Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 43
DYRAVERÐIR veit- ingastaðar í miðborg Reykjavíkur óskuðu eft- ir aðstoð lögreglu um helgina vegna manns sem þeir grunuðu um að vera með vopn á sér, inni á staðnum. Í ljós kom að maðurinn var með eina öxi, þrjá hnífa og skrúfjárn innanklæða. Lögreglan segir, að maðurinn muni ekki hafa ógnað neinum með þess- um vopnum og gaf hann þær skýr- ingar að hann hefði ætlað til vinnu um morguninn og þurft þess vegna að hafa vopnin með sér. Þetta kemur m.a. fram í yfirliti yfir helstu verkefni lögreglunnar í Reykjavík eftir helgina sem var fremur róleg og segir lögreglan það til marks, að aðeins einn mað- ur hafi verið í fangageymslu á sunnudagsmorguninn en sá hafði beðið um gistingu vegna húsnæð- isleysis. Um helgina var tilkynnt um 12 innbrot, 15 þjófnaði og 6 sinnum var tilkynnt um skemmdarverk. Þá var tilkynnt um 27 umferðaróhöpp og var í 5 þeirra um minniháttar meiðsli að ræða. 89 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og 8 voru grunaðir um að vera ölvaðir við aksturinn. Eftir hádegi á föstudaginn var bifreið stöðvuð á hafnarsvæðinu vegna gruns um að þar væru fíkni- efni innanborðs. Reyndist svo vera og voru þrír menn færðir á lög- reglustöð til skýrslutöku. Nokkur önnur fíkniefnamál komu upp um helgina, þar sem lagt var hald á fíkniefni. Á föstudagskvöldið var maður handtekinn á Víðimel. Maðurinn hafði skömmu áður stolið kassa af humri úr geymslu á Hótel Sögu. Starfsmaður hótelsins varð ferða mannsins var og fylgdi honum eftir þar til lögreglu bar að. Kom þá í ljós að lögreglumennirnir könn- uðust allvel við manninn. Laust fyrir miðnætti á föstudag- inn urðu lögreglumenn vitni að því er ökumaður flautaði á gangandi vegfaranda sem var kominn miðja vegu út á merkta gangbraut. Veg- farandinn var að forða sér en öku- maðurinn ók viðstöðulaust áfram. Lögreglumennirnir stöðvuðu akst- ur ökumannsins sem reyndist 17 ára og kærðu hann fyrir að fara ekki að umferðarlögum. Fyrri part nætur aðfaranótt laugardags sáu lögreglumenn sem fylgdust með eftirlitsmyndavélum í miðborginni að maður var sleginn niður og síðan sparkað í hann. Lög- reglumenn handtóku árásarmann- inn og færðu á lögreglustöð en flytja varð þann sem fyrir árásinni varð á slysadeild. Börnin stungu afa af Fyrir hádegi á laugardag var til- kynnt um að stolið hefði verið svörtum og bláum 18 feta rörabát af Sea Rover gerð með 70 hestafla Suzuki-fjórgengisvél sem stóð á gráum tveggja hásinga vagni við Eyjaslóð. Báturinn og vagninn fundust síðan í Hafnarfirði en þá var búið að taka vélina úr bátnum. Nú fer sá tími í hönd að notkun reiðhjóla eykst til muna. Á sunnu- dag var tilkynnt um að tvö börn, þriggja og hálfs árs og fjögurra ára væru týnd. Þau höfðu farið út að hjóla með afa sínum en hjólað það greitt að afinn sem er hjartveikur gat ekki fylgt þeim eftir. Börnin fundust skömmu síðar heil á húfi. Þá var sama dag tilkynnt um óhapp þar sem hjón höfðu farið út að hjóla en ekki vildi betur til en svo að hjólin rákust saman. Við það féll konan af hjólinu og slasaðist á hné og varð að flytja hana á slysa- deild. Helstu verkefni lögreglunnar Með öxi innanklæða á veitingastað FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 43 Fjölskyldan saman í fallegum bæ! Velkomin í Stykkishólm! Frábær sundlaug - golf - sumartónleikar - byggðasafn - sjóferðir - kajak - einstakt umhverfi Vertu flott Vertu töfrandi Nýr KIKO augnháralitur (logo Stella) Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfumsendum www.stella.is Bankastræti 3, • sími 551 3635 Póstkröfusendum• www.stella.is Nýr augnháralitur Vertu flott Vertu töfrandi Húsbílar, fellihýsi og tjaldvagnar Nú er sumarið komið og tími ferðalaga hafinn. Bílar 5. maí verður helgað umfjöllun um húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Auglýsendur! Allar stærðir og gerðir sérauglýsinga á góðu verði! Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 3. maí Fulltrúar auglýsingadeildar veita þér allar upplýsingar um auglýsingamöguleika og verð. Auglýsingadeild, sími 569 1111 - Netfang augl@mbl.isb íl ar BERGÞÓRA Þórsdóttir vann í SMS leik Sumarferða og Morgunblaðs- ins vikuferð fyrir þrjá til La Cala De Finestrat á Spáni með gistingu á Gran hótel Bali. Þorsteinn Guðjóns- son afhenti vinninginn fyrir hönd Sumarferða og er hann á myndinni ásamt Bergþóru Þórsdóttur. Vinningshafi í sms-leik STJÓRN kjördæmisráðs Samfylk- ingarinnar í norðausturkjördæmi samþykkti tvær ályktanir á fundi sín- um á Egilsstöðum 24. apríl sl.: „Stjórn kjördæmisráðs Samfylk- ingarinnar í norðausturkjördæmi lýs- ir andstöðu sinni við fjöldatakmark- anir í Háskólanum á Akureyri og bendir á mikilvægi háskólamenntun- ar á landsbyggðinni sem kjölfestu at- vinnulífs. Jafnframt lýsir stjórnin fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum í þessu máli. Stjórn kjördæmisráðs Samfylking- arinnar í norðausturkjördæmi lýsir áhyggjum sínum af ástandi atvinnu- mála vegna stöðu kísiliðjunnar við Mývatn. Lýsir stjórnin fullum stuðn- ingi við uppbyggingu fyrirhugaðrar kísilduftverksmiðju við Mývatn.“ Andstaða við fjölda- takmarkanir Valborgarmessuhátíð Sænska fé- lagsins Sænska félagið heldur upp á Valborgarmessu föstudaginn 30. apríl í Jósölum, veitingahúsi Íshesta í Hafnarfirði, með kvöldverði, sænskum vorsöngvum og varðeldi. Bertil Jobeus, sendiherra Svía á Ís- landi, heldur hátíðarræðu á Valborg- armessukvöldi Sænska félagsins. Nýlega hafa Íslenska sænska félagið og Svenska föreningen, sem starfað hafa á Íslandi um hálfrar aldar skeið, verið sameinuð undir merkj- um Sænska félagsins. Hægt er að tilkynna þátttöku á heimasíðu fé- lagsins: www.svenskaforeningen.is Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.