Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN S. STEINGRÍMSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn
28. apríl kl. 15.00.
Gunnhildur Magnúsdóttir, Árni Ásgeirsson,
Gísli Jón Magnússon, Helga Bernhard,
barnabörn og langömmubarn.
Móðir okkar,
GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR,
Skúlagötu 72,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 23. apríl, verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
28. apríl kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur Vignir Albertsson,
Sesselja Margrét Albertsdóttir,
Guðný Þóra Böðvarsdóttir,
Alberta Guðrún Böðvarsdóttir.
Elskuleg systir mín,
INGIRÍÐUR ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR,
Breiðagerði 9,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala Fossvogi laugardaginn
24. apríl.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Kjartan Ólafsson.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
vináttu og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns og bróður,
PÉTURS PÉTURSSONAR
rennismiðs,
Skúlagötu 20.
Fyrir hönd aðstandenda,
Lilja Hannesdóttir,
Hörður Pétursson.
HREGGVIÐUR DANÍELSSON
frá Bjargshóli, Miðfirði,
Vestur-Húnavatnssýslu,
síðast til heimilis
á Ásbraut 9, Kópavogi,
lést á Landspítalanum laugardaginn 24. apríl.
Fyrir hönd vandamanna,
Þórir Daníelsson.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs föður míns, tengdaföður, afa og
langafa,
MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR,
Stóragerði 23,
Reykjavík.
Kristín Dagný Magnúsdóttir, Guðmundur Sigurvinsson,
Júlíana Guðmundsdóttir, Sigurður Árni Reynisson,
Anna Linda Guðmundsdóttir, Björn Víðisson,
Magnús Guðmundsson
Garbriela Líf Sigurðardóttir,
Dagur Sigurðarson.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA SVEINSDÓTTIR
sjúkraliði,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 17. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sveinn Guðmundsson,
Kristinn Guðmundsson,
Guðmundur Guðmundsson,
tengdadætur og barnabörn.
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
GUÐMANN HEIÐMAR,
lést á heimili sínu sunnudaginn 25. apríl.
Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju föstu-
daginn 30. apríl kl. 13.00.
Gunnar Þór Guðmannsson, Sigrún A. Jónsdóttir,
Katrín Ösp Gunnarsdóttir,
Björn Þór Gunnarsson.
MARÍA BJARNASON
frá Bakka,
síðast til heimilis
á dvalarheimilinu Skálahlíð,
Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar sunnudaginn 25. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fjölskylda hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og aðstoð við útför
ÍSAKS ÁRNA ÁRNASONAR.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar á
Sauðárkróki fyrir alúð og umhyggju í veikindum hans.
Rögnvaldur Árnason,
Sigurlína Árnadóttir,
Ragnhildur Árnadóttir,
Trausti Helgi Árnason
og aðrir vandamenn.
✝ Einar Arnaldsfæddist í Reykja-
vík 6. febrúar árið
1950. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans í Foss-
vogi hinn 18. apríl
síðastliðinn. Einar
var sonur hjónanna
Ásdísar Andrésdótt-
ur Arnalds frá
Neðra-Hálsi í Kjós
og Sigurðar Arn-
alds, stórkaupmanns
og útgefanda (d.
1998). Bræður Ein-
ars eru fimm. Al-
bræður Einars eru Sigurður Stein-
grímur Arnalds, kvæntur Sigríði
Maríu Sigurðardóttur, Andrés
Arnalds, kvæntur Guðrúnu Pálma-
dóttur, og Ólafur Arnalds, kvænt-
ur Ásu L. Aradóttur. Synir Sigurð-
ar Arnalds af fyrra hjónabandi
hans eru Jón L. Arnalds, kvæntur
Ellen Júlíusdóttir, og Ragnar Arn-
alds, kvæntur Hallveigu Thorla-
cius.
orðabókarinnar (útg. 1990) og var
ritstjóri bókaflokksins Reykjavík -
Sögustaður við Sund í samvinnu
við Pál Líndal sem var höfundur
fyrstu þriggja bindanna en Einar
var höfundur fjórða og síðasta
bindisins sem kom út 1989. Hann
var einnig ritstjóri bókarinnar Ak-
ureyri, höfuðborg hins bjarta
norðurs eftir Steindór Steindórs-
son og Einar ritaði bókina Stýri-
mannaskólinn í Reykjavík í 100 ár.
Í framhaldi af störfum Ásgeirs S.
Björnssonar og Eiríks Jónssonar
sá hann ásamt Eiríki um gerð Lyk-
ilbóka I . og II, nafna- og atriða-
skráa fyrir Annála 1400 – 1800,
sem Hið íslenska bókmenntafélag
gaf út 1998 - 2002. Einar ritaði
bókina Mannslíf í húfi, sögu Slysa-
varnafélags Íslands sem kom út
2001 og var að undirbúa sögu
björgunarsveita og slysavarna-
starfs á vegum Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar þegar hann
veiktist á síðastliðnu hausti. Árið
2001 sendi Einar frá sér ljóðabók
sem nefndist Lífsvilji en kveikjan
að henni var reynsla Einars af
krabbameinsmeðferð fáum árum
áður.
Útför Einars verður gerð frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Einar kvæntist Sig-
rúnu Jóhannsdóttur
sjúkraþjálfara (f.
1952) árið 1975. Hún
er dóttir Klöru
Tryggvason og Jó-
hanns Tryggvasonar
tónlistarkennara (d.
1997), en þau voru
lengi búsett í Eng-
landi. Sigrún og Einar
eignuðust þrjár dæt-
ur, þær Dagnýju Arn-
alds tónlistarkennara
(f. 1976); unnusti
hennar er Kristján
Torfi Einarsson, Ólöfu
Helgu Arnalds tónlistarmann (f.
1980) og Klöru Jóhönnu Arnalds,
menntaskólanema (f. 1988).
Einar lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1970 og BA-prófi í ensku og sögu
frá Háskóla Íslands árið 1980.
Hann réðst til starfa hjá Bókaút-
gáfunni Erni og Örlygi og vann við
gerð Ensk-íslenskrar orðabókar
(útg. 1984) og Íslensku alfræði-
Hörðu stríði er lokið og Einar Arn-
alds, minn góði og fallegi mágur, hef-
ur fengið frið í dauðanum. Þeir voru
búnir að horfast í augu oft og lengi og
við héldum að lífið ætlaði að sigra.
Einar leit aldrei undan heldur lýsti
sjálfur þessu einvígi af einstöku
æðruleysi og einlægni í ljóðabók sinni
„Lífsvilja“ sem kom út fyrir þremur
árum:
Óvissa
Hún kitlar hjartað lengi,
skelfingin,
uns kjarkur
grípur þéttingstaki
um hönd hennar.
Lífið rígheldur í sitt
svo það rjúki ekki út í buskann,
eins og karamellubréf
í hvössum vindi.
Nú er óvissunni lokið. Vindhviðan
var of hvöss. Lífið varð að sleppa tak-
inu og við sitjum eftir hnípin og hljóð.
Einar var mörgum kostum búinn.
Hann var hlýr og glaður, skemmti-
legur, vel lesinn og lifandi. Hann var
fínlegur og viðkvæmur en um leið
sterkur og traustur.
Ein dýrmætasta gjöf sem hægt er
að gefa öðrum er tími. Þó er þetta sú
gjöf sem fæstir tíma að gefa. Við er-
um að flýta okkur svo mikið. En Ein-
ar hafði alltaf nógan tíma. Hann gaf
sér tíma til að passa börnin sín meðan
þau voru lítil og hlusta á þau eftir að
þau uxu úr grasi, til að ganga í vinn-
una, til að hlusta á tónlist, temja
hesta, vera með fjölskyldunni, yrkja
ljóð og semja sögur, skreppa í heim-
sókn til okkar án tilefnis og drekka te-
bolla, planta trjám og gera við sum-
arbústaðinn.
Oft fékk ég hann til að lesa yfir það
sem ég var að bauka við að skrifa og
hann gerði það af slíkri kostgæfni að
ég mun alltaf búa að því sem hann
ráðlagði mér. Ég fann að hann hafði
gefið sér tíma til að lesa af fullri at-
hygli áður en hann gerði sínar at-
hugasemdir.
Að lokum þakka ég Einari fyrir
samfylgdina og vona að hann lesi
þetta að lokum yfir öxlina á mér og
þurfi ekki að krota mikið út á spáss-
íuna.
Hallveig Thorlacius.
Sem þá á vori sunna hlý
sólgeislum lauka nærir
og fífilkollum innan í
óvöknuð blómin hrærir:
svo vermir fögur minning manns
margt eitt smáblóm um sveitir lands,
frjóvgar og blessun færir.
(Jónas Hallgr.)
Þetta ljóð er um vorið og birta vors-
ins lýsir best þeim minningum sem ég
geymi um mág minn Einar.
Efst er í huga einstaklega fallegt
bros og síðan það ljúfa í fari hans sem
var svo eðlislægt.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
þakka ég fyrir samfylgdina.
Sigríður María.
Þegar ég fæddist varst þú 18 ára,
Einar minn. En ég man auðvitað ekk-
ert eftir þér þá sem unglingi. Ég man
fyrst eftir þér þegar þú varst orðinn
ungur maður og skriðinn yfir tvítugt.
Það sem er greypt í barnsminnið hvíl-
EINAR
ARNALDS