Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 33 Samúðarblóm Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Einstakir legsteinar ✝ Jón KristinnHafstein tann- læknir fæddist á Ak- ureyri hinn 23. jan- úar 1917. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Jóhannes Júlíus Hav- steen, yfirdómslög- maður á Akureyri, síðar sýslumaður Suður-Þingeyjar- sýslu og bæjarfógeti á Húsavík, f. 13. júlí 1886, d. 31. júlí 1960, og Þórunn Jónsdóttir Havsteen húsfreyja, f. 10. ágúst 1888, d. 28. mars 1939. Fyrstu árin bjó Jón Kristinn á Akureyri en fluttist síð- an til Húsavíkur með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Jóns voru 1) Ragnheiður Lára, f. 13. júlí 1913, d. 21. ágúst 1971. 2) Jakob Valdimar, f. 8. október 1914, d. 24. ágúst 1982. 3) Jóhann Henning, f. 19. september 1915, d. 15. maí 1980. 4) Þóra Emalía María, f. 12. júlí 1919, d. 13. júlí 2000. 5) Soffía Guðrún, f. 21. febrúar 1921, búsett í New York. 6) Þórunn Kristjana, f. 20. mars 1922, d. 19. júlí 1995. 7) Hannes Þórður, f. 29. nóvember 1925, d. 12. júlí 1998. Hinn 26. nóvember 1944 gekk Jón Kristinn að eiga Ingibjörgu Hafstein, f. Bjarnar, f. 13. nóvem- ber 1921, d. 11. október 1959. For- eldrar hennar voru Þorlákur BA, f. 14. september 1965, og eiga þau Bjarna Þór, f. 11. febrúar 2000 og b) Kristínu Ástu Hafstein full- trúa, f. 9. nóvember 1967, gift Ing- ólfi Tómasi Jörgenssyni rafeinda- virkja, f. 19. apríl 1958, og eiga þau Jón Andra, f. 19. nóvember 2001. Jón varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1939 og lauk kandídatsprófi í tannlækn- ingum frá Tufts University í Bost- on, Massachusetts í Bandaríkjun- um 1944. Hann fékk tannlækn- ingaleyfi (State Board) í Massa- chusetts 1944 og lauk Refresher Course in General Dental Practice við University of Alabama, Scool of Dentistry í Birmingham árið 1958. Hann starfaði við tannlækn- ingar í Bandaríkjunum árin 1944– 1946, fékk tannlækningaleyfi á Ís- landi 1946 og rak eigin tannlækn- ingastofu í Pósthússtræti 17 í Reykjavík 1946–1991 er hann lét af störfum. Hann var ritari í stjórn Tann- læknafélags Íslands 1951–1956, í taxtanefnd TFÍ 1952–1959 og í gerðardómi TFÍ 1957–1967, vara- fulltrúi TFÍ hjá Bandalagi há- skólamenntaðra manna 1959–1962 og í skemmtinefnd félagsins 1963– 1966. Hann var stjórnarformaður Dentalíu hf., innkaupasambands tannlækna, 1961–1973 og var um skeið styrktaraðili Alþjóðasam- taka tannlækna, Federation Dent- aere Internationale. Hann var um langt skeið virkur félagi í Lions- klúbbnun Þór í Reykjavík þar sem hann var um tíma gjaldkeri stjórn- ar klúbbsins. Útför Jóns Kristins verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Bjarnar, bóndi á Rauðará í Reykjavík, f. 10. desember 1881, d. 6. maí 1932, og kona hans Sigrún Bjarnar húsfreyja, f. 15. júní 1896, d. 10. ágúst 1979. Jón og Ingibjörg eignuðust eina dóttur, Þórunni Hafstein, BA, f. 5 október 1945, gift Harald Snæhólm flug- stjóra, f. 25. júní 1939. Börn þeirra eru: a) Jón Kristinn Snæ- hólm, BA, MSc, f. 31. maí 1967, kvæntur Oddnýju Halldórsdóttur flug- freyju, f. 25. júlí 1967, og eiga þau Þórunni Soffíu, f. 3. febrúar 1998, og Fannar Alexander, f. 14. októ- ber 1999. b) Njörður Ingi Snæhólm MBA, f. 15. október 1969, kvæntur Írisi Mjöll Gylfadóttur BS, f. 28. október 1973, og eiga þau Elmu Sól, f. 20. maí 1997, og Njörð Örn, f. 4. júní 2003. Hinn 14. september 1964 gekk Jón Kristinn að eiga Sigrúnu Kristínu Tryggvadóttur tann- lækni, f. 16. ágúst 1932. Foreldrar hennar voru hjónin Tryggvi Magn- ússon, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 19. júní 1895, d. 1. nóvember 1943, og kona hans Elín Einars- dóttir gjaldkeri, f. 11. maí 1911, d. 27. desember 1953. Jón og Sigrún eignuðust börnin a) Tryggva Haf- stein viðskiptafræðing, f. 21. júlí 1965, kvæntur Auði Bjarnadóttur Nú hefur hann elsku, hjartans pabbi minn fengið hvíldina. Góður Guð hefur veitt mér þau sérstöku forréttindi að hafa verið dóttir hans og notið elsku hans og handleiðslu í rúma hálfa öld. Yndislegri föður er vart hægt að hugsa sér og það var ekki bara ég og fjölskyldan sem hann tók í faðminn og studdi styrkri hendi heldur fjöldi lítil- magna og fjöldi fólks sem átti um sárt að binda því hann mátti ekkert aumt sjá. Hann lá aldrei á liði sínu gæti hann hjálpað einhverjum eða glatt einhvern og aldrei ætlaðist hann til þess að fá nokkuð í staðinn; að sjá í hvítar tennur og gleðina taka völdin voru verðlaunin. Allar þær dásamlegu og kæru minningar sem hrannast upp við lát hans væru efni í doðrant en ég kýs að geyma þær með mér í hjarta mínu. Mér og fjölskyldu minni reyndist hann í senn ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi og sá uppalandi sem við getum verið stolt af að fara eftir. Holl ráð og vænt- umþykja einkenndu hann pabba minn og eitt var víst: „Láttu ávallt hjartað ráða.“ Síðustu árin voru honum erfið en því tók hann með kjarki og æðru- leysi. Hann átti dásamlega góða konu, hana Sigrúnu okkar, sem studdi hann og hlúði að með því- líkum styrk og ósérhlífni að mig skortir orð. Virðing mín fyrir henni og þakklæti í hennar garð eru tak- markalaus. Samband þeirra ein- kenndist ávallt af gagnkvæmri ást- úð og virðingu. Ég kveð pabba minn með miklum trega, þakka honum samfylgdina og sé hann fyrir mér núna í hlýjum faðmi Guðs þar sem Hann varð- veitir hann og blessar. Eftir stend- ur hnípin fjölskylda en minningarn- ar um perluna okkar lifir svo lengi sem okkar nýtur við. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þórunn. „Sæll Nabbidilingó,“ var ætíð upphafið á samtölum okkar. Nabbi- dilingó var ítölskuskotið uppnefni mitt á „nafni“ þar sem ég var skírður í höfuðið á afa Jóni Kristni og þar af leiðandi nafni hans. Afi minn hafði líka sitt uppnefni en fyr- ir flestum var hann afi „Dínos“ og gekk hann undir því nafni meðal allra sem ég þekki. Nafnið hefur hann áreiðanlega fengið vegna þess að allir sem þekktu hann höfðu aldrei kynnst eins gjafmildum, hjálpsömun og hjartahlýjum manni. Hann var afi Dínos vegna þess hversu stórt hjarta hann hafði. All- ir sem afi umgekkst voru skírðir uppá nýtt. Þannig var konan mín Oddný aldrei neitt annað en Odd- arný Oddarnú alamimmbammbú, Njörður bróðir minn var erfiður í uppnefningu þannig að hann hét Njörður Njörð Nirði Njarðar og Magnhild amma mín og hans hét Magigú. Tugir ef ekki hundruð Ís- lendinga minnast nú afa og bera uppnefni hans með stolti þó sumir fari dálítið vel með nafngiftina. Á fimmtugs afmæli pabba míns sagði hann mér að vinir mínir væru skemmtilegustu fífl sem hann þekkti. Ég og afi Dínos áttum margt sameiginlegt og leið varla sá dagur að við töluðum ekki saman um margvísleg málefni. Stjórnmálin voru yfirleit efst á baugi enda vor- um við sammála í pólitíkinni, sjálf- stæðismenn og miklir andstæðing- ar fasisma og kommúnisma. Afi var ekkert að flækja hlutina þannig að allir þeir sem ekki voru sjálfstæð- ismenn voru kommúnistar og þar við sat. Ég leitaði oft í smiðju hans um margvísleg málefni og var afi alltaf með réttsýn viðhorf og húm- anísk. Við vorum yfirleitt mjög æst- ir um hverjar kosningar enda hafði afi ætíð boðið fram krafta sína til að vinna sjálfstæðisstefnunni fylgi. Eins og gefur að skilja var afi ekki alveg með á nótunum í síðustu kosningum en mér var mikið í mun að hann færi að kjörborðinu. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann vildi ekki koma með mér að kjósa. „Nei, nabbbi,“ sagði hann, „ég treysti mér ekki enda lasinn og lé- legur, þannig að ég sleppi því í þetta sinn.“ „Afi,“ sagði ég. „Kommarnir eru búnir að ráða Reykjavíkurborg í tvö kjörtímabil og eru núna að reyna að taka yfir landstjórnina, þú einfaldlega verð- ur að koma að kjósa.“ „Náðu í mig, náðu í mig,“ var svarið og við fórum og kusum. Nú þegar afi Dínos kveður, skil- ur hann eftir sig fjölskyldu sem kveður hann með stolti. Móður minni var hann ætíð stoð og stytta enda forguðaði hann jörðina sem hún gekk á og hann lifir í gegnum hana sem engill og það allra besta sem til er í heiminum. Sigrúnu sína elskaði afi einnig út af lífinu. Ég hef ég ekki orðið vitni að annarri eins ást og fórnarlund eins og hjá Sig- rúnu er hún síðustu árin hans afa sá um hann hvern einasta dag og bjó honum þeirra fallega heimili eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir veikindi hans. Hetjudáðir eru yfirleitt unnar í kyrrþey og án skil- yrða og væri jörðin betri staður ef líkar Sigrúnar réðu. Það er með söknuði og stolti sem ég kveð afa minn, Jón Kristinn Hafstein. Hann var göfugmenni og grallari og einn af mínum bestu vinum. Jón Kristinn Snæhólm. Við kveðjum Jón frænda, föður- bróður okkar, með söknuði og þökk fyrir ástríki hans og umhyggju við okkur alla tíð. Milli föður okkar og Jóns var ekki aðeins bræðrasam- band heldur einlæg og djúp vinátta og væntumþykja sem við systkinin nutum góðs af. Við eigum öll indælar æskuminn- ingar um Jón frænda, en það hét hann alltaf og heitir enn okkar á milli. Hann var góður frændi og sinnti okkur bræðrabörnum sínum af umhyggju. Ræktaði frændsemi við okkur, var rausnarlegur og eft- irlátur um margt, skemmtilegur og góður. Jón frændi var alltaf sérstakur heimilisvinur og náin vinátta með okkur öllum. Sú hátíð var ekki söm ef ekki urðu fundir með Jóni og Sigrúnu og fjölskyldu þeirra: af- mæli, jól, stúdentsboð eða hvað annað sem góðar fjölskyldur nýta til að hittast og treysta bönd. Jón frændi kveður en skilur eftir sig ríkidæmi fagurra minninga. Gott fordæmi hans kennir okkur hve gæska skiptir miklu máli í smáu sem stóru. Hann var einn sona Júlíusar sýslumanns á Húsa- vík og Þórunnar konu hans, úr stórum og svipmiklum systkinahópi sem mikils er metinn af samferða- mönnum þeirra. Það er okkar gæfa og veganesti að hafa kynnst því góða fólki og þökkum Jóni frænda allt það góða sem hann átti í fari sínu og miðlaði af gleði. ,,Verið glaðir,“ segir Páll postuli í bréfi sínu til Filippímanna. „Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönn- um.“ Þessi orð eiga sannarlega við um Jón frænda. Sigrúnu og börn- um hans, Þórunni, Tryggva og Kristínu Ástu og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Stefán Jón, Þórunn Júníana, Sigrún Soffía, Hildur Björg, og Hannes Júlíus. Jón frændi minn var einn af þeim ljúfustu mönnum er ég hef kynnst. Meðan leikfélagar mínir kviðu óg- urlega fyrir að fara til tannlæknis var það aftur á móti hjá mér til- hlökkunarefni að fara til frænda á tannlæknastofuna í Pósthússtræti og láta bora ef skemmd var og fá hvorki meira né minna en alvöru silfur í holuna. Hann frændi hafði einfaldlega ekkert fyrir því að laða að sér, róa niður og láta líða vel öllu því fólki er til hans leitaði. Á sumr- in var ég oft sendur í sveit til afa míns Júlíusar Hafstein, sýslumanns á Húsavík, og kom Jón frændi þangað stundum til að heimsækja föður sinn og vini. Ein heimsókn hans til Húsavíkur er mér ógleym- anleg. Þá komu þeir bræður Jón og Hannes keyrandi á hvorki meira né minna en splunkunýrri Hudson drossíu og snerist öll Húsavík við því önnur eins drossía hafði þar aldrei sést og margir bæjarbúar komu til að skoða og ekki fá börnin fengu líka smá bíltúr. En af hverju þetta er mér svo minnisstætt, er að ég fékk að sitja í græna Hudsoninum suður til Reykjavíkur með þeim bræðrum aleinn í öllu aftursætinu og lét mig dreyma. Ég sakna þín, elsku frændi. Þórarinn Jónasson, Laxnesi. JÓN KRISTINN HAFSTEIN  Fleiri minningargreinar um Jón Kristin Hafstein bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Þrúður Guð-mundsdóttir (Dúa) fæddist í Reykjavík 23. nóv- ember 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sesselja Frið- riksdóttir Runólfs- son, f. 3.6. 1900, d. 11.3. 1981, húsmóðir, og Guðmundur Kristján Runólfsson, f. 30.12. 1899, d. 3.9. 1956, eldsmiður. Systkini Dúu eru: 1) Guðrún, f. 25.6. 1921. 2) Auður, f. 23.11. 1924. 3) Friðgeir, f. 30.10. 1936, d.16.6. bogi Vikar og Kolbrún Ósk. 2) Lilja Vikar, f. 15.4. 1952, maki Þorsteinn Hauksson, f. 3.4. 1951. Börn þeirra eru: Reynir sem ólst upp hjá afa sínum og ömmu til 17 ára aldurs, Hjördís, Haukur, Finn- bogi, Hulda og eiga þau fimm barnabörn. 3) Sesselja Erna Vikar, f. 10.8. 1955. Sonur hennar er Ingvi Pétursson. 4) Unnur Vikar, f. 29.7. 1957, maki: Friðrik Kjartans- son, f. 10.2. 1964. Dætur þeirra eru Sjöfn og Kristín Rut. 5) Sigrún Vikar, f. 29.8. 1966, maki: Bene- dikt Sigurjónsson f. 7.3. 1966. Dæt- ur þeirra eru Linda og Hildur. Dúa og Finnbogi fluttust að Hjalla í Ölfusi árið 1956 og hafa búið þar síðan. Dúa starfaði sem skrifstofumaður í Reykjavík á sín- um yngri árum en lengst af við bú- rekstur og húsmæðrastörf á Hjalla. Útför Dúu verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1996. 4) Hjördís, f. 30.10. 1936. Hinn 3. maí 1947 giftist Dúa eftirlifandi eiginmanni sínum, Finnboga G. Vikar, f. 22.4. 1923. Foreldrar hans voru Guðmundur Vikar Bjarnason, klæðskerameistari, f. 11.4. 1888, d. 24.5. 1941, og Lilja Guðríð- ur Finnbogadóttir Vikar, f. 10.4. 1900, d. 12.4. 1988, húsmóðir. Börn Dúu og Finn- boga eru: 1) Guð- mundur K. Vikar, f. 26.9. 1950, maki Guðný Elín Snorradóttir, f. 16.10. 1950. Börn þeirra eru: Finn- Elsku amma Dúa. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Þú kvaddir okkur á falleg- um morgni þann 16. apríl. Þú áttir svo stóran og fallegan garð. Á sumrin lékum við okkur oft í garð- inum og tíndum blómin þín og gáf- um þér þau svo til að setja í vasa inn í eldhúsið. Sama hvað við kom- um með marga vendi handa þér þá varstu alltaf jafn þakklát. Við hjálpuðum þér oft í garðinum, hreinsuðum mosann milli hellnanna og sópuðum svo eftir okkur. Við eigum ótal margar góðar minning- ar um þig sem eru best geymdar hjá okkur. Við söknum þín mikið og munum alltaf hugsa hlýtt til þín. Hvíldu nú í friði, amma Dúa. Linda og Hildur Benediktsdætur. Elsku amma mín, nú kveð ég þig. Það er svo óendanlega sárt og erf- itt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur meðal okkar. Ég á ótal margar góðar minningar um þig sem geymast best hjá mér. Það var alltaf gaman og gott að koma til þín í heimsókn og ræða það sem mér lá á hjarta. Við áttum góðar stundir saman, til dæmis í garðinum þínum sem var aldeilis stór og fallegur. Ég veit að þú verður alltaf hjá okkur. Þú verður alltaf í huga og hjarta mínu til að leiða mig áfram í lífinu og vernda mig. Takk fyrir allar góðu samveru- stundir okkar. Ég mun sakna þín mikið. Guð blessi minningu þína. Þín sonardóttir Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir. ÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.