Morgunblaðið - 17.05.2004, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI
LIFANDI
VÍSINDI
Áskriftarsími 881 4060
LANDGRÆÐSLUVÉLIN Páll
Sveinsson er enn á ný tilbúin til
notkunar og fór í fyrsta land-
græðsluflug sumarsins á föstudag
yfir fyrirhugaðan Suðurstrand-
arveg með áburð og grasfræ.
Þetta er 31. starfsár vélarinnar, af
gerðinni Douglas DC-3, hjá Land-
græðslunni og segir Sveinn Run-
ólfsson landgræðslustjóri að hún
hafi sjaldan verið betri, árgerð
1943 og því 61 árs gömul.
Forystumenn vinaklúbba Þrists-
ins í Noregi og Danmörku komu
gagngert til Íslands um helgina til
að skoða Pál Sveinsson og fóru
með í fyrsta áburðarflug sumars-
ins. Vélin er meðal sex annarra á
Norðurlöndunum sem enn eru
flugfærar; tvær í Svíþjóð og ein í
Noregi, Danmörku og Finnlandi,
og þá í eigu viðkomandi vina-
klúbba. Páll Sveinsson er eina vél-
in sem notuð er til annars en út-
sýnisflugs og sýnis á jörðu niðri.
Landgræðsluvélin hefur verið í
æfingaflugi síðustu daga og alls 16
flugmenn verið þjálfaðir, sem
fljúga henni endurgjaldslaust í
þágu góðs málefnis. Flugþjálfun
stýrir Tómas Dagur Helgason,
flugstjóri og flugrekstrarstjóri
Landgræðslunnar.
Tómas Dagur sagðist í samtali
við Morgunblaðið hafa ásamt fleir-
um hér á landi verið í sambandi
við vinaklúbbana á Norðurlöndum
og með aðstoð Icelandair og Fé-
lags íslenskra atvinnuflugmanna
hefði tekist að bjóða fulltrúum
tveggja klúbba til Íslands. Auka
ætti þessa samvinnu og fá Íslend-
inga meira til leiks.
Jane Peterson, formaður
klúbbsins DC-3 Vennerne í Dan-
mörku, sem í eru um 2.700 manns
um allan heim, sagði það hafa ver-
ið stórkostlegt að fljúga með Páli
Sveinssyni.
„Þið getið verið stolt af því að
eiga svo frábæra vél sem hefur
verið haldið mjög vel við. Páll
Sveinsson á sér mjög langa og
merka sögu. Við höfum lengi átt
okkur þann draum að vélin geti
sameinast öðrum slíkum á Norð-
urlöndum, annaðhvort á flugmóti í
Danmörku eða Noregi. Vonandi
tekst það einhvern tímann,“ sagði
Petersen.
Vill enda ævina um
borð í Þristi
Spurð af hverju DC-3 vélarnar
væru svo vinsælar og ending-
argóðar sagði hún að smíði þeirra
hefði verið mjög vönduð á sínum
tíma. Vonandi yrði þeim haldið á
lofti sem flestum og lengst. „Ég
hef alltaf sagt að ef ég verð 100
ára gömul þá vil ég eyða mínum
síðustu dögum um borð í DC-3. Ég
vona að þeim verði haldið við svo
lengi, líkt og gert hefur verið svo
vel hérna á Íslandi,“ sagði Jane
Petersen.
Norrænir vinir Þristsins fóru í fyrsta landgræðsluflug sumarsins með Páli Sveinssyni
„Getið verið stolt af því
að eiga svo frábæra vél“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tómas Dagur Helgason, flugstjóri og flugrekstrarstjóri Landgræðsl-
unnar, lengst til hægri, og eiginkona hans, Jóna Sigurbjörg Eðvalds-
dóttir, ásamt forystumönnum norrænu vinaklúbba Þristsins. Frá vinstri
eru hjónin Thorbjørn og Laila Marie Larsen frá Noregi, hjónin Dorit og
Niels Helmø Larsen frá Danmörku, og Jane Petersen, formaður danska
klúbbsins, ásamt manni sínum, Knud Kaj Petersen.
FRAMKVÆMDIR eru hafnar af
fullum krafti við Hellisheiðarvirkj-
un. Eins og nýlega kom fram í
Morgunblaðinu eru Jarðboranir
byrjaðar á borun jarðhitahola á
Hellisheiði en einnig hefur verið
gengið frá samningum um vega-
gerð og aðstöðu, smíði hljóðdeyfa í
holurnar og borholuhúsa. Tilboð í
vélbúnað virkjunarinnar verða
opnuð síðar í þessum mánuði og í
kjölfarið fara fram útboð í ýmis
önnur verk, m.a. stöðvarhús og
smíði gufu- og skiljuvatnslagna.
Frá þessu er greint í fréttabréfi
Orkuveitu Reykjavíkur og þar er
birt meðfylgjandi mynd sem sýnir
frumdrög hönnunar á stöðvarhúsi
Hellisheiðarvirkjunar við Kolvið-
arhól. Nú liggur fyrir verkhönnun-
arskýrsla í lokadrögum. Að henni
hefur unnið fjöldi ráðgjafa um
nokkurra mánaða skeið, þ.e. ráð-
gjafafyrirtækin TARK-Teiknistof-
an, Verkfræðistofa Guðmundar og
Kristjáns (VGK), Fjarhitun, Raf-
teikning, Rafhönnun og Landslag.
Von á fleiri útboðum
Í fréttabréfi OR segir að á
grundvelli þessarar vinnu hafi fjöl-
mörg útboð farið fram og von sé á
fleiri útboðum á næstu mánuðum.
Orkuveitan hyggst starfrækja
upplýsingamiðstöð í skíðaskálan-
um í Hveradölum í sumar. Þar
verða til sýnis margs konar upp-
lýsingar og fróðleikur um virkj-
unina, rannsóknir á virkjunar-
svæðinu og tæknilega uppbygg-
ingu.
Hönnun
Hellisheið-
arvirkjun-
ar að ljúka
Tölvumynd/Tark-Teiknistofan
fram ósk um að þegar umsagnir
þeirra nefnda þingsins, sem fengu
málið til umsagnar berast, verði
þær teknar til umræðu í nefndinni,“
sagði Bjarni.
Áður en frumvarpinu var vísað til
síðustu umræðu á laugardag var til-
laga minnihluta allsherjarnefndar
um að málinu verði vísað frá felld.
Breytingartillögur meirihluta
nefndarinnar við frumvarpið voru
hins vegar samþykktar. Atkvæði í
þessum atkvæðagreiðslum féllu á
sama veg og í atkvæðagreiðslunni
um að frumvarpinu yrði vísað til síð-
ustu umræðu.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
FJÖLMIÐLAFRUMVARP ríkis-
stjórnarinnar er fjórða mál á dag-
skrá Alþingis í dag en því var vísað
til þriðju og síðustu umræðu á laug-
ardag. Var það samþykkt með 30
atkvæðum þingmanna Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks gegn
27 atkvæðum stjórnarandstöðunn-
ar og Kristins H. Gunnarssonar,
þingmanns Framsóknarflokks.
Bjarni Benediktsson, formaður
allsherjarnefndar, sagði við Morg-
unblaðið í gærkvöld að ekkert hefði
verið ákveðið um hvort fjölmiðla-
frumvarpið yrði tekið til umfjöllun-
ar í allsherjarnefnd fyrir þriðju um-
ræðu á þingi. „Það hefur komið
sögðu m.a. í atkvæðagreiðslu að
málið væri enn vanreifað. Guðjón A.
Kristjánsson, formaður Frjálslynda
flokksins, sagði að ná hefði mátt
sátt í þessu máli ef menn hefðu vilj-
að vinna það á lengri tíma og með
öðru lagi en hér hefði verið gert.
Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, sagði við aðra um-
ræðu að hann hefði orðið sannfærð-
ur, eftir fund með lögfræðingum í
efnahags- og viðskiptanefnd, að
frumvarpið bryti ekki í bága við
stjórnarskrá.
Fjölmiðlafrumvarpið á
dagskrá Alþingis í dag
Fjölmiðlafrumvarp/4, 6, 10
Í BÍLABÚÐ Benna er nú kominn dýrasti sportbíll
sem sést hefur hér á landi, að því er best vitað. Um er
að ræða Ferrari Enzo-bíl sem verður á Sportbílasýn-
ingunni í Laugardalshöll um næstu helgi. Á götuna
myndi bíllinn kosta hér tæpar 90 milljónir. Hann er í
láni frá Bretanum Kevin Standford, fv. eiginmanni
tískudrottningarinnar Karenar Miller, en glæsivagn-
inn keypti hann af Bílabúð Benna á sínum tíma.
90 milljóna króna Ferrari kominn
Morgunblaðið/Árni Torfason
♦♦♦
ALÞINGI hefur samþykkt lagafrumvarp
sem gerir ráð fyrir því að fjárhæð atvinnu-
leysisbóta hækki og verður fjárhæð há-
marksbóta hækkuð úr 2.752 krónum í 4.096
krónur á dag. Verða bæturnar greiddar
samkvæmt þessu frá og með 1. mars sl.
Frumvarpið var lagt fram í tengslum við
kjarasamning Starfsgreinasambandsins og
Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífs-
ins, sem undirritaður var 7. mars sl., en þá
lýsti ríkisstjórnin því yfir að hún mundi
beita sér fyrir þessari hækkun atvinnuleys-
isbóta.
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna
þessara kjarasamninga frá sama degi segir
að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að
atvinnuleysisbætur hækki og verði frá 1.
mars 2004 88.767 kr. en hækki síðan um 3%
1. janúar 2005, 2,5% 1. janúar 2006 og um
2,25% 1. janúar 2007.
Atvinnu-
leysisbætur
hækka
EF FRAM heldur sem horfir þarf að færa
þjóðveginn austan Jökulsár á Breiðamerk-
ursandi eftir fimm ár vegna landrofs til að
tryggja áframhaldandi öryggi hringvegar-
ins á svæðinu. Mikið rof hefur verið á sjáv-
arströndinni við Jökulsá á undanförnum
áratugum og gera áætlanir Vegagerðarinn-
ar ráð fyrir að færa veginn þegar fjarlægðin
frá fjörubakka í veg nemur 50 metrum. Í
grein eftir Helga Jóhannesson, deildar-
stjóra brúardeildar Vegagerðarinnar, í fag-
tímariti verk- og tæknifræðinga, Verk-
tækni, kemur fram að miðað við 5 metra
rofhraða á ári megi gera ráð fyrir að færa
verði veginn austan árinnar eftir u.þ.b. 5 ár.
Vegagerðin hefur á undanförnum árum
styrkt farveg Jökulsár með grjóti. Stærsta
átakið var gert veturinn 2003 í kjölfar mikils
rofs sem átti sér stað á bökkum og botni ár-
innar í flóði haustið 2002. Þá hafi verið gerð-
ir tveir grjótþröskuldar yfir farveg árinnar.
Samkvæmt mælingum á rofi á sjávar-
ströndinni við Breiðamerkursand var rofið
um 700 m frá 1904–89 eða um 8 metrar á ári
en um 5 metrar á ári 1991–2003.
Færa þarf veg-
inn vegna rofs
Vegurinn/6