Morgunblaðið - 17.05.2004, Qupperneq 20
UMRÆÐAN
20 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Leitið og þér munuð finna
Smáauglýsingar
fiarftu a› selja? Viltu kaupa?
Á smáaugl‡singavef mbl.is eru flúsundir augl‡singa me› öllu milli himins og jar›ar.
Smáaugl‡singar eru fríar á smáaugl‡singavef mbl.is til 1. júní n.k.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
24
62
1
0
5/
20
04
Á ALÞINGI liggur fyrir frum-
varp til laga um breytingar á lög-
um um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins þar sem verið er að
afnema grundvallaratriði um
starfsöryggi starfsmanna. Rökin
fyrir frumvarpinu eru þau að færa
eigi starfsumhverfi hjá hinu op-
inbera nær því sem gildir á al-
menna vinnumarkaðinum.
Meginatriði frumvarpsins
Í frumvarpinu er í fyrsta lagi lagt
til að felld verði brott sú skylda
forstöðumanns að áminna starfs-
mann formlega fyrir brot á starfs-
skyldum eða þegar hann hefur ekki
staðið undir þeim kröfum sem talin
eru felast í starfi hans. Þá verður
slík áminning ekki lengur skilyrði
þess að hægt sé að segja starfs-
manni upp störfum. Í öðru lagi er á
sama hátt lagt til að fellt verði
brott það skilyrði lausnar embætt-
ismanns um stundarsakir að hon-
um hafi áður verið veitt formleg
áminning. Í þriðja lagi er gerð til-
laga um að gefa skuli starfsmanni
kost á að tjá sig um ástæður upp-
sagnar áður en hún
tekur gildi ef þær
eiga rætur að rekja til
þess að hann hafi
brotið starfsskyldur
sínar, nema slíkt sé
augljóslega óþarft. Í
fjórða lagi er tillaga
um að forstöðumaður
geti leyst starfsmann
undan vinnuskyldu á
meðan verið er að
skoða hvort hann hafi
brotið starfsskyldur
sínar.
Heildarsamtök op-
inberra starfsmanna, BSRB, BHM
og KÍ, ásamt fleiri aðilum hafa
mótmælt þessu frumvarpi harðlega
í umsögnum sínum og á fundum
fyrir Efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis. Þá hefur ítrekað verið
óskað eftir því að samráðsleiðin
verði farin svo að breytingar á
starfsmannalögunum verði unnar í
sátt en það hefur ekki gengið eftir.
Grafið undan starfsöryggi
ríkisstarfsmanna
Frumvarpið inniheldur grundvall-
arbreytingu á þeim reglum sem
gilt hafa um langan aldur um
starfsöryggi starfsmanna ríkisins.
Með þessu eru ríkisstarfsmenn
hvað atvinnuöryggi sitt snertir
settir undir geðþóttavald stjórn-
enda þeirra stofnana
sem þeir starfa hjá
sem aftur eru háðir
ákvörðunum ráðherra
um sitt eigið atvinnu-
öryggi. Geta ráðherrar
því haft bein áhrif á at-
vinnuöryggi rík-
isstarfsmanna. Gæti
þessi breyting haft af-
drifaríkar afleiðingar
fyrir þá starfsmenn
sem sinna viðkvæmum
málum eins og t.d. lög-
reglumenn sem eru að
rannsaka viðkvæm
mál. Ákvæði starfsmannalaganna
um áminningu hefur verið rík-
isstarfsmönnum til verndar gegn
tilviljanakenndum ákvörðunum
ráðamanna á hverjum tíma sem
kunna að vera teknar í hita leiks-
ins. BSRB ætlar forstöðumönnum
ekki að þeir séu að reka starfs-
menn sína án málefnalegra
ástæðna. Því miður eru hins vegar
dæmi sem sýna annað. Nýjasta
dæmið er þegar ríkislögreglustjóri
var dæmdur bótaskyldur vegna
ólögmætrar uppsagnar á starfs-
manni.
Frumvarpið skapar
réttaróvissu
Samkvæmt frumvarpinu mun
málsmeðferð við uppsögn starfs-
manns ráðast af því hvort starfs-
maður hafi brotið starfsskyldur
sínar eða honum er sagt upp störf-
um af öðrum ástæðum. Ekki á að
veita andmælarétt ef starfsmanni
er sagt upp störfum vegna þess að
hann hefur ekki þá kunnáttu eða
reynslu sem forstöðumaður
ákveður að starfsmaðurinn þurfi að
hafa. Í frumvarpinu er lagt til að
gefa skuli starfsmanni kost á að tjá
sig um ástæður uppsagnar áður en
hún tekur gildi ef þær eiga rætur
að rekja til þess að hann hafi brotið
starfsskyldur sínar, nema slíkt sé
augljóslega óþarft. Hefur þessi
andmælaréttur litla þýðingu fyrir
starfsmanninn að mati BSRB þar
sem þá hefur þegar verið tekin
ákvörðun um að segja honum upp
og hefur starfsmaður því engin tök
á að hafa áhrif á uppsögnina. Með
þessu er verið að stíga enn eitt
óheillasporið með því að setja sér-
reglu um að andmælaréttur eigi
ekki að gilda í öllum tilvikum við
uppsögn og er það andstætt grunn-
sjónarmiðum í stjórnsýslurétti.
Verði frumvarpið að lögum er
óljóst hvernig beita eigi reglum
stjórnsýslulaga um andmælarétt
samhliða þessari reglu í frumvarp-
inu og um leið skapast því rétt-
aróvissa á þessu sviði.
Tilgangur frumvarpsins
BSRB telur vafasamt að einblína á
réttindi og skyldur starfsmanna á
almennum vinnumarkaði. Í um-
ræðunni um kjör og réttarstöðu
ríkisstarfsmanna verður að hafa í
huga að í mörgum tilvikum er eðl-
ismunur á því hvort um er að ræða
fyrirtæki á almennum markaði eða
um opinbera stofnun. Hjá einkafyr-
irtækjum er valdið hjá eigendum,
þ.e. það eru sérhagsmunir sem
ráða en hjá opinberum aðilum eru
það hins vegar almannahagsmunir
sem ráða, ekki einstaklings-
bundnar ákvarðanir. Þeir sem
stjórna opinberum fyrirtækjum
eða stofnunum gera það ekki á
grundvelli þess að þeir eigi starf-
semina, þ.e. þeir stjórna rekstr-
inum í umboði okkar allra. Þeir
sem fara með opinbert vald eiga að
beita því af hófsemd og í samræmi
við reglur sem samfélagið setur um
meðferð slíks valds.
Á ríkisstarfsmönnum hvíla mun
ríkari skyldur og kvaðir samkvæmt
lögum sem ekki verða lagðar á
starfsmenn almenna vinnumark-
aðarins. Má þar nefna reglur varð-
andi verkfallsrétt, þagnarskyldu,
yfirvinnuskyldu, harðari refsingar
ef um brot í starfi er að ræða,
skyldu til að hlíta breytingum á
störfum. Atvinnufrelsi er heft á
þann hátt að ríkisstarfsmaður má
ekki starfa fyrir aðra samhliða sínu
starfi, stofna til atvinnurekstrar
eða ganga í stjórn atvinnufyr-
irtækja án samþykkis. Vinnuveit-
andi hefur heimild til að framlengja
uppsagnarfrest í allt að sex mánuði
og upplýsingar um störf þeirra eru
almennt ekki talin til einkamálefna.
Þá má ráða af réttarþróun í stjórn-
sýslurétti og skaðabótarétti að vax-
andi kröfur eru gerðar til rík-
isstarfsmanna við meðferð
opinbers valds og framkvæmd lög-
bundinna verkefna í þágu almenn-
ings. Þetta er það umhverfi sem
ríkisstarfsmenn búa við. Er vilji til
þess að afnema þessar skyldur svo
það sé til samræmis því sem gildir
á almenna vinnumarkaðinum? Eðli-
legt hlýtur að teljast að samhliða
auknum skyldum starfsmanna séu
einnig gerðar ríkari kröfur til rík-
isins sem vinnuveitanda.
Afnám ráðningarréttinda
starfsmanna ríkisins
Erna Guðmundsdóttir skrifar
um starfsöryggi ríkisstarfs-
manna
Erna Guðmundsdóttir
’BSRB telur vafasamtað einblína á réttindi
og skyldur starfsmanna
á almennum vinnu-
markaði.‘
Höfundur er lögfræðingur BSRB.