Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 20
AUSTURLAND 20 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vestmannaeyjar | Steinunn Ein- arsdóttir, myndlistarmaður, hefur verið valin bæjarlistamaður Vest- mannaeyja. Tilkynnt var um þetta á sumardaginn fyrsta. Þetta var í fjórða sinn sem bæjarlistamaður Vestmannaeyja er valinn en áður höfðu myndlistarmennirnir Páll Viðar Kristinsson og Bjarni Ólafur Magnússon og tónlistarmaðurinn Ósvaldur Freyr Guðjónsson borið titilinn. Steinunn fæddist í Vestmanna- eyjum árið 1940 og ólst þar upp. Hún fluttist um þrítugt til Ástralíu en þar nam hún við listaskólann T.A.F.E og útskrifaðist þaðan sem listamaður í Visual art and design. Hún hefur haldið fimm einkasýn- ingar en auk þess tekið þátt í sam- sýningum bæði á Íslandi og í Ástr- alíu. Steinunn hefur unnið ötullega að eflingu myndlistar, bæði í Vest- mannaeyjum og á Höfn og haldið mörg námskeið í greininni. Þá fékk hún viðurkenningu frá menninga- málanefnd Hornafjarðar árið 2002 fyrir störf sín. Auk þess að velja Bæjarlista- mann ársins var í fyrsta sinn valinn Heiðurslistamaður Vestmannaeyja- bæjar og kom það í hlut Ragnars Engilbertssonar, myndlistarmanns. Ragnar fæddist árið 1924 og er sonur Engilberts Gíslasonar, list- málara og Guðrúnar Sigurðardótt- ur. Ragnar stundaði nám við Kun- stakademíuna í Kaupmannahöfn árin 1948-1951 og hefur unnið öt- ullega að list sinni. Eftir hann ligg- ur mikill fjöldi listaverka en hann þykir einkar snjall í meðferð vatns- lita og einnig eru olíumálverk hans vel þekkt. Steinunn valin bæjarlista- maður í Eyjum Steinunn Einarsdóttir Ragnar Engilbertsson Búðardalur | Dalamenn héldu upp á sumarkomuna með því að hesteigenda- félagið í Búðardal stóð fyrir árlegri firmakeppni. Var keppt í þremur flokk- um, þ.e. barna-, kvenna-, og karlaflokki. Úrslit fóru þannig að í barnaflokki sigraði Sigurður Bjarni Gilbertsson sem keppti fyrir Hóftún 1b, í kvenna- flokki sigraði Jónfríður Friðjónsdóttir sem keppti fyrir Dvalarheimilið Fells- enda og í karlaflokki sigraði Skjöldur Orri Skjaldarsson sem keppti fyrir Leigubíl Sigurðar. Pollaflokkur var fyrir þau allra yngstu og var teymt undir þeim á vellinum og fengu allir viðurkenningu. Á eftir komu svo allir saman og grilluðu pylsur. Hestamenn heilsa sumri Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Hestamenn mæta til leiks í Búðardal. Hrunamannahreppur | Það var sannarlega kraftmikill söngur sem hljómaði í Félagsheimilinu á Flúðum laugardagskvöldið 24. apríl. Karlakór Hreppa- manna, sem aðeins er sjö ára, hélt sína árlegu vortónleika. Kórinn telur nú hálfan fimmta tug félaga og þeir létu svo sannarlega sönginn hljóma. Ein- söngvari með kórnum var Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari en hann söng einnig nokkur lög einn. Hjónin Edit Molnár stjórnandi og Miklós Dalmay undirleikari hafa gert frábæra hluti með stofnun og stjórnun á þess- um unga kór. Enn gefst fólki kostur á að hlýða á þessa söngglöðu uppsveitarmenn Ár- nessýslu en lokatónleikar Karlakórs Hreppamanna verða í kvöld í Lang- holtskirkju í Reykjavík og hefjast kl.20. Fágaður söngur á Flúðum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hluti Karlakórs Hreppamanna ásamt Ólafi Kjartani Sigurðarsyni ein- söngvara og Edit Molnár stjórnanda. LANDIÐ Laugavegi 32 sími 561 0075 Egilsstaðir | Mikill áhugi virðist vera á mannlífs- og atvinnusýning- unni Austurland 2004, sem haldin verður á Egilsstöðum 10.–13. júní nk. Sé litið til þess fjölda sýnenda sem þegar hefur bókað sýningar- pláss, verður sýningin sú umfangs- mesta sem haldin hefur verið í fjórð- ungnum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Mouss- aieff forsetafrú verða heiðursgestir sýningarinnar. Nánast mun fullbók- að í sýningaraðstöðu og eru það ein- staklingar, fyrirtæki og stofnanir á Austurlandi sem taka þátt. Talið er að sýningin muni velta á milli átta og tíu milljónum króna. Yfir hundrað sýnendur „Sýningin á að endurspegla þver- skurð mannlífs og atvinnulífs á Aust- urlandi,“ segir Jóhanna Kristín Malmquist, kynningarstjóri sýning- arinnar. „Áherslan er lögð á fjöl- breytni Austurlands til búsetu og starfa. Við höfum úr að spila 1.200 fermetra innisvæði í Íþróttamiðstöð- inni á Egilsstöðum, samtengdu 300 fermetra í sýningartjaldi og 500 fer- metra útisvæði. Allt þetta svæði er upppantað og um 100 sýnendur hafa staðfest þátttöku. Færri komast að en vilja og á þriðja tug fyrirtækja er á biðlista eftir plássi.“ Að sögn Jóhönnu mun Síminn setja nýja, svokallaða Hot Spot-net- tengingu upp á sýningarsvæðinu og er það fyrsta þráðlausa nettenging sem sett verður upp á Austurlandi. Útheimtir það að þeir sem vilja nota þjónustuna hafi þráðlaust mótald í tölvum sínum. Fjórðungurinn iðar af lífi Aðstendendur Austurlands 2004 vonast til að í það minnsta átta þús- und manns leggi leið sína á sýn- inguna og segja ýmislegt verða gert til þess að fólk úr öðrum landsfjórð- ungum sjái ástæðu til að leggja leið sína austur. Listamenn og eigendur samkomu- og veitingastaða í fjórð- ungnum hafa verið hvattir til að efna til fjölbreyttra menningarviðburða meðan á sýningarhaldi stendur og stefnt er að því að bjóða upp á nám- skeið, fræðsluerindi eða litlar ráð- stefnur í samstarfi við fyrirtæki eða stofnanir sem jafnframt eru þátttak- endur í sýningunni. Í tilefni af sýningunni verður gefið út sérstakt blað um Austurland og verður því dreift með Morgun- blaðinu og á valda staði um land allt. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Athygli á Austur- landi sjá um framkvæmd Austur- lands 2004. Á vef sýningarinnar, www.austurland2004.is, má finna frekari upplýsingar um sýninguna. Mikill áhugi á mannlífs- og atvinnulífssýningunni Austurland 2004 sem haldin verður í júní Á þriðja tug fyrirtækja á biðlista eftir sýningarplássi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Mikill áhugi á sýningunni Austurland 2004: Haldinn var fjölsóttur kynning- arfundur á Reyðarfirði, þar sem sýningarhaldið var kynnt. Egilsstaðir | „Við höfum náð því að koma gamla draumnum okkar um stóriðju á Austurlandi í gegn og þess vegna er auðvitað allt að gerast á Austurlandi. Því eru Austfirðingar almennt í dag afar stoltir og við erum að fá algerlega ný verkefni“ sagði Einar Már Sig- urðarson þingmaður á opnum landsmálafundi Samfylkingarinnar á Egilsstöðum um helgina. Einar Már sagðist telja að verið væri að snúa byggðaþróun við á Austurlandi, en lýsti þungum áhyggjum af því að stjórnvöld sinntu því ekki að efla mennta- og heilbrigðismál fjórðungsins til samræmis við aukinn fólksfjölda og uppbyggingu á svæðinu. „Menntastofnanir hér eystra þurfa að vera undir það búnar að taka við auknum nemendafjölda, bæta námsframboð og gera það fjölbreyttara“ sagði Einar Már í framsögu sinni. „Heilbrigðisstofn- anir verða að undirbúa að taka við fleira fólki og þjónusta það. Þessar stofnanir eru nú allar í fjárhags- legri klemmu sem ríkið bregst ekki við. Heilbrigðisstofnun Aust- urlands safnaði miklum skuldahala á síðasta ári og það stefnir ná- kvæmlega í hið sama á þessu ári. Við blasir að stofnunin mun fá aukin verkefni, en engar ráðstaf- anir eru gerðar til að mæta því af hálfu hins opinbera. Svo annað dæmi sé tekið þá var búið að undirbúa á Egilsstöðum stækkun Menntaskólans, m.a. til að mæta auknum nemendafjölda. Tómas Ingi Olrich fyrrverandi menntamálaráðherra skrifaði í sinni embættistíð undir samning um stækkun ME. Þegar upp var staðið eru engir peningar til þess að tryggja þetta verk, vegna hinna gömlu fornu regla, sem ég kannast við frá því að ég var að stíga mín fyrstu skref í starfi í Neskaupstað varðandi uppbyggingu Verk- menntaskólans. Úrelt „norm“ sem voru ákveðin í ráðuneytinu fyrir áratugum og eru enn við lýði. Þrátt fyrir að í lögum segi að skipta eigi kostnaði 60/40 milli rík- is og sveitarfélags er raunveruleik- inn allur annar. Þetta endaði á því að sveitarfélagið treysti sér ekki til að fara í þessa framkvæmd, vegna þess að ríkið vildi ekki borga sína hlutdeild í verkinu. Svona getum við því miður farið yfir sviðið og séð að ríkisstjórnin stendur ekki við það sem ætlast er til af henni í þessum málum. Því er því mikil hætta á að við fáum ekki það út úr þessu mikla verkefni sem til var ætlast.“ Heilbrigðis- og skólamál rædd á landsmálafundi Samfylkingarinnar Stofnanir í fjárhagslegri klemmu www.thjodmenning.isVEÐUR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.