Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 34
34 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Smáfólk
Svínið mitt
© DARGAUD
ODDI. VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ERT SVO
TRÚGJARN...
HEF ÉG ÁKVEÐIÐ AÐ FÆRA ÞÉR
ÞENNAN ÓSÝNILEGA BIKAR! GRETTIR!!
YFIR-
HUNDUR?!
ÞESSI HEIMSKI HUNDUR
GETUR EKKI VERIÐ
YFIRHUNDUR!
HANN Á EFTIR AÐ STEYPA
LANDINU Í GLÖTUN! HANN Á
EFTIR AÐ GERA ÚT AF VIÐ
OKKUR ÖLL! HANN ER
VANHÆFUR! HANN ER...
HVERNIG Á ÉG AÐ SKRIFA
RÆÐUNA MÍNA ÞEGAR
ALLIR ERU AÐ ÖSKRA?
VÍGSLUATHÖFNINA... SNOOPY
ER AÐ SVERJA SIG INN Í
EMBÆTTI YFIRHUNDS
ALLAR STÖÐVARNAR ERU AÐ
SÝNA ÞETTA... ÞETTA ER
MJÖG FALLEG ATHÖFN...
Á HVAÐ
ERTU AÐ
HORFA?
ÉG HEF
ALDREI
VERIÐ
STOLTARI
ÞÚ
ÁTT
HANN
KALLI!
HANN
VERÐUR
BRÁÐUM
REKINN!
HVERNIG VAR
MYNDIN?
ÓGEÐSLEG! MÉR LÍÐUR
BARA ILLA NÚ
SÉRSTAKLEGA ENDIRINN
ÞEGAR MAÐUR KEMST AÐ ÞVÍ
AÐ MORÐINGINN ER FAÐIR
SÖGUHETJUNNAR OG HEFUR
DREPIÐ KONUNA SÍNA OG
HUNDINN TIL ÞESS
AÐ KOMA
PENINGUNUM
UNDAN
EN ÞEGAR HANN REYNDI AÐ
KASTA SYNI SÍNUM ÞÁ FER HANN
SJÁLFUR Í GEGNUM
GLUGGANN OG KREMST, RÉTT
ÁÐUR EN STRÆTÓ KEYRIR YFIR
HANN SEM SYSTIR HANS STÝRIR.
ÞAÐ VAR ÓGEÐSLEGT
HÆ
RÚNAR!
VAR ÉG
NOKKUÐ
LENGI?
FRÁBÆR MYND!
SÉRSTAKLEGA ÞEGAR
VONDI KALLI KREMST
Á GANGSTÉTTINNI.
SPLASS!!
?
BLÓÐIÐ FÓR
ÚT UM ALLT.
ÞAÐ VAR
EKKERT SMÁ
FLOTT!
GROIN!
!?
FANNST ÞÉR
ENDIRINN
GÓÐUR?
JÁ!
HANN VAR
SVO
FALLEGUR!
SÁ SÆTI VERÐUR ÁSTFANGINN AF
ELSKUNNI SINNI OG ÞAU FARA Í
BRÚÐKAUPSFERÐ TIL FENEYJA
?!
HÚN TILKYNNIR HONUM AÐ HANN
VERÐI FAÐIR EFTIR NOKKRA
MÁNUÐI
EN ÉG HÉLT AÐ ÞIÐ
HEFÐUÐ FARIÐ Á
SJÁ SÖMU MYND
ENGAR
ÁHYGGJUR
AMMA ER SVOLÍTIÐ
KLIKKUÐ. HÚN SOFNAÐI
EFTIR FYRSTU 10
MÍNÚTURNAR EINS OF
ALLTAF
TALLALA
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FÁTT hefur vakið jafnmikla athygli á
undanförnum vikum og stórfellt
skógarhögg sem ónefndir ráðamenn
hafa tekið ákvörðun um. Af einhverj-
um óskiljanlegum ástæðum hefur
viss hópur manna látið verkin tala.
Þeir hafa lýst margsinnis yfir þeirri
skoðun, að innan þjóðgarðsins eigi
ekki að vaxa barrtré! Þeir vilja inn-
lendan gróður og ekkert annað takk!
Einhverra hluta vegna hefur þeim
yfirsést stórar byggingar höfðingja
suður af Valhöll. Þær eru ekki þyrnir
í augum þessara sömu manna!
Kannski ætti að gera sömu kröfur til
höfðingja þeirra sem byggt hafa sér
þessar stóru og íburðarmiklu sumar-
hallir þar austur frá af sömu rökum
að þeir notist einungis við innlend
byggingarefni svo sem torf og grjót.
Banna ætti með öllu notkun innflutts
timburs, þakjárns sem og hvers kon-
ar annað byggingarefni sem ekki er
numið og unnið úr íslenskri fóstur-
mold! Og svo mætti banna með öllu
alla notkun á innfluttum farartækj-
um innan þjóðgarðsins. Menn geta
annaðhvort gengið austur á Þingvöll
eða leigt sér hest ef þeir eiga hann
ekki fyrir. Og hunda af erlendu bergi
ætti einnig að bannfæra af sömu rök-
um. Og svo má ekki gleyma fatnaðin-
um; allir gangi í innlendum vaðmáls-
treyjum, gamaldags lokubuxum og á
sauðskinnskóm innan þjóðgarðsins.
Kannski mætti viðgangast að láta sjá
sig á almannafæri í lopapeysum og
bandsokkum sem gamlar íslenskar
konur hafa prjónað af alkunnri fornri
list. Allur innfluttur fatnaður verði
því harðlega bannaður og upptækur
gerður af sérsveitum Björns sem fer
með yfirstjórn lögreglunnar og er
auk þess formaður Þingvallanefndar.
Berjatínur verði algjörlega bannaðar
nema þær hafi verið búnar til úr Ás-
mundarjárni fornu eða mýrarrauða.
Annar varningur á borð við ýmsar
neysluvörur og pjátur ýmiskonar svo
sem ljósmyndavélar, sjónauka, kvik-
myndatökuvélar, vínflöskur og bjór-
dósir á ekki að líðast. Allur matur
verði sniðinn að fornum háttum,
menn megi leggja sér til munns
hangiket, harðfisk og smjer en hvers
konar nýmóðins eiturbras á borð við
pizzur, hamborgara og steikur verði í
bann sungnar. Öll drykkja á erlendu
sulli á borð við kókakóla verði harð-
lega bönnuð. Menn verði að láta sér
nægja mysu og mjólkurdrykki og
hafa með sér ílát og aðrar kirnur sem
búið er til úr innlendu smíðaefni. Þá
mætti ekki notast við nútíma salerni
heldur gangi menn örna sinna úti á
víðavangi og skeini sig með mosa eða
grasi og leggi stein yfir kukk sinn þar
sem því verði við komið. Mættu hinir
sjálfskipuðu barrskógaféndur skoða
öll þessi sjónarmið vel og vandlega
bæði að nóttu sem degi ef þeir hyggj-
ast festa sig í umdeildum þjóðernis-
rembingi og vera sjálfum sér sam-
kvæmir í einu og öllu.
Þjóðgarðurinn er sagður vera
helgistaður allrar íslensku þjóðarinn-
ar – enginn þar undanskilinn. Ef
nokkur félagshreyfing á Íslandi get-
ur fremur gert tilkall til Þingvalla
sem einn af sínum helgustu stöðum
er það skógræktarfólk í tvennum
skilningi: Undir lok 19. aldar hófst
þar trjárækt erlendra trjátegunda,
fyrsta tilraun sem lukkaðist. Rúmum
þrem áratugum síðar eða á Alþing-
ishátíðinni 1930 var Skógræktarfélag
Íslands stofnað í Almannagjá
skammt norðan við Öxarárfoss á
móts við Furulundinn. Stórfellt skóg-
arhögg á Þingvöllum er með öllu
óskiljanlegt á öðrum stöðum en sem
sátt er um að fjarlægja barrtrén eins
og þar sem þeim hefur verið plantað
of nærri fornum rústum.
Fyrir nokkrum áratugum var hald-
inn fundur um umhverfismál. Í ræðu-
stól kom hver á fætur öðrum og var
hvatt óspart að fara í stórum hópum
austur á Þingvelli með sagir og fella
barrtrén sem þar hafa vaxið. Bað þá
þáverandi þjóðgarðsvörður, sr. Ei-
ríkur J. Eiríksson, um orðið. Hann
kvaðst skilja vel ungu róttæku menn-
ina sem vildu láta hendur standa
fram úr ermum en augljóst væri að
þeir hefðu aldrei komið austur á
Þingvelli um vetur þegar snjór liggur
yfir. Þá væri náttúra landsins bæði
lífvana og þögnin æpandi. Þá minnti
ekkert sig betur á lífið og tilveruna en
einmitt þessi fögru barrtré sem ungu
róttæku mennirnir vildu feig.
Megi þau barrtré sem vandlátir
fortíðartrúarmenn hafa enn ekki
fellt, veita öllum þeim sem koma
austur á Þingvelli bæði yndi og skjól
sem hingað til!
GUÐJÓN JENSSON,
Arnartanga 43, Mosfellsbæ.
Hver ber ábyrgð
á skógarhögginu?
Frá Guðjóni Jenssyni:
EKKI ætlaði ég að trúa bónda undir
Eyjafjöllum, sem sagði hér í Morg-
unblaðinu, að til stæði að leggja
drossíuveg inn á Þórsmörk. Ferða-
félagið Útivist bar af sér blakið. Og
svo sá ég það í blaðinu núna, að
Vegagerðin áformar að leggja blúss-
veg upp að lóni og setja þar upp alls
kyns auglýsingadrasl.
Er þetta nauðsynlegt? Og hver
hefur beðið um þetta?
Það er svo bjánalegt að engu tali
tekur að setja fé Vegagerðarinnar í
veg sem engin þörf er fyrir inn á
öræfi. Ég hefði haldið að annað væri
mikilvægara. Þórsmörk, og þá á ég
við dalinn allan milli jökla, er einhver
mestu öræfi Suðurlands. Þau blasa
við af Suðurlandsveginum, aðeins
kippkorn þaðan. Og þó eru þau ekki
öllum fær. Fjarlægð og nálægð
öræfanna gera þau heillandi. Maður
sér þau en kemst ekki þangað, nema
leggja eitthvað á sig. Hugmynd
Vegagerðarinnar um drossíuveg inn
að lóninu við Gígjökul er frámuna-
lega vitlaus og fáum eða engum til
gagns en mörgum til bölvunar.
Ég hvet vegagerðina til þess að út-
skýra fyrirætlanir sínar opinberlega,
hvaðan og hvernig þær eru komnar.
Og ég bið Vegagerðina að láta Þórs-
mörk í friði.
GUNNLAUGUR EIÐSSON,
leiðsögumaður.
Þórsmerkurferð
Frá Gunnlaugi Eiðssyni: