Morgunblaðið - 17.05.2004, Page 15
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 15
UFFE Balslev blómaskreytinga-
maður ætti að vera mörgum kunn-
ur, þar sem hann hefur búið hér á
landi í rúm 20 ár og unnið í mörg-
um blómaverslunum og haldið
fjölda námskeiða. Á sumarsýning-
unni í Laugardal vakti Uffe verð-
skuldaða athygli fyrir rúm, lampa,
stól, og fleira sem hann hafði
smíðað og fléttað úr íslenskum
víði. Uffe segist hafa lært körfu-
gerð sem nýtist honum við gerð
þessara hluta en hann hefur líka
lært að rafsjóða, sem er nauðsyn-
legt vegna járnvirkisins sem er í
húsgögnunum. „Mesta vinnan við
að búa til rúmið, fór í að rafsjóða,
en það tekur sjö til tíu vinnudaga
að búa til svona rúm,“ segir Uffe
sem ekki hefur prófað sjálfur að
sofa í rúminu. „En dóttir mín og
tengdasonur koma bráðum í heim-
sókn frá Danmörku og þá ætla ég
að láta þau prufa fletið.“
Uffe segir best að flétta og
vinna með víði þegar greinarnar
eru nýklipptar af trénu, því þá eru
þær enn mjúkar. „En það er líka
alveg hægt að klippa þær á fyrstu
mánuðum ársins, í janúar, febrúar
og mars og geyma þær svo á köld-
um stað og þurrka þær. En síðan
þurfa þær að liggja lengi í vatni
áður en unnið er úr þeim,“ segir
Uffe sem hefur fléttað úr víðinum
í nokkur ár en nú ætlar hann að
fara að gera þetta „af alvöru“ og
búa til fleiri húsgögn.
Uffe er alltaf með sýningu á
vinnustofu sinni heima í Hvassa-
hrauni 2 á Vatnsleysuströnd, á
öllu því sem hann býr til.
„Um að gera að banka bara
upp á, ef fólk á leið um,“
segir Uffe hinn danski að
lokum.
Húsgögn og stóll fléttað
úr íslenskum víði
HANDVERK
Uffe Balslev: Stoltur við rúm-
ið góða og ljósið stóra. Rúm-
teppið er handverk kærustu
hans, Sæunnar Ragn-
arsdóttur.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Stóll: Úr fléttuðum víði.
Þeir sem hafa áhuga á
að komast á námskeið
hjá Uffe og læra að
flétta úr íslenskum víði
geta hringt í síma 555–
3932 eða 897–1876.
Spurning: Hvað er það sem getur
valdið þessum einkennum hjá mér,
stöðugum náladofa í fótum og
höndum og stundum verkjum?
Ástandið hefur varað í nokkur ár.
Svar: Sá sem er með stöðugan
dofa eða náladofa í höndum og fót-
um á að fara til læknis og fá sjúk-
dómsgreiningu og meðferð. Orsak-
ir svona náladofa geta verið
fjölmargar, bæði tiltölulega mein-
lausar en einnig alvarlegs eðlis.
Þær geta verið bundnar við út-
taugakerfið eða miðtaugakerfið.
Dofi stafar af truflun á starfsemi
taugakerfisins, áverka á taug eða
sjúkdómi sem veldur truflun á
starfsemi tauga. Til dæmis getur
dofi í fæti átt sér margar og marg-
víslegar orsakir sem sumar eru
upprunnar í taug í fætinum en
aðrar í miðtaugakerfinu. Algeng
ástæða fyrir afmörkuðum dofa í
öðrum fæti eða hendi er áverki á
taug sem getur verið hvar sem er
frá hrygg, þar sem taugin gengur
út úr mænunni, og niður að svæð-
inu þar sem dofinn er. Slíkur
áverki getur m.a. verið þrýstingur
(t.d. brjósklos í hrygg), högg, kuldi
eða notkun verkfæra sem titra
mikið. Ein tegund af þrýst-
ingsáverka á taug sem liggur nið-
ur í fót kemur stundum hjá fólki
sem situr mikið með krosslagða
fætur en þá verður þrýstingur á
taug, utanfótar, rétt neðan við
hné. Þetta getur valdið dofa og
máttleysi í fæti. Dofi í hendi getur
einnig stafað af þrýstingi á taugar
við olnboga eða úlnlið. Einnig get-
ur verið um að ræða sykursýki,
bandvefssjúkdóm, vanstarfsemi
skjaldkirtils, alnæmi, sýkingu í eða
við taugina, vítamínskort (einkum
B-vítamínskort), áhrif eiturefna
eða lyfja og illkynja sjúkdóm.
Ýmsir sjaldgæfir sjúkdómar í mið-
taugakerfi, og þá einkum í mænu,
geta lýst sér í byrjun með dofa
sem kemur aftur og aftur. Hér er
m.a. um að ræða mænusigg (MS)
og hliðarstrengjahersli (ALS) sem
eru hættulegir og oftast ólæknandi
sjúkdómar. Dofi sem kemur aftur
og aftur og hefur staðið lengi eins
og bréfritari lýsir gefur vissulega
tilefni til læknisrannsóknar til að
fá úr því skorið um hvað er að
ræða. Flestar af þeim ástæðum
sem koma til greina eru læknan-
legar, a.m.k. að einhverju marki,
og það getur einnig létt af tals-
verðum áhyggjum að vita hvað er
að.
Hvað orsakar
náladofa?
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn-
inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið
er á móti spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum
eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222.
Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar
með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns-
sonar: elmag@hotmail.com.
Borgar sig að
fá sjúkdóms-
greiningu og
meðferð.
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR
SVARAR SPURNINGUM LESENDA