Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 22
22 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. SKYNDILEGA hófust umræð-
ur um að forseti Íslands kynni
að notfæra sér heimild í 26. gr.
stjórnarskrárinnar, til þess að
synja lögum frá Alþingi stað-
festingar. Fjölmiðlar þeir, sem
fyrirtækið Baugur ræður yfir,
hófu umræðuna og kynntu með
stríðsletri, að forsetinn væri í
fullri alvöru að hugleiða slíkt.
Fullyrðingarnar voru ekki
bornar til baka af forsetaemb-
ættinu. Þvert á móti. Forset-
inn ákvað, án nokkurs samráðs
við utanríkisráðherra, sem
samkvæmt lögum fer með slík
mál, að afboða för til Dan-
merkur til að vera viðstaddur
brúðkaup krónprinsins. Skýr-
ingar voru sagðar þær að af-
greiðsla mála í þinginu væri
óljós! Þetta er fordæmalaust
með öllu.
Það var því ekki að undra,
þótt fjölmiðlar færu mikinn.
Ég var þannig spurður um það af fréttamanni
sjónvarps, hvort ég teldi að forseti myndi þegar
þar að kæmi synja lögum, sem enn eru til með-
ferðar í þinginu. Ég svaraði spurningunni og lét í
ljós þá skoðun mína, að í þessu tilfelli sæi ég ekki
að forseti gæti synjað nefndu lagafrumvarpi.
Þeir, sem nær ætíð óskapast láti ég skoðun
mína í ljós, hafa ekki brugðið vana sínum, og
hafa stóryrðin að þessu sinni verið yfir meðallagi.
Geri ég ekkert með það. En hver voru og eru
mín sjónarmið? Þau eru þessi:
26. gr. stjórnarskrárinnar fjallar um, hvernig
fara beri með lagafrumvörp, eftir að Alþingi hef-
ur samþykkt þau. Óumdeilt er, að ráðherra er
skylt að bera lagafrumvarpið upp við forseta inn-
an 14 daga. Vonandi er einnig óumdeilt, að stað-
festi forseti lögin með undirskrift sinni, að tillögu
ráðherrans, er sá gerningur á ábyrgð ráð-
herrans, en forsetinn ber enga ábyrgð á því að
lögin hafi þannig verið staðfest. Enda segir í 11.
gr. stjórnarskrárinnar: „Forseti lýðveldisins er
ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum.“ Og í 1. mgr.
13. gr. segir: „Forseti lætur ráðherra fram-
kvæma vald sitt.“
Þar sem enginn vafi leikur á að ráðherrann
ber stjórnskipulega ábyrgð sé tillaga hans stað-
fest, geta engin vanhæfissjónarmið komið til álita
um forsetann. Skiptir þá engu, þótt forseti hafi
fyrr eða síðar tjáð sig um málið, eða hvort málið
snertir stöðu hans eða persónulega afkomu, svo
sem lög um afnám skattfrelsis forseta.
Þegar Ólafur Jóhannesson fyrrum prófessor
og forsætisráðherra segir á einum stað, sem nú
er mikið vitnað til, að forsetinn verði aldrei van-
hæfur, byggir hann auðvitað á því, að öll ábyrgð
hvíli á ráðherranum, enda er forsetinn ábyrgð-
arlaus af stjórnarathöfnum. Næsta augljóst er,
að Ólafur Jóhannesson nefnir ekki þá hugsanlegu
undantekningu frá meginreglunni sem synjunar-
ákvæði 26. gr. er, enda hefur hún aldrei verið
notuð á Íslandi frá lýðveldisstofnun.
Sumir fræðimenn telja, og hafa fært fyrir því
veigamikil rök, að þessi undantekning sé gild og
synjunarvaldið sé sérstök persónuleg heimild
forsetans, sem hann væntanlega ber ábyrgð á,
þótt stjórnarskráin geti engra undantekninga frá
meginreglu 11. gr. Það styrkir vissulega þetta
sjónarmið að nefndin sem undirbjó stjórnar-
skrárfrumvarpið, getur þessa viðhorfs og gerir
að sínu í athugasemdum við frumvarpið. Hitt er
hins vegar jafnljóst að slíkar skýringar geta aldr-
ei orðið rétthærri ljósum ákvæðum stjórnar-
skrárinnar sjálfrar.
Þá hafa ýmsir virtir fræðimenn tekið undir þau
sjónarmið að skv. 26. gr. hafi forseti þetta per-
sónulega vald, óháð afstöðu ráðherrans, en af
ýmsum ástæðum öðrum verði heimildinni vart
beitt. Þannig segir prófessor Ólafur Jóhannesson
að „[e]ins og 26. gr. er úr garði gerð þarf varla
að reikna með lagasynjunum…“. Og stjórnlaga-
prófessorinn dr. Bjarni Benediktsson fyrrv. for-
sætisráðherra segir efnislega að þótt ákvæðið
megi túlka sem persónulega heimild forsetans
myndi beiting þess brjóta gegn þingræðisregl-
unni, sem talin er felast í stjórnarskránni og hef-
ur verið virt hér á landi í heila öld.
Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Ragnar Gríms-
son segir árið 1977 í ritgerð sinni að þetta
ákvæði sé dauður bókstafur vegna notkunarleys-
is. Hafi það verið rétt skýring árið 1977 hefur
hún styrkst mjög að gildi á þessum 27 árum sem
síðan eru liðin. Rétt er að halda því til haga að
stjórnmálamaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson
hefur á forsetastóli sagt að ákvæðið sé bæði
„vakandi“ og „dýrmætt“ þjóðinni. Er hann þar
algjörlega á öndverðum meiði við fræðimanninn.
Þá hefur Þór Vilhjálmsson fyrrum prófessor,
forseti Hæstaréttar og dóma
við Mannréttindadómstóli
skrifað mjög athyglisverða
lærða ritgerð um efnið. Þ
færir hann fram gild rök fy
því, að án atbeina ráðherr
geti forseti ekki beitt neituna
valdi sínu. Þór hefur þó viss
lega fyrirvara á niðurstö
sinni. Lokaorð ritgerðar ha
eru þessi:
„Greinarhöfundur er í mi
um vafa um svarið við þei
spurningu, sem sett var fram
upphafi. [Hvort forseti g
einn og án atbeina ráðher
synjað lagafrumvarpi staðfe
ingar samkvæmt 26. gr. stjór
arskrárinnar.] Því veldur fyr
og fremst það, sem segir í a
hugasemdum milliþinganefn
arinnar í stjórnarskrármálin
sem lagðar voru fram á A
þingi 1944. Röksemdir þæ
sem styðja þá skoðun að u
lagasynjanir gildi hin almenna regla um fru
kvæði og meðundirritun ráðherra eru raktar h
að framan. Þar er fyrst getið um venjulega lö
skýringu á stjórnarskrárákvæðunum um fors
ann, síðan þess að á árunum 1874–1904 vo
lagasynjanir gerðar með venjulegum konung
úrskurði að frumkvæði ráðherra og loks er ræ
um stöðu forsetans sem ópólitísks aðila. Þet
eru aðalatriðin. Greinarhöfundur telur þessi r
þyngri á metunum en þau sem leiða til hinn
niðurstöðunnar. Gagnstætt því, sem ýmsir fræ
menn telja, álítur hann, að forsetinn hafi ek
persónulegt synjunarvald. Forseta ber því skyl
til þess eftir stjórnarskránni að fallast á tillö
ráðherra um staðfestingu (undirritun) lagafru
varps sem Alþingi hefur samþykkt. Ef svo ól
lega færi, að forsetinn undirritaði ekki, væri
neitun þýðingarlaus og lögin tækju gildi se
staðfest væru og án þess að þjóðaratkvæð
greiðsla færi fram.
Undir lokin er rétt að að fjalla um það, hvern
greinarhöfundur hugsar sér að mál þróist ef
lagasynjunar kemur.
Lagafrumvarp, sem Alþingi hefur samþyk
sendir forseti þingsins til ráðherrans, er fer m
málaflokkinn, sem frumvarpið varðar. Ráðher
er skylt að leggja það fyrir forseta innan tvegg
vikna. Ef hann gerir það ekki, hefur hann bro
stjórnarskrána og unnið til viðurlaga eftir rá
herraábyrgðarlögunum. Sennilega getur fo
sætisráðherra skorist í leikinn áður en til ákvör
unar kemur og sjálfur fengið forsetastaðfesting
en um það er vafi. Ráðherra verður aðeins dre
inn fyrir landsdóm eftir Alþingissamþykkt og u
skyldur þingsins í því efni er allt á huldu. Sjá
sagt er ekkert við því að segja, ef ráðherra leg
ur ekki frumvarp fyrir forseta vegna mistaka
þingi. Samkvæmt því, sem haldið hefur ver
fram í þessari grein, á ráðherra ella tvo kos
Annaðhvort gerir hann tillögu um staðfestin
eða hann gerir tillögu um synjun staðfestinga
Forseta er skylt að undirrita tillöguna, hvert se
efni hennar er. Ef hann lætur hjá líða að sta
festa lagafrumvarp að „tillögu“ ráðherra verð
það að lögum engu að síður eftir ákvörðun þin
og ráðherra. Myndi líklega þurfa einhvers kon
Um vanhæ
Eftir Davíð Oddsson
forsætisráðherra
Davíð Oddsson
ÞRIÐJA UMRÆÐA
Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórn-arinnar var samþykkt tilþriðju umræðu á Alþingi í
fyrradag. Fyrsta og önnur umræða
um frumvarpið einkenndist af póli-
tískum átökum og orðaskaki en
minna fór fyrir efnislegum um-
ræðum. Þess vegna er mikilvægt, að
ítarlegar efnislegar umræður fari
fram við þriðju umræðu um frum-
varpið.
Ein þeirra spurninga, sem komið
hafa fram í þessum umræðum, er
hvað sé athugavert við það að sami
aðili eigi bæði ljósvakamiðla og dag-
blöð. Æskilegt er að þetta atriði sé
rætt ítarlega á Alþingi. Hvers
vegna er Alþingi að setja lög um
eignarhald á fjölmiðlum? Ástæðan
er sú sama og í öðrum löndum að
talin er hætta á að of mikil völd og
áhrif safnist á eina hendi ef engar
leikreglur gildi á þessum markaði.
Víða hefur sú leið verið farin á ýms-
um tímum að draga úr hættu á því
að slíkt gerist með því að skilja á
milli blaða og ljósvakamiðla. Auð-
vitað er hægt að ræða annars konar
takmarkanir. Sums staðar er miðað
við að takmarka hlutdeild einstakra
aðila á blaðamarkaðnum. Telja má
ósennilegt að meiri samstaða yrði
hér um þá aðferð.
Í umræðunum hefur líka verið
spurt í kjölfar breytingartillagna
allsherjarnefndar hvers vegna
markaðsráðandi aðili á öðru sviði
megi eiga 5% í ljósvakamiðli en ekki
25%. Svarið er augljóslega að fjórð-
ungs eign í fyrirtæki skapar mögu-
leika á ráðandi stöðu ekki sízt ef
mikil dreifing er á eignarhlutum.
Minni líkur eru á að það geti gerzt
ef eignarhlutur nemur einungis 5%.
Áhyggjur starfsmanna fjölmiðla-
fyrirtækja vegna atvinnuöryggis og
afkomu eru skiljanlegar. Í þeim efn-
um hafa starfsmenn Norðurljósa
verið ötulastir við að koma þeim
sjónarmiðum á framfæri. Í þessu
sambandi má ekki gleyma því, að
Samkeppnisstofnun hefur nú til
skoðunar þann samruna fjölmiðla-
fyrirtækja og fyrirtækja í afþrey-
ingariðnaði, sem orðið hefur síðustu
mánuði á vettvangi Norðurljósa.
Hvað gerist ef Samkeppnisstofnun
kemst að þeirri niðurstöðu, að hún
geti ekki leyft þennan samruna?
Hvaða áhrif hefði slík ákvörðun
Samkeppnisstofnunar á atvinnu-
öryggi starfsmanna fyrirtækisins? Í
ljósi umræðna, sem orðið hafa um
þennan þátt málsins, væri æskilegt
að frekari upplýsingar kæmu fram í
þingumræðum um þá stöðu á mark-
aðnum, sem Samkeppnisstofnun
hefur nú til meðferðar.
Það er vinsæl röksemd í hörðum
umræðum um mikil átakamál, að til-
tekin frumvörp gangi gegn ákvæð-
um stjórnarskrár. Í ljósi þeirra um-
ræðna var athyglisverð sú yfir-
lýsing Ögmundar Jónassonar,
þingmanns Vinstri grænna, í um-
ræðum sl. laugardag, að hann hefði
sannfærzt um það á þingnefndar-
fundi á laugardagsmorgun, þar sem
þetta álitamál var til umræðu, að
fjölmiðlafrumvarpið bryti ekki í
bága við stjórnarskrá lýðveldisins.
Þá er mikilvægt að fram fari á Al-
þingi ítarlegar efnislegar umræður
um hugmyndir Samfylkingarinnar
um löggjöf, sem fyrst og fremst
miðaði að því að tryggja sjálfstæði
ritstjóra gagnvart eigendum og
blaðamanna gagnvart ritstjórum.
Hvernig er hægt með lögum að
tryggja sjálfstæði ritstjóra gagn-
vart eigendum, ef ritstjóri er sjálfur
eigandi eða hluthafi í útgáfufyrir-
tæki dagblaðs? Það er ekkert óeðli-
legt við slíkt fyrirkomulag, sem
þekkist víða um lönd. En hvernig á
að tryggja sjálfstæði þess eiganda,
sem jafnframt er ritstjóri gagnvart
öðrum eigendum? Og hvernig hugsa
samfylkingarmenn sér að tryggja
sjálfstæði blaðamanna gagnvart rit-
stjórum? Eiga allir blaðamenn og
fréttamenn að öðlast stöðu, sem
jafngildir í raun ritstjórastöðu?
Hvernig á að reka blöð eða frétta-
stofur með þeim hætti? Með þessum
orðum er ekki lagzt gegn hugmynd-
um samfylkingarmanna enda er það
ekki hægt á meðan þeir hafa ekki
útfært þær betur heldur einungis
spurt hvernig þetta eigi að gerast í
framkvæmd. Össur Skarphéðins-
son, formaður Samfylkingarinnar,
útskýrði þessar hugmyndir ekki
frekar í grein hér í blaðinu sl. laug-
ardag.
Það hefur mikla þýðingu fyrir
starfsemi fjölmiðlanna í landinu að
þessar umræður fari fram á Alþingi.
Þótt þær hafi fyrst og fremst verið
hávaðasamar fram að þessu hafa
þær þó undirstrikað mikilvægi fjöl-
miðlanna fyrir samfélagið og þær
hafa jafnframt beint athyglinni að
vinnubrögðum fjölmiðla. Að vísu er
hinn almenni borgari mun betur að
sér um vinnubrögð fjölmiðla heldur
en fyrir nokkrum áratugum. Fólk
sér betur í gegnum fjölmiðlana en
áður. Almenningur áttar sig betur á
því en áður, þegar vinnubrögð eru
léleg og standast ekki eðlilegar
kröfur. Það aðhald, sem fjölmiðlar
hafa frá almenningi nú, er margfalt
meira en það var áður fyrr, fyrst og
fremst vegna aukinnar þekkingar
fólks á fjölmiðlunum og starfsemi
þeirra.
Þótt þingmenn kunni á stundum
að sleppa sér lausum í hörðum um-
ræðum á Alþingi, sem er ekki endi-
lega til fyrirmyndar, á þjóðin kröfu
á því, að í jafn veigamiklu máli og
fjölmiðlafrumvarpið er að fram fari
efnislegar, málefnalegar umræður,
sem leiði í ljós styrkleika og veik-
leika í málflutningi og tillögum bæði
stjórnarflokka og stjórnarandstöðu.
Þannig fer heilbrigt löggjafarstarf
fram á þeim lýðræðislega vettvangi,
sem Alþingi er. Þingmenn hafa því
miður ekki enn uppfyllt þessa sjálf-
sögðu kröfu fólksins í landinu.
Hávaði, stóryrði og persónulegar
árásir hafa einkennt umræðurnar
um fjölmiðlafrumvarpið fram að
þessu. Nú er kominn tími til að því
linni.
Við þriðju umræðu verða að fara
fram málefnalegar umræður um
þetta stóra mál.