Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 45
Á MORGUN, miðvikudaginn 28. apríl kl. 20.00, hefst í Leik- mannaskóla kirkjunnar vornám- skeið sem nefnist Er líf eftir dauðann? og fjallar um Biblíuna, dauðann og eilífðina. Kennari á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfjarð- arkirkju. Viðfangsefni námskeiðsins er þróun og mótun Biblíunnar og hugmynda hennar um dauðann og eilíft líf. Einnig verða þessar hugmyndir bornar saman við kenningar um endurholdgun, spíritisma og efahyggju. Að end- ingu verður fjallað um boðskap Jesú um dauðann og eilífðina. Námskeiðið fer fram í Grens- áskirkju og hefst miðvikudaginn 28. apríl, kl. 20.00. Kennt verður í þrjú skipti, tvo tíma í senn. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskól- ans, www.kirkjan.is/leik- mannaskoli. Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja Biblían, dauð- inn og eilífðin STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfstæð/ur og sjálfri/sjálfum þér nóg/ur. Á sama tíma ertu viðkvæm/ur fyrir áliti annarra og því áttu það til að draga þig meira í hlé en ástæða er til. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur mörg járn í eldinum þessa dagana og þarft því að hafa þig alla/n við svo að ekk- ert fari úrskeiðis. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er hætt við að óvænt uppá- koma trufli einbeitingu þína. Leggðu þig alla/n fram um að halda þínu striki því annars er hætt við að þú missir tökin á því sem þú ert að gera. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að gera það upp við þig hvert þú stefnir og með hvaða hætti þú ætlar að ná markmiðum þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu það ekki á þig fá þótt smávægileg vandamál komi upp í samskiptum þínum við samstarfsfólk þitt í dag. Þau munu að öllum líkindum leys- ast af sjálfu sér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki teygja þig út í rök- ræður sem þú ert dæmd/ur til að tapa. Ókunnug manneskja mun sennilega koma inn í líf þitt og færa þér mikinn lær- dóm. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að gæta þess að týna þér ekki í smáatriðunum. Verkefnið sem þú vinnur að krefst þess fyrst og fremst að þú hafir heildarsýn yfir hlutina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er oft viturlegt að leggja þau verkefni sem maður vinn- ur að til hliðar þannig að mað- ur geti komið að þeim að nýju og öðlast nýja sýn á þau. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft ekki að vaða yfir allt og alla til að koma málstað þín- um á framfæri. Reyndu að temja þér meiri tillitssemi í samskiptum við aðra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er um að gera að eiga áhugamál sem gleðja sálina. Þú verður þó að gæta þess að sinna alvöru lífsins þegar hún kallar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt ekki annars úrkosti en taka því sem að þér er rétt þessa dagana. Sýndu þol- inmæði á meðan þetta varir og minntu þig á að fljótt skipast veður í lofti. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Efasemdir um eigið ágæti eru sannkallað eitur sem dregur úr okkur allan mátt. Það er því vænlegast til sigurs að missa aldrei trúna á sjálfa/n sig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Varastu að dæma hlutina við fyrstu sýn því það er oft ómögulegt að sjá á yfirborðinu hvað undir býr. Gefðu þér tíma til að grandskoða málin áður en þú tekur afstöðu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 45 DAGBÓK  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 LÍFSGLEÐI www.heilsuvernd.is Á HEIÐINNI Geng ég og þræði grýtta og mjóa rökkvaða stigu rauðra móa; glóir, liðast lind ofan þýfða tó, kliðar við stráin: kyrrð og ró. Litir haustsins í lynginu brenna; húmblámans elfur hrynja, renna í bálinu rauðu, rýkur um hól og klett svanvængjuð þoka sviflétt. - - - Snorri Hjartarson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 27. apríl, verður fimmtug Rann- veig Sturlaugsdóttir, Akra- nesi. Af því tilefni munu hún og eiginmaður hennar taka á móti vinum og vanda- mönnum kl. 20 laugardag- inn 1. maí í sal frímúrara að Stillholti 14, Akranesi. 75ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 27. apríl er 75 ára Sverrir Davíðsson, fyrrverandi sjómaður, Blá- hömrum 2, Reykjavík. Hann afþakkar afmælisgjafir en verður með kaffisamsæti fyrir vini, ættingja og aðra samferðamenn í Hlégarði, Mosfellsbæ, sunnudaginn 2. maí kl. 15-18. ÁSMUNDUR Pálsson rak augun í þessa þraut á Net- inu og þótti mikið til um: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠D9 ♥4 ♦KG76542 ♣Á83 Suður ♠Á52 ♥KDG32 ♦D ♣K765 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur kemur út með smáan spaða og drottningin heldur slag. Hver er áætl- unin? Vandinn er þessi: vörnin mun dúkka tíguldrottn- inguna og þá lítur út fyrir að innkomu vanti í borð til að nýta tígulinn. Það er varla fræðilegur möguleiki á níu sögum án þess að gera út á tígullitinn, svo þetta er al- varlegt mál. Norður ♠D9 ♥4 ♦KG76542 ♣Á83 Vestur Austur ♠KG63 ♠10874 ♥10765 ♥Á98 ♦Á9 ♦1083 ♣G92 ♣D104 Suður ♠Á52 ♥KDG32 ♦D ♣K765 Lausnin er þessi: Sagn- hafi fer heim á laufkóng í öðrum slag og spilar tígul- drottningu, sem vestur verður að dúkka. Tígul- drottningin er þá yfirtekin með kóng og litlum tígli spil- að í bláinn! Þegar ásinn fell- ur annar, er eftirleikurinn auðveldur. Þetta er virkilega fallegt spil. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Bc5 10. Rbd2 O-O 11. Bc2 Rxf2 12. Hxf2 f6 13. exf6 Bxf2+ 14. Kxf2 Dxf6 15. a4 Re5 16. Kg1 Bg4 17. axb5 axb5 18. Hxa8 Hxa8 19. Re4 Db6+ 20. Rf2 c6 Staðan kom upp á at- skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Beer-Sheva í Ísr- ael. Rússneski stórmeist- arinn Semen Dvorys (2612) hafði hvítt gegn Ilya Khmelni- ker (2458). 21. Bxh7+! Kxh7 22. Dc2+ Rg6 23. Rg5+ Kh6 24. Re6+ Kh7 25. Rf4! Hvítur fær nú tvo létta menn fyrir hrók og varð honum ekki skota- skuld úr að nýta sér það til vinnings. 25...c5 26. Rxg4 Ha1 27. g3 d4 28. cxd4 cxd4 29. Kg2 d3 30. Rxd3 Db7+ 31. Kf2 De4 32. De2 Dc4 33. Re3 Dd4 34. Dh5+ og svartur gafst upp. Dvoirys þessi er á margan hátt sérstakur mað- ur sem lifir eingöngu fyrir skáklistina. Hann hefur í gegnum tíðina tekið ósigra afar óstinnt upp og hefur það komið fyrir þegar tap er óumflýjanlegt að hann hafi á meðan skák stendur enn yf- ir notað taflmennina til að berja sig í hausinn svo að fossblæddi. Einnig hefur það komið fyrir að að lokinni tapskák hafi hann kastað skóm sínum í áttina að and- stæðingum sínum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MEÐ MORGUNKAFFINU Óli þó! Hvað er ég búin að segja þér oft að taka út úr þér tyggigúmmíið áður en þú kyssir hana ömmu! Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkj- unnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bæna- stund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldriborgara- starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Morgunstund og fyrirbænir miðvikudaga í kirkjunni kl. 11. Þetta er stund fyrir alla sem eru heimavið og hafa tækifæri til að sækja kirkju á virkum degi. Allir velkomnir. Háteigskirkja, eldri borgarar. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Bridsaðstoð á föstudögum kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Langholtskirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16. Fjölbreytt starf fyrir 7–9 ára börn. Umsjón hafa Ólafur Jóhann og Þóra Guðbjörg. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla Laug- arneskirkju kl. 20. Bjarni Karlsson sókn- arprestur. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörðina við undirleik Gunnars Gunnarsonar á flygilinn og Hannesar Guðrúnarsonar sem leikur á klassískan gítar. Gengið er inn um aðaldyr kirkju eða komið beint inn úr fullorðins- fræðslunni. Kl. 21.30 fyrirbænaþjónusta við altarið í umsjá bænahóps kirkjunnar. Neskirkja: Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. All- ir velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheim- ilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í Ártúnsskóla. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja: Strákastarf 8–12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16. Helgistund, söngur, spil og spjall. Kaffi og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag í Rimaskóla kl. 20–22 fyrir unglinga í 8. bekk. Æskulýðs- félag í Grafarvogskirkju kl. 20–22 fyrir ung- linga í 9. og 10. bekk. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Sam- verustund kl. 14.30–16. Fræðandi innlegg í hverri samveru. Lagið tekið undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Kaffi og stutt helgistund. Allir hjartanlega velkomnir. Starf með 8–9 ára börnum í Borgum kl. 17–18 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Starf með 10–12 ára börnum á sama stað kl. 18–19 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3, kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. SELA yngri deild kl. 20–22. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar stundir fyrir hressa krakka. Æskulýðs- félagið (Megas) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Einarsdótt- ir og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er opið hús fyrir unglinga 13–15 ára. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16.30 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Karlar og konur, yngri sem eldri, eftirlaunafólk, ör- yrkjar og atvinnulausir velkomnir. Spilað, spjallað og kíkt í blöðin. Samverunni lýkur með helgistund kl. 16. Umsjónarmaður Nanna Guðrún djákni. Þorlákur sækir þá sem vilja og ekur þeim heim. Sími 869 1380. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30- 19. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 Kirkjuprakkarar Landakirkju, 6–8 ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 16 Litlir lærisveinar, kóræfing yngri hóps. Kl. 17.10 Litlir læri- sveinar, kóræfing eldri hóps. Kl. 18.30 kaffihúsamessuhópur, æfing fyrir ferð á Suðurnes og í Garðabæ. Safnaðarheimili Landakirkju. Keflavíkurkirkja. Alfahópur kemur saman í Kirkjulundi kl. 12–15. Léttur málsverður, samfélag og fræðsla um kristna trú. Einnig verður komið inn á stöðu atvinnulausra. Umsjón María Hauksdóttir. Styrktaraðilar eru Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavík- ur og nágrennis, Verslunarmannafélagið og Iðnsveinafélagið ásamt Keflavíkur- kirkju. Allir velkomnir. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari upp- lýsingar á www.kefas.is. AD KFUK, Holtavegi 28. AD KFUK kl. 19 í kvöld. Afmælis- og inntökufundur AD KFUK. Fundurinn hefst með borðhaldi kl. 19. Verð fyrir matinn 2.600. KFUK er opið fyrir allar konur 18 ára og eldri. Nýjar fé- lagskonur boðnar velkomnar. Frænkurnar Anna Lilja Einarsdóttir og Anna Elísa Gunn- arsdóttir spila fjórhent á píanó. Hildur Eir Bolladóttir, guðfræðinemi, flytur hugleið- ingu fyrir sr. Jónu Hrönn Bolladóttur um glímuna við guð. Allar konur velkomnar. Nauðsynlegt að skrá sig í matinn. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í kapellu kl. 18.10. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17.30 Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk. Kl. 19.15 Alfanámskeið. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Trúðu mér! Ég á eftir að finna meira fyrir þessu en þú!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.