Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 21 Jón Einarsson er sonur hinnar landsfræguÁstu Erlingsdóttur og hann hefurstundað grasalækningar ásamt tveimur systkinum sínum frá því þau tóku við starfi móður sinnar fyrir 16 árum. Hann gerði sér lítið fyrir um páskana og tók svarta beltið í karate og lét ekki aftra sér að hann er 45 ára, en fyrir vikið er hann í hópi þeirra elstu sem hafa tekið slíka gráðu hér á landi í þessari jap- önsku bardagalist. „Þegar ég var um þrítugt var sonur minn sjö ára og hann fór þá í karate hjá Þórshamri. Við vorum nokkrir pabbar sem fylgdum sonum okkar á æfingar og formaður félagsins suðaði í okkur að prófa sjálfir, en það tók heilt ár að fá okkur til þess, en ég sé ekki eftir því og hef stundað þetta síðan.“ Jón segir karate vera mjög góða líkamsrækt og auk þess lærist þar margt annað sem nýtist í daglegu lífi. „Karate eflir sjálfstraust og aga og eykur einbeitingu. Eins eflir það líkamlegt jafnvægi og samhæfi hreyfinga. Fyrir nú utan hvað félagsskapurinn er góður í Þórshamri, þar er enginn heragi, heldur er allt gert á mannlegum nótum. Eitt af því góða við þessa íþrótt er að þar er ekkert kynslóðabil og hægt er að byrja á hvaða aldri sem er í karate. Þarna eru krakkar frá sex ára til fólks á sjö- tugsaldri, og konur jafnt sem karlar.“ Jón hefur stundað karate í 15 ár og æfir að jafnaði þrisvar í viku. „Karate er lífsstíll sem hentar mér mjög vel með grasalæknastarfinu en ég er líka nuddari.“ Jón leggur áherslu á að starf hans sem grasalæknir snúist ekki aðeins um að nota jurtir. „Þetta snýst um að vera í heildrænum aðgerðum. Ég ráðlegg fólki með fæðu og bendi því á að stunda einhverja hreyfingu sem hentar því og vissulega mæli ég stundum með karate fyrir viðskiptavini mína. Konur sem eru komnar á miðjan aldur kæra sig til dæmis sumar ekkert um að vera í pallahoppi á lík- amsræktarstöðvum. Karate hentar þeim því oft vel og ég veit um tvær konur sem eru komnar yfir fimmtugt og eru með brúna belt- ið.“ Gott fyrir ofvirk börn Í karate eru engar barsmíðar, þar verða keppendur að hafa fulla stjórn á sjálfum sér og mega ekki meiða andstæðinginn. Því eru hverfandi líkur á að verða fyrir hnjaski eða lík- amsmeiðslum. Jón segir karate nýtast mjög vel bæði í barna- og unglingastarfi. „Ég hef heyrt að karate sé mjög gott fyrir ofvirk börn því þau fá svo mikla útrás fyrir orkuna en um leið læra þau að aga sig og einbeita sér.“ Jón tók sér hvíld í fjögur ár frá karate en kom aftur inn með fullum krafti fyrir tveimur árum, sem endaði svo á því að hann fékk að taka svartabeltisgráðuna, þegar yfirþjálfari Evrópu í shotokan karate kom hingað til lands. Yfirleitt tekur um sex ár að fá svarta beltið miðað við að stöðugt sé æft, en ekki má taka það fyrr en sextán ára aldri er náð. En hvers vegna tók Jón ekki fyrr gráðuna í svarta belt- inu? „Af því ég var ekki í karate til að fá beltin. Það skipti mig engu máli, því beltið gerir mig ekki endilega að betri karatemanni. En maður þarf vissulega einhverntíma að komast í mark og að taka svarta beltið er ákveðinn áfangi og ég ákvað að láta reyna á það núna.“  LÍKAMSRÆKT | Karate eflir sjálfstraust og aga og eykur einbeitingu Grasalæknir með svarta beltið í karate Morgunblaðið/Jim Smart Jón Einarsson: Í fullum skrúða með svarta beltið en Jón segir að karate efli líkamlegt jafnvægi og samhæfi hreyfingar. Varnarstaðan sem hann beitir hér heitir Shutouke. khk@mbl.is KARATE er bardagaíþrótt upprunnin á japönsku eyjunni Okinawa þar sem eyjaskeggjar æfðu sjálfsvörn undir áhrifum frá kínverskum bardagalistum. Í aldaraðir höfðu Kínverjar lagt stund á sínar eigin bardagalistir. Angar af þess- um listum bárust til Okinawa og blönd- uðust þær við hinar ýmsu bardagalistir sem stundaðar voru á eyjunni svo úr urðu mismunandi staðbundin afbrigði sem kennd voru við sínar borgir eða bæi. Á thorshamar.is segir um karate: Í KARATE eru beltin ellefu, að meðtöldu fyrsta svarta beltinu (fyrsta dan), en hægt er að taka tíu gráður í svörtu belti líka, en hinn venjulegi karate-iðkandi fer yfirleitt ekki hærra en í fjórða dan. Röð beltanna er:  Hvíta beltið  Gula beltið  Appelsínugula beltið  Rauða beltið  Græna beltið  Bláa beltið  Fjólubláa beltið  Brúnu beltin (þrjú)  Svarta beltið Kossar eru góðir fyrir lík-ama og sál. Þeir lækkablóðþrýsting, stoppa hiksta og stuðla að betri tannheilsu. Auk þess verður fólk sem kyssir sjaldn- ar veikt, það er skapbetra og fær færri maga-, blöðru- og blóðsýk- ingar samkvæmt frétt í Pravda. En þetta er aðeins brot af þeim ávinningi sem kossar hafa í för með sér. Því er jafnframt haldið fram að við notum um 30 vöðva í andlitinu þegar við kyssum og við það eykst blóðrásin í andlitinu sem gerir meira fyrir útlitið en öll fínu og dýru undrakremin, segir í fréttinni. Auðvitað skiptir líka máli fyrir þá sem hugsa um línurnar að við hvern innilegan koss eyðum við 12 hitaeiningum. Svo auka kossar magn end- orfíns í líkamanum, ham- ingjuhormónsins sem virk- ar bæði upplífgandi og róandi. Þá eru kossar gott ráð við streitu því þeir lækka blóðþrýsting, og kólesteról og losa spennu úr lík- amanum. Við kossa eykst framleiðsla á munnvatni. Í munnvatninu er kalsíum og fosfór sem kemur í veg fyrir tannskemmdir. En í því er líka að finna bakteríur. Um 80% þeirra eru eins í öllu fólki en um 20% mismunandi. Bakteríurnar virka hvetjandi á ónæmiskerfið sem verður betur í stakk búið til að ráða niðurlögum ýmissa sjúk- dóma og sýkinga sem hugsanlega herja á okkur.  HEILSA Reuters Kossar: Við notum um 30 vöðva í andlitinu þegar við kyssum og við það eykst blóðrásin í andlitinu sem gerir meira fyrir útlitið en öll fínu og dýru undrakremin. Kossar allra meina bót Á vefmiðli BBC segir frá ný-legum kanadískum rann-sóknum sem sýna að bíl- stjórar sem hlusta á háværa tónlist þegar þeir keyra, dragi með því verulega úr viðbragðstíma sínum og einbeitingu og geti þar af leiðandi valdið slysum á sér og öðrum í umferðinni. Niðurstöð- urnar sýndu að því hærri sem tón- listin væri og þvíhraðari sem takt- urinn væri, þeim mun meiri hætta væri á ferðum. Það virðist því ekki skipta máli hvort fólk hlustar und- ir stýri á klassíska óperu, rokk eða rave, heldur er það fyrst og fremst hraði taktsins og hljóðstyrkur sem skiptir máli. Fullyrt er að ef tón- listin fari yfir 60 slög (beats) á mínútu, valdi það örari hjartslætti og hærri blóðþrýstingi og þegar tónlist er hærri en 95 desibil, dragi hún úr færni bílstjóra. Sannindi þess efnis að tónlist í eyrum bílstjóra dragi úr færni þeirra við akstur eru ekki ný af nálinni. Eldri rannsókn hefur t.d sýnt að bílstjórar eru tvöfalt lík- legri til að fara yfir á rauðu ljósi ef þeir hlusta á tónlist yfirleitt á meðan þeir keyra. Viðbrögð almennings við þess- um rannsóknum eru aftur á móti misjöfn, sumum finnst tímabært að benda fólki á óþolandi truflun háværrar tónlistar á meðan öðrum finnst fráleitt að ræna fólk þeirri ánægju sem tónlist undir stýri veitir. Aðdáendur þungarokks segja ekki hægt að hlusta á slíka tónlist nema mjög hátt. Enn aðrir lýsa undrun sinni á því að vísinda- legar rannsóknir þurfi til að fá fólk til að taka ábyrgð á eigin gerðum.  RANNSÓKN Hávær tónlist varasöm í umferðinni khk@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Akstur: Bílstjórar eru tvöfalt líklegri til að fara yfir á rauðu ljósi ef þeir hlusta á tónlist á meðan þeir keyra. DAGLEGT LÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.