Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 24
LISTIR
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NEMENDALEIKHÚS Leiklistarhá-
skólans í Malmö frumsýnir í kvöld leik-
sýninguna Improvisation på slottet
(Spuni í höllinni) á Teater Fontänen í leik-
stjórn Benedikts Erlingssonar. Að-
spurður lýsir Benedikt sýningunni sem
háðsádeilu á leikhúsheiminn og lífið bak
við tjöldin, en Benedikt bjó til leikgerðina
upp úr sjö leikverkum Molières. Að sögn
Benedikts er meginuppistaðan í verkinu
annars vegar einþáttungur Molières sem
nefnist L’Impromptu de Versailles (Spun-
inn í Versölum) og hins vegar leikrit hans
Don Juan, en auk þess má finna búta og
vísanir í fjölmörg önnur verk Molières t.d.
Aurasálina og Ímyndunarveikina.
„Einþáttungur þessi, Spuninn í Versöl-
um, er afar sjaldan leikinn en þetta er
mjög merkilegt leikrit því Molière skrif-
aði það í raun um sjálfan sig. Í verkinu er
hann sjálfur í aðalhlutverki og er að leik-
stýra leikurunum sínum, en hann hefur
tvo tíma til að æfa nýtt verk fyrir Lúðvík
XIV og sýna í Versölum. Í einþáttungnum
er Molière að gera grín að sjálfum sér og
skoða bæði sjálfan sig og skemmt-
anabransann eins og hann kom honum
fyrir sjónir árið 1663. Í stuttu máli má
segja að við færum verkið til nútímans og
notum þennan gamla texta til að varpa
ljósi á okkar eigin heim, því það er svo
sannarlega ákveðin hliðstæða milli bar-
okkleikhússins þá og þeirrar uppstríluðu
gervimennsku sem tröllríður öllum
skemmtanabransanum í dag.“
Þó að margt sé enn líkt þá er að mati Bene-
dikts nokkuð fróðlegt að skoða suma þá hluti
sem breyst hafa í tímanna rás. „Það er t.d. mjög
merkilegt með Don Juan að á sínum tíma þótti
hann mjög hættulegur karakter og mikill
glæpamaður, enda svaf hann hjá öllu kviku, var
algjörlega trúlaus, gifti sig og sveik konurnar
jafnóðum. Þessi Don Juan-mórall, eða fjöl-
kvænismórall, er í raun bara orðið normið í dag,
ef maður á að trúa öllum Séð og heyrt blöð-
unum frá Hollywood, enda skipta stjörnunar
þar um maka vikulega. Vandamálið er að í dag
telst Don Juan enginn glæpamaður. Fyrir okk-
ur er hann bara venjulegur gaukur, þó að fjöl-
lyndur sé, og við skiljum ekki hvað hann þótti
hættulegur á sínum tíma og hvað var svona
ögrandi í hegðun hans. Í dag þyrfti hann að
vera fjöldamorðingi ef hann ætti að geta gengið
jafnmikið fram af okkur og hann gekk fram af
samferðafólki Molières.“
Hvetjandi fyrir leikara að
skilja ekki leikstjórann til fulls
Þetta er í annað sinn sem Benedikt leikstýrir
Nemendaleikhúsinu í Malmö en árið 1999 setti
hann upp Sumargesti eftir Maxím Gorkí.
„Þessi hópur sem er að útskrifast núna kom í
námsferð til Íslands síðasta vetur og sá þá sýn-
ingu eftir mig á Nýja sviði Borgarleikhússins,
en í framhaldinu báðu þau mig að leikstýra hjá
sér. Raunar er minn mikli lærimeistari og fóst-
urfaðir, Marek Kostrzewski, prófessor við
Leiklistarháskólann hér, en ég var sem fluga á
vegg hjá honum og kenndi með honum fyrir
nokkrum árum, þannig að kannski er hann
valdur að því að ég er hér nú.“
Spurður hvernig sér gangi að gera sig skilj-
anlegan á skandinavískunni segir Benedikt það
ganga ágætlega, en bætir svo kíminn við:
„Raunar held ég að það geti nú stundum verið
mjög hvetjandi fyrir leikara að skilja ekki leik-
stjóra sinn alveg hundrað prósent.“
En Benedikt er ekki eini Íslendingurinn sem
tengist sýningunni því María Pálsdóttir, leik-
kona og nýráðinn deildarstjóri
fræðsludeildar Þjóðleikhússins, hefur
verið aðstoðarmaður Benedikts við
uppfærsluna. „María hefur verið mín
hægri hönd og mitt vinstra heilahvel í
allri vinnunni við uppsetninguna. Við
erum þannig tveir Íslendingar að
segja Svíum hvernig skemmt-
anabransinn raunverulega er,“ segir
Benedikt og hlær.
Ekki er nema tíu mánuðir síðan
Benedikt flutti ásamt konu sinni,
Charlotte Bøving leikkonu, og dóttur
þeirra til Danmerkur og starfar hann
þar sem sjálfstætt starfandi leikstjóri.
Aðspurður hvað sé framundan hjá sér
segist Benedikt lítið vita um fram-
haldið. „En í haust er ég alla vega að
fara að leikstýra konu minni í nýju
leikriti sem nefnist Smurbrauðs-
jómfrúin snýr aftur og er framhald af
Hinni smyrjandi jómfrú, sem sýnt var
í Iðnó síðla árs 2002, ætlað fyrir dansk-
an markað. Þetta verður skemmti-
legur tvíleikur þar sem smurbrauð-
sjómfrúin mætir á svæðið ásamt
tyrkneskum innflytjanda sem klæddur
er í búrku.“
Að sögn Benedikts verður verkið
sett upp á Husets Teater, þar sem
Charlotte var í vetur að leika í leiksýn-
ingunni Verdens Ende og hlaut
Reumert-tilnefningu fyrir leik sinn.
„Það var raunar mjög fyndið að meðan ég
var að undirbúa þessa Molière-sýninguna, þar
sem skemmtanabransinn er skoðaður í spé-
spegli og hinar ýmsu verðlaunaafhendingar
gagnrýndar, þá var Charlotte tilnefnd til virt-
ustu leiklistarverðlauna Dana, Reumert-
verðlaunanna. Þannig að ég fékk sjálfur að
upplifa taugatitringinn sem fylgir því að sitja í
salnum og bíða úrslitanna. Þegar svo kom í ljós
að hún hefði ekki unnið pössuðum við auðvitað
upp á að brosa og klappa fyrir sigurvegaranum,
en grétum bak við grímuna,“ segir Benedikt og
hlær við tilhugsunina.
Þess má að lokum geta að sýningin Spuninn í
höllinni verður sýnd á Teater Fontänen fram til
17. maí nk.
Skemmtanabransinn í spéspegli
Benedikt Erlingsson leikstýrir sýningu sem byggð
er á textum Molières sem Nemendaleikhúsið í
Malmö frumsýnir í kvöld.
„Í stuttu máli má segja að við færum verkið til nútímans
og notum þennan gamla texta til að varpa ljósi á okkar
eigin heim,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri.
Listasafn Íslands kl. 12.10-
12.40 Hádegisleiðsögn um sýn-
inguna Íslensk myndlist 1900
-1930. Harpa Þórsdóttir listfræð-
ingur verður með leiðsögnina.
Gallerí Reykjavík, Skólavörðu-
stíg 17 Guðmundur Björgvinsson
opnar málverkasýningu í Seli og
sýnir nokkur nýleg akrílmálverk
til 1. maí. Opið daglega kl 12-18.
Súfistinn kl. 20 Anna Pálína
Árnadóttir segir frá reynslu sinni
af krabbameini sem hún greindist
með fyrir 5 árum, en nýlega kom
út hjá bókaforlaginu Sölku
reynslusaga Önnu Pálínu, Ótuktin.
10 Dropar, Laugavegi 27 kl. 9
Ný myndlistarverk eftir Arngrím
Borgþórsson og Karl Ómarsson.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
RUMON Gamba og stjórn Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands hafa náð sam-
komulagi um að framlengja samning
hans við hljóm-
sveitina og verður
hann því aðal-
hljómsveitar-
stjóri hennar og
listrænn stjórn-
andi fram til árs-
ins 2009.
„Gamba tók við
stöðu aðalhljóm-
sveitarstjóra árið
2002 en á þeim tíma var það eindreg-
inn vilji hljóðfæraleikara að hann
fengi stöðuna enda náði hann fljótt
einstöku sambandi við hljómsveitina
og sú samvinna hefur gert góða
hljómsveit enn betri. Á þessu starfs-
ári hefur Rumon Gamba í auknum
mæli lagt mark sitt á starf sveitar-
innar, bæði hvað varðar efnisval og
hinn listræna þátt,“ segir í frétt frá
hljómsveitinni.
Þess má geta að á tónleikum vik-
unnar, þar sem m.a. 9. sinfónía
Beethovens er á efnisskránni, mun
hann stýra hljómsveitinni í sjöunda
sinn þennan veturinn.
Gamba með
Sinfóníuna
til 2009
Rumon Gamba
ÖRTRÖÐIN í miðasölu og tug-
metra löng biðröðin sem blasti við
fyrir utan anddyri Salarins kl. 19.45 á
sunnudagskvöld var sjaldséð sjón fyr-
ir sígilda píanótónleika; alltjent
mundi undirritaður ekki eftir öðru
eins á þeim vettvangi og bjóst maður
vitanlega fyrst við að hér hefði
óvenjuöflug fiskisaga farið á kreik.
Ellegar að kraftaverk hefði gerzt í
forkynningarmálum.
Því miður reyndist skýringin ekki
alveg koma til af svo góðu. Eftir því
sem skilja mátti á Jónasi Ingimund-
arsyni, þegar hann steig á stokk
nærri hálftíma yfir áætlaðan tíma og
strengdi þess efnislegu heit að málin
skyldu „endurskoðuð“, hafði hið
nýsjósetta miðapöntunarkerfi tón-
leikahússins á alnetinu ekki annað
eftirspurn, og líkast til bætti gráu of-
an á svart hve margir mættu rétt fyr-
ir auglýstan tímapunkt. Munar um
minna við húsfyllisaðsókn.
Lengi kvað hafa verið von á einum,
því hinn síbersk-rússneski píanóleik-
ari Igor Kamenz (f. 1968), er nú býr í
Þýzkalandi, hugleiddi þegar fyrir um
átta árum að koma hér við, en tókst
sem sé fyrst nú að fleyga Íslandsför
inn í þéttskipaða tónleikaskrá sína.
Má fullyrða að Salurinn hafi þar kom-
ist í feitt, og gæti eftir síðustu gesta-
komum að dæma hvað úr hverju farið
að taka sér forystuhlutverk í hingað-
kvaðningu erlendra stórstjarna til
jafns við Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Líkt og landar hans Vladimir
Ashkenazy og Mikhail Pletnev mun
Kamenz jafnvígur í píanóleik og
hljómsveitarstjórn, og var ekki laust
við að þess sæi merki í „dispósísjón“
eða heildarsýn túlkunar, er missti
hvergi sjónar á stórstrúktúr verk-
anna – sama hversu mikið gæti ann-
ars gengið á þegar tilfinningahliðin
fékk sína oftast vel staðsettu útrás.
Hlustendum birtist kraftmikill en lit-
ríkur píanisti; ekki með öllu laus við
sérvizku, en á móti oft þrælskemmti-
legur í persónulegum útleggingum
sínum.
Af hinum makalaust bráðgeru
þrem sónötum Beethovens í Op. 10
frá 1798 lék Kamenz í upphafi nr. 3 í
D-dúr. Leikið var af að vísu stundum
nokkuð síðrómantískum hita, að mað-
ur segi ekki hrykkjóttri dýnamískri
mótun, svo virzt gæti sem upphitun-
arhlutverk dagskráratriðisins væri
endrum og eins fullmikið í forgrunni,
enda að auki nánast farið hvíldarlaust
„attacca“ í hvern næsta þátt. Sama
átti við um Tunglskinssónötuna (Op.
27 nr. 2) frá 1801, tileinkaða 16 ára
gömlum nemanda Beethovens Giul-
ietta Guicciardi, þar sem fíngerðari
píanisti hefði ugglaust séð sóma sinn í
að skila öllum þríólunótum 1. þáttar,
enda varð þónokkrum þöglu lofti að
bráð hjá Kamenz, er sló mann ekki
beinlínis sem dæmigerður Mozart/
Scarlatti túlkandi. Hins vegar mátti
gruna hvað væri í vændum í storma-
sömum lokaþættinum, er örugglega
hefði komið hinni handsmáu hýreygu
Giuliettu til að roðna og hvítna á víxl.
Mikill sjarmi var yfir fyrra ljóði
Skrjabins úr Op. 32, og hið seinna var
stormandi vakurt, a.m.k. við senni-
lega fyrstu heyrn manns er lítið var
hagvanur fyrir í verkum þessa rúss-
neska tímamótatónskálds frá upphafi
20. aldar. Eftir þessi tvö stuttu skap-
gerðarstykki tók aftur á móti við risa-
vaxið hálftímalangt meistaraverk
Franz Liszts frá 1853, sónatan í h-
moll. Grettistak flestum píanistum að
komast bara í gegnum án axlataks og
harðsperrna, hvað þá að geta dregið
fram sérkenni og andstæður í flókinni
hringformsframvindu, þar sem ný-
stárleg „stefræn ummyndun“ Liszts
(er átti eftir að reynast mörgum
seinni tíma tónskáldum frjó aðferð,
enda ólíkt ýmsum síðari pappírstón-
smíðaaðferðum fyrirbrigði sem heyr-
ist). Kraftur, litauðgi en samt æver-
andi formræn yfirvegun Kamenz var
hér engu lík, og lá við að seiðandi túlk-
un hans leiddi hlustendur inn í sjálft
sköpunaraugnablik ungverska píanó-
ljónsins. Það kom því engum á óvart
að hann uppskæri tvö klöpp á fæti, hið
seinna eftir annað aukalagið.
Hér fór án nokkurs vafa píanóper-
sónuleiki af fyrstu gráðu.
Píanópersónuleiki
af fyrstu gráðu
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Salurinn
PÍANÓTÓNLEIKAR
Beethoven: Píanósónata í D Op. 10,3;
Píanósónata í cís Op. 27,2. Skrjabin: Tvö
ljóð Op. 32. Liszt: Píanósónata í h. Igor
Kamenz píanó. Sunnudaginn 25. apríl kl.
20.
Morgunblaðið/Sverrir
„Kraftur, litauðgi en samt æver-
andi formræn yfirvegun Kamenz
var hér engu lík,“ segir í umsögn.
RÍMURNAR af Mábil sterku er yf-
irskrift málþings sem Félag íslenskra
fræða heldur á rannsóknarkvöldi í
húsi Sögufélags Íslands kl. 20.30 ann-
að kvöld. Valgerður Brynjólfsdóttir
segir frá rímunum af Mábil sterku og
óvenjulegri sýn þeirra á frelsissvipt-
ingu kvenna í kjölfar hjónabands.
Valgerður lauk nýverið MA prófi í
íslensku og fjallaði lokaverkefni henn-
ar um þetta efni. Rímurnar af Mábil
sterku voru líklega ortar á Vestfjörð-
um um eða eftir miðja 15. öld. Um-
fjöllunarefnið er erfðaréttur kvenna
og augljóst er að ekki hafa allir verið
þeirrar skoðunar að konur skyldu
standa jafnfætis körlum í þeim efn-
um. Mábil sterka er eins konar mey-
kóngur. Hún ræður ríkjum í Vallandi
en þarf að berjast fyrir þeirri stöðu
sinni.
Rímur af
Mábil á rann-
sóknarkvöldi
FRESTUR til að skila inn smásögu í
glæpasagnasamkeppni Grand Rokks
rennur út 1. maí. Þriggja manna dóm-
nefnd, með foringja Hins íslenska
glæpafélags, velur bestu sögurnar og
úrslit verða tilkynnt á menningarhá-
tíð Grand Rokks í byrjun júní.
Handriti á að skila undir dulnefni
og rétt nafn fylgi með í lokuðu um-
slagi. Handrit skal sent til Grand
Rokk, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík.
Merkt: Samkeppni.
Skilafrestur
að renna út