Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 26
FRÉTTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Frumvarp til laga um breytingu á útvarps- lögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993. (Lagt fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003–2004). 1. gr. Á eftir 3. mgr. 6. gr., útvarpslaga nr. 53/ 2000 kemur ný málsgrein, er verður 4. mgr. og hljóðar svo: Útgáfa útvarpsleyfis er háð eftirfarandi skilyrðum: a. Óheimilt er að veita leyfi til útvarps til fyrirtækis sem hefur að meginmarkmiði rekstur sem er óskyldur fjöl- miðlarekstri. Einnig er óheimilt að veita fyr- irtæki útvarpsleyfi, sem að hluta eða öllu leyti er í eigu fyrirtækis eða fyrirtækjasam- stæðu í markaðsráðandi stöðu á einhverju sviði viðskipta. Þá er óheimilt að veita fyr- irtæki útvarpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira en 25% eignarhlut í því. Sömuleiðis er óheim- ilt að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef fyrirtæki í sömu fyrirtækjasamstæðu eiga samanlagt meira en 25% eignarhlut í því. Jafnframt er óheimilt að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef það eða fyrirtæki í sömu fyrirtækjasamstæðu eiga hlut í útgefanda dagblaðs eða það er að hluta eða öllu leyti í eigu slíks fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu. b. Ákvæði a-liðar á einnig við ef á milli fyr- irtækja eru önnur náin tengsl en sam- stæðutengsl sem leitt geta til yfirráða. c. Með umsóknum um útvarpsleyfi skulu fylgja upplýsingar sem gera útvarpsrétt- arnefnd kleift að meta hvort skilyrðum a- og b-liðar sé fullnægt og útvarpsréttar- nefnd telur nauðsynlegar. Við mat á því hvort fyrirtæki eða fyrirtækjasamstæða sé í markaðsráðandi stöðu skal útvarpsrétt- arnefnd leita álits Samkeppnisstofnunar. d. Skylt er þeim aðilum sem útvarpsleyfi hafa að tilkynna útvarpsréttarnefnd um allar breytingar sem verða á eignarhaldi eða öðrum skilyrðum sem kveðið er á um í a- og b-lið. Útvarpsréttarnefnd getur aftur- kallað útvarpsleyfi, ef breytingar verða á eignarhaldi eða öðrum skilyrðum þannig að í bága fari við ákvæði a- eða b-liðar. Þó skal veita leyfishafa frest í allt að 60 daga til að koma eignarhaldi eða öðrum skil- yrðum í það horf að samrýmist ákvæðun- um. e. Útvarpsréttarnefnd getur vikið frá skil- yrðum a- og b-liðar ef um er að ræða leyfi til svæðisbundins hljóðvarps. 2. gr. Við 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga nr. 8/ 1993 bætist nýr málsliður svohljóðandi: Sam- keppnisstofnun skal láta útvarpsréttarnefnd í té álit skv. c-lið 4. mgr. 6. gr. útvarpslaga. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði til bráðabirgða. Þeir sem lögin taka til skulu hafa lagað sig að þeim kröfum sem lögin gera innan tveggja ára frá gildistöku þeirra. Útvarpsréttarnefnd skal vera heimilt að afturkalla útvarpsleyfi þeirra sem hún telur ekki uppfylla skilyrði 1. gr. laganna að þeim tíma liðnum. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. Meginmarkmið frumvarps þessa er að sporna við því að eignarhald á fjölmiðlafyr- irtækjum og samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hamli gegn æskilegri fjölbreytni í fjölmiðlun á Íslandi. Frumvarpið er reist á almennt við- urkenndum viðhorfum um mikilvægi fjöl- miðla fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi í nú- tíma lýðræðisþjóðfélagi. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki sem vettvangur ólíkra viðhorfa til stjórnmála, menningar og samfélagslegra málefna í víðum skilningi. Þeir eru því mik- ilvæg forsenda þess að einstaklingar fái notið tjáningar- og skoðanafrelsis. Af þessu mik- ilvæga hlutverki fjölmiðla sprettur sú krafa í lýðræðisþjóðfélagi, að almenningur hafi að- gang að fjölbreyttum, sjálfstæðum og öflug- um fjölmiðlum. Í frumvarpinu er byggt á því að íslensk löggjöf eigi að vera til þess fallin að vernda þessa hagsmuni. Frumvarpið er í samræmi við tillögur nefndar sem menntamálaráðherra skipaði 19. desember 2003 til að kanna hvort tilefni væri til að setja sérstaka löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum. Í 6. kafla skýrslu nefndarinnar, sem birt er sem fylgiskjal með frumvarpi þessu, er sett fram sú skoðun að rétt sé að gera vissar breytingar á lögum til að hamla gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eignarhalds á fjölmiðlamarkaði á fjölbreytni í fjölmiðlun. Í skýrslunni kemur fram það viðhorf að æskilegt sé að löggjafinn bregðist við aðstæð- um á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Er sú skoðun m.a. byggð á því að á íslenska ríkinu hvíli þjóðréttarleg skylda til að tryggja fjöl- breytni í fjölmiðlun. Eru færð rök fyrir því í skýrslunni að íslenskur fjölmiðlamarkaður hafi, þegar litið sé til eignarhalds og eigna- tengsla sérstaklega, ýmis þau einkenni sem talin eru óheppileg út frá þeim alþjóðlegu við- miðunum sem byggt er á í skýrslunni. Um þetta segir nánar í skýrslunni: Af Mannrétt- indasáttmála Evrópu, eins og hann hefur ver- ið túlkaður af Mannréttindadómstól Evrópu, leiðir að tryggja ber fjölbreytni í fjölmiðlun. Á þeim grundvelli hefur ráðherraráð Evrópu- ráðsins samþykkt tilmæli R (99) 1 [...], þar sem settar eru fram hugmyndir að mismun- andi leiðum að þessu markmiði. Á íslenska ríkinu hvílir því sú þjóðréttarskylda að leita leiða til að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun. Nefndin tekur þó fram að af 10. gr. Mann- réttindasáttmálans og framangreindum til- mælum verða í sjálfu sér ekki leiddar sértæk- ar kröfur um það hvaða leiðir ríki skuli fara til að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun. Sé stuðst við þá mælikvarða sem koma fram í þessum skuldbindingum og tilmælum og þá sem notast hefur verið við í öðrum löndum virðist eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum og eignatengsl vera með þeim hætti að ástæða sé til að draga megi í efa að fjölbreytni í fjöl- miðlun, í þeim skilningi sem það hugtak er notað í greinargerðinni, sé nægilega tryggð hér á landi til lengri tíma litið. Það er því skoðun nefndarinnar að af fram- angreindum viðhorfum Evrópuráðsins og al- mennum viðhorfum um vernd pólitískrar og menningarlegrar fjölbreytni leiði, að það hljóti að teljast afar æskilegt að löggjafinn bregðist við þessu með lagasetningu, einkum þannig að settar verði reglur sem miði að því að hamla gegn óæskilegum áhrifum sam- þjöppunar sem þegar er til staðar á fjölmiðla- markaði og einnig til að hamla frekari sam- þjöppun á þessum markaði í framtíðinni. Einkum á þetta við samþjöppun á markaði fyrir einkarekna fjölmiðla, enda hvíla á Rík- isútvarpinu víðtækar skyldur um fjölbreytni í framboði dagskrárefnis og framsetningu þess sem ekki eiga við um einkarekna fjölmiðla. Í framangreindum tilmælum Evrópuráðs- ins er sérstaklega bent á að hafa megi um- talsverð áhrif á gerð og uppbyggingu fjöl- miðlamarkaðarins með úthlutun leyfa til að reka fjölmiðla, einkum hljóðvarp og sjónvarp. Í kafla 6.4.3 í skýrslu nefndarinnar er tekið undir þetta og bent á að ná megi þeim mark- miðum, sem að framan er lýst, með því að setja í útvarpslög heimildir til að binda leyfi til útvarpsreksturs skilyrðum um eignarhald á þeim fyrirtækjum, sem slík leyfi geta fengið og haldið þeim, um tengsl þeirra við fyrirtæki í öðrum rekstri óskyldum útvarpsrekstri og við fyrirtæki í öðrum fjölmiðlarekstri, eink- um dagblaðaútgáfu. Þar eð útvarpsrekstur er þegar bundinn leyfum, sem veitt eru tíma- bundið og háð ýmsum skilyrðum, er í frum- varpinu lagt til að þessi leið verði farin að því er útvarp varðar, bæði hljóðvarp og sjónvarp. Athugasemdir við einstakar greinar frum- varpsins. Um 1. gr. Hugtakið fyrirtæki er hér notað í sömu merkingu og í samkeppnislögum þar sem það tekur til einstaklinga, félaga, opinberra aðila og annarra, sem stunda atvinnurekstur, sbr. 4. gr. laga nr. 8/1993. Þá er hugtakið fyr- irtækjasamstœða sömuleiðis notað í sömu merkingu og í 4. gr. samkeppnislaga og í 2. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, þegar um félög er að ræða, sem falla undir gildissvið þeirra laga. Samkvæmt a-lið er lagt til að útvarpsrétt- arnefnd verði óheimilt að veita leyfi til út- varps til fyrirtækis, sem hefur að megin- markmiði rekstur sem er óskyldur fjölmiðlarekstri. Einnig er lagt til að nefnd- inni verði óheimilt að veita útvarpsleyfi fyr- irtæki sem er í eigu fyrirtækis eða fyrir- tækjasamstæðu í markaðsráðandi stöðu á einhverju sviði viðskipta. Við mat á því hvort fyrirtæki telst vera markaðsráðandi vísast til almennra sjónarmiða í samkeppnisrétti, sbr. einkum samkeppnislög nr. 8/1993, með síðari breytingum. Þá er lagt til að óheimilt verði að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef annað fyrir- tæki á meira en 25% eignarhlut í því. Sömu- leiðis að óheimilt verði að veita fyrirtæki út- varpsleyfi ef fyrirtæki í sömu fyrirtækjasamstæðu eiga samanlagt meira en 25% eignarhlut í því. Með þessu móti er þess gætt að takmarkanir á eignarhaldi setji ekki þessum fyrirtækjum ótilhlýðilegar skorður og raski ekki rekstrargrundvelli þeirra meira en eðlilegt getur talist í þágu markmiðsins um fjölbreytni í fjölmiðlun. Loks er lagt til að óheimilt verði að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef það eða fyrirtæki í sömu fyrirtækjasam- stæðu á hlut í útgefanda dagblaðs eða það er að hluta eða öllu leyti í eigu slíks fyrirtækis, enda er það tvímælalaust í þágu sama mark- miðs. Í b-lið er tekið fram að ákvæði a-liðar eigi einnig við ef á milli fyrirtækja eru önnur náin tengsl en samstæðutengsl sem leitt geti til yf- irráða. Með þessu er vísað til þess að á milli fyrirtækja geti verið margvísleg tengsl sem þó séu ekki með þeim hætti að þau teljist mynda fyrirtækjasamstæðu eins og það hug- tak er skilgreint í samkeppnislögum og lög- um um hlutafélög. Eru þá m.a. höfð í huga at- riði á borð við þau sem vísað er til í 28. gr. laga nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti. Í c- og d-lið er kveðið á um upplýsinga- skyldu umsækjanda um útvarpsleyfi og út- varpsleyfishafa gagnvart útvarpsréttar- nefnd. Þar eru útvarpsréttarnefnd fengnar víðtækar heimildir til þess að krefjast hvers kyns upplýsinga sem hún telur að máli skipti við mat á því hvort skilyrðum skv. a- og b-lið sé fullnægt. Þá er gert ráð fyrir að útvarps- réttarnefnd leiti eftir faglegu áliti Samkeppn- isstofnunar á því hvort fyrirtæki eða fyrir- tækjasamstæða sem lög þessi taka til séu í markaðsráðandi stöðu. Auk þess er nefndinni heimilað í d-lið að afturkalla leyfi, ef þær breytingar verða á eignarhaldi leyfishafa eða öðrum skilyrðum skv. a- og b-lið, að í bága fari við ákvæði þar að lútandi. Það liggur í hlutarins eðli að sömu sjónarmið eiga við hvort heldur umsækjandi hefur áður haft útvarpsleyfi eða ekki. Í e-lið er veitt heimild til að víkja frá skil- yrðum a- og b-liðar þegar um er að ræða leyfi til svæðisbundins hljóðvarps, enda þykir ekki ástæða til að setja þessi skilyrði við þær að- stæður. Samkvæmt 35. gr. útvarpslaga er ráðherra heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd laganna, sbr. nú reglugerð um útvarpsstarf- semi nr. 53/2003. Er við það miðað að ráð- herra geti í reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd þessa ákvæðis. Um 2. gr. Hér er um að ræða viðbót við samkeppn- islög sem leiðir af álitsumleitan útvarpsrétt- arnefndar skv. c-lið 4. mgr., 6. gr. útvarps- laga, sbr, 1. gr. frumvarpsins. Um 3. gr. Greinin þarfnast ekki skýringa. Um ákvæði til bráðabirgða. Í skýrslu þeirri, sem birt er sem fylgiskjal með lagafrumvarpi þessu, er gerð ítarleg grein fyrir stöðunni á íslenskum fjölmiðla- markaði. Ljóst er að fyrirvaralaus gildistaka laga þessara getur haft nokkra röskun í för með sér fyrir þá aðila sem þar starfa og ekki uppfylla kröfur laganna. Af þeim sökum og með vísan til meðalhófs þykir rétt að œtla þeim nokkurn tíma til að laga sig að breyttum starfsskilyrðum og þykja tvö ár hæfilegur tími í því skyni. Fylgiskjal 2 Fjármálaráðuneyti, fjárlagaskrifstofa: Umsögn um frumvarp til laga um breyt- ingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og sam- keppnislögum nr. 8/1993. Með frumvarpinu eru lagðar ti1 breytingar á heimildum til veitingar útvarpsleyfa til að- ila sem hafa að meginmarkmiði rekstur sem er óskyldur fjölmiðlastarfsemi eða hefur markaðsráðandi stöðu á einhverju sviði við- skipta. Einnig eru lagðar til takmarkanir á eignarhluta einstakra fyrirtækja eða fyrir- tækjasamsteypa í fyrirtækjum sem hafa út- varpsleyfi. Þá er í frumvarpinu lögð til sú breyting að óheimilt sé að veita fyrirtœki sem á hlut í dagblaðaútgáfu útvarpsleyfi. Loks er kveðið á um að Samkeppnisstofnun skuli láta útvarpsréttarnefnd í té álit á stöðu fyrirtækja er varða skilyrði um eignarhald og markaðs- stöðu skv. a- og b-lið 1. gr. frumvarpsins. Markmiðið með frumvarpinu er að hindra að eignarhald á fjölmiðlum og samþjöppun á þeim markaði hamli gegn fjölbreytni í fjöl- miðlun. Verði frumvarpið að lögum hefur það óveruleg áhrif á útgjöld ríkissjóðs, en vænta má að verkefni útvarpsréttarnefndar aukist nokkuð frá því sem nú er. Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar Morgunblaðið/Árni Torfason Davíð Oddsson forsætisráðherra ræðir við fulltrúa fjölmiðla eftir fund ríkisstjórnarinnar, þar sem frumvarpið var samþykkt. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum var samþykkt af þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í gær. Frumvarpið kveður á um breytingar á útvarpslögum og samkeppnislögum og er það birt hér á eftir í heild sinni með greinargerð og skýringum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.