Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 51
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www .regnboginn.is
„Frábær
skemmtun
fyrir alla
fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 6.
Með íslensku tali
Sýnd kl. 8 og 10.15.
(Píslarsaga Krists)
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Ein umtalaðasta og
aðsóknarmesta mynd
allra tíma
Til að tryggja réttan dóm
En það var einn sem sá við þeim...
Eftir metsölubók John Grisham
Með stórleikurunum John Cusack,
Gene Hackman, Dustin Hoffman
og Rachel Weisz
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
Jimmy the Tulip er mættur aftur í
hættulega fyndinni grínmynd!
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16.
Blóðbaðið nær hámarki.
HP
Kvikmyndir.com
„Gargandi snilld“
ÞÞ FBL
„Öllum líkindum besta
skemmtun ársins“
HL MBL
„Algjört Kill Brill“
ÓÖH DV
Skonrokk
SV MBL
www.laugarasbio.is
„Frábær skemmtun fyrir
alla fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 6. Íslenskt tal.Sýnd kl. 8 og 10.10.
Jimmy the Tulip er mættur aftur í
hættulega fyndinni grínmynd!
Blóðbaðið nær hámarki.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
„Gargandi snilld“
ÞÞ FBL
„Öllum líkindum besta
skemmtun ársins“
HL MBL
„Algjört Kill Brill“
ÓÖH DV
HP
Kvikmyndir.com
Skonrokk
JENNIFER HUDSON og brotthvarf
hennar úr American Idol hefur valdið
nokkrum heilabrotum og kom mörg-
um á óvart. Jenni-
fer var talin ein af
þeim sigurstrang-
legustu en er nú
dottin úr leik. Ein
ástæða þess er
talin vera óveður
sem kom í veg
fyrir að margir
stuðningsmanna
hennar í miðvesturríkjunum gætu
kosið hana. Sjaldan hefur munað eins
fáum atkvæðum í keppninni og er
talið að rafmagnsleysi í heimabæ
hennar, Chicago, hafi haft þau áhrif
að 15.000 aðdáendur hennar hafi ekki
getað horft á þáttinn og ekki getað
kosið í kjölfarið …
MICHAEL PARKINSON, þáttastjórn-
andi tilkynnti í gær að hann hygðist
fara frá BBC yfir til ITV. Þessi geð-
þekki sjónvarpsmaður ákvað að
skipta yfir eftir að yfirmenn hjá
Breska ríkisútvarpinu reyndu að
færa vinsælan viðtalsþátt hans til í
dagskrá til að koma Match of the
Day aftur á dagskrá. „Mér þykir leið-
inlegt að fara frá BBC. Ég hef verið
hjá BBC í um 20 ár og tek starf mitt
alvarlega. En þegar BBC komu með
Match of the Day á dagskrá þá var
minn tími í dagskránni tekinn. En
auðvitað er ekki auðvelt að hætta eft-
ir svona margra ára starf án eft-
irsjár,“ sagði hann.
Samningaviðræður stóðu yfir í lang-
an tíma en gengu ekki eftir. BBC
vildi færa þátt Parkinsons til klukkan
níu á miðvikdagskvöldum en hann
hafnaði því. Lokatilboðið var klukkan
níu á laugardagskvöldum, klukku-
stundu á undan því sem hann er nú á
dagskrá. „Að lokum þá vildi ég laug-
ardag og ég vildi klukkan tíu á laug-
ardagskvöldi. Mér fannst ég ekki
eiga annarra kosta völ en að hætta
eða fara eitthvað annað. Það er tími
fyrir öðruvísi þætti klukkan níu en
spjallþáttur á heima á dagskrá
klukkan tíu,“ sagði hann …
PAUL NEWMAN hefur kvartað yfir
því við Princeton-háskóla að dagur
þar sem nemendur eru hvattir til að
drekka áfengi í
óhófi sé nefndur
eftir honum.
Newman-
dagurinn er hald-
inn hátíðlegur á
hverju ári hinn
24. apríl og eru
nemendur þá
hvattir til að
drekka eins marga bjóra og þeir geta
á sólarhring.
Í bréfi sem sent var til háskólans seg-
ir lögfræðingur Newmans að hann sé
í „uppnámi“ vegna þessa. „Hann vill
binda enda á þessa hefð,“ segir í bréf-
inu. Þetta uppátæki var nefnt eftir
hinum 79 ára leikara því hann á að
hafa sagt einhverju sinni: „24 klukku-
stundir í einum degi, 24 bjórar í
kassa. Tilviljun? Ég held ekki.“ …
DAVID BOWIE hefur leitað liðsinnis
heimalinna plötusnúða með því að
standa að keppni á Netinu í því að
búa til nýtt lag
með því að blanda
saman tveimur
eldri lögum eftir
hann. Í frétt BBC
segir að verðlaun-
in séu bíll. Keppn-
isreglur eru þær
að blanda verður
einu lagi af síð-
ustu plötu popparans, Reality, við
eitthvert eldri laga hans. Unnt verð-
ur síðan að hlusta á nokkur lög og
áheyrendur geta valið úr þeim áður
en Bowie velur vinningshafann.
Að öllu jöfnu er ólöglegt að blanda
saman tveimur lögum og hafa hljóm-
plötuframleiðendur hótað þeim
plötusnúðum sem gera slíkt máls-
sókn …
FROSKALAPPIR eru álitin herra-
mannsmatur hjá mörgum, eink-
anlega af Frökkum sem eiga hug-
myndina að þessum sérstæða rétt.
Ef einhver hefur dregið í efa að
Frökkum þætti slæmt að borða
froskalappir getur sá hinn sami hætt
öllum efasemdum. Þrítugasta og
önnur froskalappahátíðin var haldin í
bænum Vittel í vesturhluta Frakk-
lands um helgina og sóttu hana um
þrjátíu þúsund manns. Margir þeirra
borðuðu eins og eina eða tvær soðnar
froskalappir, skv. upplýsingum frá
samtökum áhugamanna um frosk-
alappaát í bænum. A.m.k. hurfu ofan
í hátíðargesti sjö tonn af frosk-
alöppum á tveimur dögum.
Til hátíðarbrigða og til þess að leyfa
fólki að finna bragðmuninn voru
fluttar inn frosnar froskalappir frá
Indónesíu og þóttu þær ekki minna
lostæti eftir að þeim hafði verið dyfið
í sjóðandi vatn. …
BILLY JOEL meiddist lítillega þegar
bifreið hans hafnaði á byggingu í
New York, en athygli vekur að hann
hefur lent í þrem-
ur árekstrum á
síðustu tveimur
árum. Joel skarst
í andliti þegar bif-
reið hans hafnaði
á byggingunni, en
söngvarinn ætlaði
að sækja flatböku
á veitingahúsi
þegar atburðurinn átti sér stað.
Hann slapp því betur nú heldur en í
fyrra þegar hann var fluttur á
sjúkrahús eftir að bifreið hans hafn-
aði á tré. Þá slapp hann við alvarlega
áverka þegar bifreið hans eyðilagðist
í árekstri í East Hampton árið
2002 …
FÓLK Ífréttum
Fyrstu 20 milljónirnar
(The First $20 Million)
Gamanmynd
Bandaríkin 2002. Skífan. VHS (102
mín.) Öllum leyfð. Leikstjóri: Mick Jack-
son. Aðalleikarar: Adam Garcia, Rosario
Dawson,
AFSPYRNULÉLEG gaman-
mynd um Andy (Garcia), markaðs-
og sölumann sem telur sig hafa
fundið leið til að framleiða tölvu
undir 100 dölum.
Hættir í
vinnunni og
hyggst etja
kappi við risana
ásamt félögum
sínum.
Bill Gates og
Steve Jobs staf-
ar sjálfsagt eng-
in hætta lengur af tölvunördum á
borð við söguhetjuna. Eins hefur
maður á tilfinningunni að tölvu-
byltingin, eins og hún er með-
höndluð hér, sé að mestu afstaðin
og þar af leiðandi vafasamur
grundvöllur til að byggja á kvik-
mynd. Handritið er aukinheldur
vandræðalegt og Garcia ámátlegur
leikari. Geldingslegri ástarsögu er
fléttað inn í framvinduna sem
stjórnað er af Mick Jackson (Volc-
ano), sem virðist búinn að týna því
litla niður sem hann kunni í kvik-
myndagerð.
Sæbjörn Valdimarsson
Myndbönd
Harðsóttar
milljónir
VERK málarans Leonardo da Vinci
af Mónu Lísu er smám saman að leys-
ast upp og Louvre-safnið í París segir
að það hyggist rannsaka ítarlega
hvers vegna svo sé. Ástand myndar-
innar af Mónu Lísu hefur versnað
töluvert frá því að sérfræðingar í for-
vörslu fóru síðast yfir myndina, að því
er segir í yfirlýsingu frá Louvre.
Safnið segir að ástand Mónu Lísu
valdi nokkrum áhyggjum og að ný
rannsókn á myndinni sé að hefjast.
Hún verður gerð af miðstöð sem fæst
við rannsóknir og viðhald á verkum
safna í Frakklandi. Í henni verður
grafist fyrir um hvaða efni eru í
myndinni og metið hvort hún sé sér-
lega viðkvæm fyrir breytingum á
loftslagi.
Myndin verður áfram höfð til sýnis
meðan á rannsóknunum stendur, að
því er segir í yfirlýsingu Louvre.
Ætli þetta sé þá kveðjubros eftir
allt saman?
Móna Lísa
að hverfa
Louvre-safnið í París