. Þurfum ekki að vera sýnileg. Efndu samt til svaka menningarveislu á Glerártorgi á dögunum. Troðfullt hús. Mjög sýnilegt. Samt getur enginn keypt neitt lengur af KEA. Og nú trúir því ekki nokkur maður að Kristur sé Akureyringur. Hann er Aðkomu- maður. Yfirleitt góðir menn, aðkomumenn. Þó þeir hafi sumir komið við sögu lögreglu í eina tíð. Eins og löngum mátti lesa í Degi Erlings Davíðssonar. Kannski var reiðhjóli stolið af mætum íbúa bæjarins. Aðkomu- menn lágu ævinlega undir grun. Leiðinlegt hvað Akureyringurinn Sverrir Leósson hefur mikið horn í síðu Jakobs Björnssonar, aðkomumanns. Kennir Kobba einum um að sveitungar hans úr Aðkomu- mannahreppi hafi sölsað fjöreggið, ÚA undir sig. Nú á bærinn enga útgerð og enga fisk- vinnslu. Skuldinni skellt á aðkomumenn. Skemmtilegt hvað Jón Arnþórsson er dug- legur maður. Búinn að safna aleinn og nán- ast óstuddur vélum og tækjum frá gamla verksmiðjubænum Akureyri. Frá því áður en tímarnir breyttust. Þegar nærsveitung- arnir gerðust aðkomumenn á Akureyri og fóru að búa til Iðunnarskó, Gefjunarúlpur, Flórudjús. Ætlar að opna Iðnaðarsafnið sitt 1. maí í nýju húsnæði. Vonandi að Akureyr- ingar og aðkomumenn komi og skoði. Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR MARGRÉTI ÞÓRU ÞÓRSDÓTTUR BLAÐAMANN Íbúum í Vest-mannaeyjum fjölgarnú um hundruð þús- unda þessa dagana því nú eru lundarnir að koma aft- ur heim að sínu bóli og að setjast upp, segir á vef Vestmannaeyja. Talið er að í Vestmannaeyjum séu um 4 milljónir lunda yfir sumartímann. Um 7 mán- uðir eru liðnir frá því að lundarnir yfirgáfu „byggð- ina“ síðast. Allan þann tíma hefur fuglinn haldið sig á hafi úti. Á Fiska- og náttúrugripasafni Vest- mannaeyja er hægt að fylgjast með lundabyggð- inni í Ystakletti í beinni út- sendingu. Þar er einnig hægt að fræðast um lund- ann og fleiri áhugaverða hluti tengda náttúru Eyjanna. Sestur upp Fyrir skömmu fékk leikskólinn Sólvellir í Grund-arfirði afhent 20 ný endurskinsvesti frá Sjóvá-Almennum. Að sögn leikskólastjóranna Matt- hildar Guðmundsdóttur og Sigríðar Pálsdóttir eru slík vesti kærkomin því þau gömlu voru farin að verða lúin. Vestin er alltaf notuð þegar börnin fara í gönguferð um bæinn með starfsfólki en skær litur þeirra sést vel hvort sem er í björtu eða rökkri þegar bílljós lýsa á þau. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Fengu ný endurskinsvesti Ragnar Ingi Að-alsteinsson ogÞórður Helgason eru með bragfræðikennslu í Kennaraháskólanum, þar sem nemendur skila viku- lega inn vísum. Þar á með- al var limra eftir Elsu Dórótheu Kjartansdóttur um kaupæðið: Áfram ég teygist og tútna með tímanum roðna og þrútna en þrátt fyrir það ég þeysist af stað í pokahlaup „þurfandi“ pútna. Það hefur verið haft á orði í gegnum tíðina að kratar hefðu horn í síðu bændastéttarinnar, enda manna duglegastir að mæla fyrir niðurskurði í landbúnaði. Út af því var ort: Það væri gaman og gott að farga gjörvöllu bændastóðinu; það kostar lítið, en kætir marga – kratar hræra í blóðinu. Af kaupæði Fagridalur |Ekki reyndist auð- velt að mynda fjórlembingana hennar Stangar. Ánni stóð alls ekki á sama um alla athyglina sem lömbin hennar fengu og lömb, eins og lömbum er eðli- legt, voru að reyna að ná sér í mjólkursopa og stóðu því allt í kring um móður sína. En af því kindur hafa aðeins tvo spena og þegar systkinahópurinn er stór verður minni sopi handa hverjum og því nauðsynlegt að vera svolítið frekur til að bjarga sér. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Stöng stendur í ströngu og stangaði ljósmyndarann Lífs- barátta ÚTGEFNUM atvinnuleyfum fjölgaði mik- ið á fyrsta ársfjórðungi í ár samanborið við sama tímabil í fyrra. Þannig voru gefin út 907 atvinnuleyfi á fyrsta fjórðungi árs- ins en 561 á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í skýrslu Vinnumála- stofnunar um at- vinnuástandið. Mest var aukn- ingin á nýjum tíma- bundnum atvinnu- leyfum og á óbundnum atvinnu- leyfum en fjöldi þeirra um það bil fjórfald- aðist i hvoru tilviki fyrir sig. Þannig var fjöldi nýrra tímabundinna leyfa 208 til marsloka í ár en 55 á sama tímabili í fyrra og óbundnum atvinnuleyfum fjölgaði og voru 267 í ár samanborið við 69 á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Atvinnuleyfi vegna nýs vinnustaðar voru einnig nokkru fleiri en á sama tíma í fyrra eða 85 samanborið við 73 fyrstu þrjá mán- uði ársins í fyrra. Framlengdum tíma- bundnum leyfum fækkaði hins vegar nokk- uð milli ára eða úr 319 í fyrra í 289 í ár Færri atvinnuleyfi voru gefin út á síð- asta ári en árin tvö þar á undan. Þannig voru gefin út 3.292 atvinnuleyfi til útlend- inga í fyrra samtals, en árið 2002 voru hins vegar gefin út 3.637 leyfi og talsvert fleiri eða 4.505 árið 2001. Mikil aukning í útgáfu atvinnuleyfa Á FUNDI Hafnarstjórnar Súðavíkur- hrepps sem haldinn var í síðustu viku var rædd nauðsyn sjóvarna í þorpinu og var þar nefnd nauðsyn þess að ljúka framkvæmd- um við varnargarð neðan Njarðarbrautar. Einnig var samþykkt bókun þar sem lögð er áhersla á verndun Langeyrartjarnar. „Þar brýtur sjór land og hefur valdið veru- legu landbroti á stuttum tíma. Mikilvægt er að stöðva landbrotið sem fyrst, því ef sjór nær inn í tjörnina veldur það óbætanlegu tjóni á náttúru Langeyrartjarnar,“ segir í bókun á vef sveitarfélagsins. Þeir sem fara á hraðferð um Álftafjörð verða trúlega ekki mikið varir við Langeyrartjörn. Sumir nefna hana eitt best geymda leyndarmálið í náttúrufegurð Álftafjarðar. Þar sem í ár- anna rás hefur þrifist fjölskrúðugt fuglalíf og gróðurfar. Varnargarður og verndun Lang- eyrartjarnar ♦♦♦ Hveragerði | Ný og stórglæsileg her- bergjaálma var tekin formlega í notkun á Heilsustofnun NLFÍ á sumardaginn fyrsta. Þessi nýja álma er tutt- ugu herbergja, en alls eru í þeim tuttugu og átta rúm. Byggingatím- inn var stuttur, því ein- ungis er tæpt ár síðan hafist var handa við bygginguna. Það eru Ís- lenskir aðalverktakar sem byggðu húsið en þeir eru að hefja bygg- ingu á þjónustuíbúðum, sem tengdar verða Heilsustofnun. Landbúnaðarráð- herra, Guðni Ágústsson, klippti á borða í tilefni áfangans með aðstoð nýs framkvæmdastjóra Ólafs Sigurðssonar og Gunnlaugs Jónssonar forseta stjórnar NLFÍ. Að vígslu lokinni var gestum boðið að skoða nýju álmuna, sem er eins og einn gestanna orðaði það „eins og flottasta fimm stjörnu hótel“. Eftir athöfnina var öllum boðið að snæða hádegisverð á Heilsustofnun. Þrjár glæsilegar við opnunina: Anna Pálsdótt- ir, upplýsingafulltrúi HNLFÍ, Hulda Sigurlína Þórðardóttir hjúkrunarforstjóri og Guðrún Friðriksdóttir móttökustjóri. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Ný herbergjaálma á Heilsustofnun pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.