Morgunblaðið - 17.05.2004, Síða 17

Morgunblaðið - 17.05.2004, Síða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 17 ÞRETTÁN manna karlakór Sánkti Basil-dómkirkjunnar í Mosku hélt tónleika í Hallgríms- kirkju klukkan ellefu á laugardags- kvöldið, en það voru seinni tónleikar kórsins þann dag. Á efnisskránni voru aðallega rússnesk lög, bæði trúar- og veraldleg og í þeim flest- um var einhver kórmeðlimanna í einsöngshlutverki. Greinilegt var að þeir eru allir hámenntaðir söngvar- ar; þarna gat að heyra margar virki- lega fallega raddir og sumir bass- arnir voru svo djúpir að það var eins og tíbetskir lamar væru að kyrja. Verst var að engar upplýsingar var að finna í tónleikaskránni um hvaða einsöngvari var að syngja hverju sinni, auk þess sem lagaröðin var vitlaus og ekkert stóð um lögin annað en hvað þau hétu. Nánari upplýsingar um lögin hefðu verið nauðsynlegar, því, fyrir utan fáeinar undantekningar, er þetta ekki tón- list sem venjulegir íslenskir tón- leikagestir þekkja. Það eina sem hægt var að lesa var stutt ritgerð eftir Hönnu G. Sigurðardóttur, sem var ágæt í sjálfu sér en mjög al- menns eðlis og engan veginn tæm- andi. Sá einsöngvari sem var nafn- greindur var Sergei Vakulenko, ungur drengur með tæra og hljóm- mikla sópranrödd. Vakulenko söng fyrst hina forkunnarfögru Ave Mar- íu eftir Tosti og gerði það prýðilega, hann söng hreint og kunni lagið auð- heyrilega vel. Auðvitað þarf meira en góða rödd til að gera laginu við- unandi skil en ljóst er að Vakulenko er efnilegur tónlistarmaður. Hvað kórinn sjálfan varðar þá tók hann sig vel út í kirkjunni, þetta eru allt glæsilegir, virðulegir menn sem voru í síðum kuflum. Náungi sem ég ræddi við eftir tónleikana sór að hann hefði séð einn þeirra leika í James Bond-mynd og er ég viss um að það er rétt hjá honum! Söngur kórsins var tilfinningarík- ari en maður á að venjast hjá ís- lenskum kórum. Ef hægt er að gagnrýna kórinn fyrir eitthvað þá er það helst að sum lögin voru dálítið óhefluð, auk þess sem innkomur voru einstöku sinnum örlítið óná- kvæmar. Langflest á efnisskránni var þó hrífandi og mörg trúarlegu verkin voru dásamleg. Þar á meðal voru nokkur sem minntu skemmti- lega á eitt fegursta kórverk allra tíma, Vespers (Aftansöngur) eftir Rachmaninoff. Það er samsafn sálma fyrir blandaðan kór án undir- leiks, alveg laust við rómantíkina sem einkennir tónskáldið, þvert á móti fyllilega í anda austurkirkjunn- ar. Eftir því sem ég best veit hefur verkið aldrei verið flutt á Íslandi. Í stuttu máli voru þetta athygl- isverðir tónleikar, áheyrendur voru augljóslega bergnumdir og er kórn- um hér með þakkað fyrir heillandi stund. Karlar í síðum kuflum TÓNLIST Hallgrímskirkja Karlakór Sánkti Basil-dómkirkjunnar, stjórnandi Sergei Krivobokov. Lög eftir Shvedov, Golovanov, Chesnokov, Tosti, Bortnianski, auk rússneskra þjóðlaga og trúarlegrar tónlistar. Laugardagur 15. maí. KÓRTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Árni Torfason St. Basil-kórinn ásamt einsöngvaranum unga, Sergei Vakulenko.Jónas Sen Hrafnista, Hafnarfirði, Menn- ingarsalurinn kl. 14 Sigurbjörn Kristinsson myndlistarmaður opnar myndlistarsýningu. Sigurbjörn lærði húsamálun en 1947 fór hann í Myndlista- og handíðaskólann og síðan lá leiðin til Kaupmannahafnar, þar lærði hann myndlist í tvo vetur og síðan einn vetur í Frakklandi. Sigurbjörn hefur haldið fjölda sýn- inga hérlendis og erlendis, meðal annars í Svíþjóð og Rússlandi. Sýningin stendur til 15. júní. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Nýjar útgáfur af bókum Gunillu Wolde um Tuma og Emmu eru komnar út. Þuríður Baxter þýddi bækurnar. Bækurnar um Tuma og Emmu komu fyrst út á íslensku fyrir um tveimur áratugum og nutu mikilla vin- sælda hjá yngstu kynslóðinni. Fjórar bækur eru nú komnar út og fleiri væntanlegar: Tumi þvær sér, Tumi bregður á leik, Emmu finnst gaman í leikskólanum og Emma fær mislinga. Útgefandi er JPV-útgáfa. Bækurnar eru prentaðar í Belgíu. Verð hverrar bókar er 790 kr. Börn AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.