Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6 og 8.30. B.i.12 ára
AKUREYRI
kl. 10. B.i.12 ára
Enginn trúir því að
hann muni lifa af þetta
villta og seiðandi
ferðalag.
Viggo Mortenson í magnaðri
ævintýramynd byggð á sannri sögu!
Kvikmyndir.is
„Frábærar
reiðsenur,
slagsmálatriði,
geggjaðir
búningar og
vel útfærðar
tæknibrellur“
Fréttablaðið
i ,
l l i i,
j i
i
l
i ll
l i
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA
KL. 5.40, 8 OG 10.20. B.I. 12 ÁRA.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.50, 5.40, 8 og 10.20. B.i.12 áraSýnd kl. 8 og 10.05. B.i. 16. Kl. 5.40 og 8.
Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og
seiðandi ferðalag.
i tr ir í i lif f tt illt
i i f r l .
Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd
byggð á sannri sögu!
„Stórkostlegt
kvikmyndaverk“
HL. MBL
SV. MBL
Sýnd kl. 10.30.Sýnd kl. 6 og 8.
Kvikmyndir.is
F r u m s ý n d e f t i r 1 0 d a g a
„Frábærar
reiðsenur,
slagsmálatriði,
geggjaðir
búningar og
vel útfærðar
tæknibrellur“
Fréttablaðið
i ,
l l i i,
j i
i
l f
i ll
l i
Fyrsta stórmynd sumarssins
VG. DV
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 6 og 10.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i. 12 ára.
Það er óralangt síðan ég
sá jafn skelfilega grípandi
mynd. Án efa ein besta
myndin í bíó í dag.
KD, Fréttablaðið
SKONROKK
Valin besta breska myndin á
BAFTA verÐlaunahátíÐinni
HINN 7. maí næstkomandi verður
sumarmyndafárinu hleypt af stokk-
unum með hinni ógurlegu Van Hels-
ing, mynd sem er eitt allsherjar æv-
intýri frá fyrstu mínútu til þeirrar
síðustu.
Merkilegt verður að teljast að
myndin, sem margir telja fyrstu
„stóru“ mynd ársins verður frum-
sýnd samtímis hér á landi og í
Bandaríkjunum. Hérlendis verður
hún sýnd í Sambíóunum og Há-
skólabíói.
Það er sjarmatröllið Hugh Jack-
man (Wolverine í X-mönnum) sem
fer með aðalhlutverkið og leikur
hann Gabriel Van Helsing, einhvers-
konar átjándu aldar James Bond/
Indiana Jones. Berst hann við
skrímsl og óvætti eins og Franken-
stein og Mr. Hyde en meginverkefni
hans í þessari mynd er þrautinni
þyngra – að gera út af við sjálfan
Dracula!
Myndin er sögð sannkölluð renni-
reið, tæknibrellur eru nýttar til hins
ýtrasta og hraðinn dettur aldrei nið-
ur. Leikstjóri myndarinnar er enda
Stephen Sommers (The Mummy,
Scorpion King). Kate Beckinsale fer
þá með stórt hlutverk í myndinni.
Van Helsing heimsfrumsýnd
Hugh Jackman er Van Helsing.
í Bandaríkjunum og á Íslandi
Alvöru ævintýramynd
ENGIN deili veit ég á tónlistar-
manninum Jóni Sigurði sem er mað-
urinn á bak við þennan disk en hann
mun vera sá fyrsti
sem hann sendir frá
sér. Diskurinn kom
út síðasta vetur og
því löngu tímabært
að um hann sé
fjallað. Titill disks-
ins vísar í söguna af
Ódysseifi og sírenunum sem afvega-
leiddu sjófarendur með seiðandi
söngvum sínum. Það sem blæs Jóni
Sigurði laglínunum í brjóst eru ljóð
eftir félaga hans, Carlos Aguirre og
León Salvatierra og fylgja textar
þeirra með plötunni. Hér er sungið á
spænsku, oft raddað, og sótt í
spænska söngvahefð með klassískan
gítar í forgrunni og léttum danstakti í
suðrænum anda. Þetta eru melódísk,
einföld lög með ágætlega söngvænum
laglínum en gallinn er sá að úrvinnsl-
an er heldur brotakennd. Það kemur
ekki fram hverjir sjá um hljóðfæra-
slátt á diskinum, aðeins að það sé
„Jónsbandið“. Það er einkum brokk-
gengur trommuleikur (með áberandi
ofnotkun á sneriltrommunni, bongó-
trommurnar hlaupa líka stundum út-
undan sér og láta laglínuna lönd og
leið) og veikur söngur sem truflar, t.d.
í „Mi Amada y mi amor“, þar sem
raddir ná ekki öllum nótum og útkom-
an verður afar bjöguð og ruglingslegu
samspili trommusláttar, radda og raf-
magnsgítars í „Inseparables her-
manas“ er varla hægt að lýsa með
orðum. Gítarleikur er hins vegar þol-
anlegur og nær á köflum að færa
manni suðrænt andrúmsloft, eins og
t.d. í „Tú y yo juntos“ þar sem gít-
arnótur og lágstemmdar raddir ná
fram tregablandinni stemningu og
upphafslagið „Amantes“ býr yfir lag-
legri melódíu og í raun eru margar
laglínur hér ágætlega melódískar og
gætu í réttum búningi hljómað vel.
Enginn þarf þó að óttast að
afvegaleiðast mjög langt af þessum
sírenusöngvum, til þess er söngur og
flutningur allur of viðvaningslegur til
að hrífa hlustandann.
Villa sjó-
mannsins
Jón Sigurður
Nuevos Cantos De Sirena – Nýju
söngvar sírenunnar
Lög eftir Jón Sigurð Eyjólfsson við ljóð
eftir León Salvatierra og Carlos Martínez
Aguirre. Allur söngur og hljóðfæraleikur:
Jónsbandið. Tekið upp í Gironella-stúdíói.
Tæknimaður Þórhallur Hálfdánarson.
Hljóðblöndun Þórhallur Hálfdánarson og
Jón Sigurður. Eigin útgáfa.
Morgunblaðið/Sverrir
Jón Sigurður og hljómsveit.
Steinunn Haraldsdóttir
HIPP hopp-þátturinn Kron-
ik stendur fyrir komu rapp-
arans Afu Ra til landsins en
hann verður með tónleika á
Gauknum á næsta föstudag,
30. apríl. Kvöldið hefst
klukkan 20 og stendur til
miðnættis og verður upp-
hitun í höndum Original Mel-
ody, Nafnlausra og Dj
Danna Deluxe. Aldurs-
takmark er 18 ár og kostar
1.500 kr. inn.
„Afu Ra á að baki tvær
snilldar plötur, The Body of
the Life Force(2000) og Life
Force Radio (2002), báðar
þessar plötur hafa fengið
frábæra dóma hjá gagnrýn-
endum. Afu Ra kom fyrst á
sjónarsviðið í krinum 1993
þegar hann var gestarappari
í laginu „Mental Stamina“
hjá Jeru The Damaja og
leiddi það til þess að Gang-
starr félagar Dj Premier og
Guru tóku Afu upp á sína
arma. Dj Premier aðstoðaði
Afu við gerð beggja platna
hans og varð það til þess að
Afu varð þekkt nafn innan
hiphop geirans. Hann hefur
selt um 500.000 eintök af
plötum sínum og telst það
gott þar sem hann er ekki
gefinn út hjá stóru útgefend-
unum. Einnig hefur hann
unnið með mönnum eins og
RZA og Dj Muggs úr Cypr-
ess Hill ásamt fjölda ann-
arra,“ segir í tilkynningu frá
Kronik.
„Afu Ra, sem þýðir „Lík-
ami lífsorkunnar“ (Body of
the Life Force), segir að allt
í hans lífi sé innblásið af as-
ískri menningu. Þetta sagði
hann vera afleiðingu af því
að horfa á of margar karate-
myndir. Hann hefur unnið
sér inn svarta beltið í Tai
Chi og hefur stúderað Tao-
isma og Búddisma,“ segir að
lokum í tilkynningunni.
Einn af meðlimum Gang Starr væntanlegur til landsins
Afu Ra á Gauknum
Afu Ra, sem þýðir „Líkami lífsorkunnar“
(Body of the Life Force), segir að allt í hans lífi
sé innblásið af asískri menningu.
KVIKMYNDASAFN Ís-
lands sýnir í þessari viku
japönsku kvikmyndina Ten-
goku Yo Jigoku eða Barns-
ránið eftir hinn áhrifamikla
leikstjóra Akira Kurosawa.
Myndin er líka þekkt undir
enska heitinu High and
Low.
Myndin var frumsýnd ár-
ið 1963 og var gerð fremur
seint á ferli meistarans.
Hér segir af Kingo
nokkrum Gondo sem er for-
stjóri skóframleiðslufyrirtækis sem
leggur metnað sinn í að bjóða upp á
vandaða vöru. Sameigendur Gondo
vilja hins vegar að fyrirtækið fari að
framleiða ódýra tískuskó en það er
Gondo mjög svo á móti skapi og
ákveður hann að reyna að eignast
meirihlutann í fyrirtækinu.
Þegar hann er búinn að safna að
sér því fé sem þarf er syni hans
skyndilega rænt. Snemma kemur
samt í ljós að þetta er ekki sonur
Gondo heldur sonur bílstjóra hans.
Ræninginn heimtar engu að síður
lausnargjald – en það myndi kosta
Gondo aleiguna og skógerðina.
Hann stendur því frammi fyrir erf-
iðu, siðferðislegu vali. Í Barns-
ráninu (bein japönsk þýðing er
Himnaríki og helvíti) rannsakar
Kurosawa hugtök eins og sekt, sak-
leysi, blekkingu og raunveruleika.
Styðst hann m.a. við minni úr Glæpi
og refsingu Dostojevskís.
Kvikmyndasafn Íslands sýnir sígilda Kurosawamynd
Atriði úr Barnsráninu (Tengoku Yo Jigoku).
Hvað er satt?
Um tvær sýningar á Barnsráninu
er að ræða. Í kvöld klukkan
20.00 og á laugardaginn 1. maí
kl. 16.00.
Myndin er með dönskum texta.
Aðgangseyrir er 500 krónur.