Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 135. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Sjálfstraust
og jákvæðni
Sjálfsmynd næstu kynslóðar á nám-
skeiði Dale Carnegie | Daglegt líf
Byrjað með
stórleik
Knattspyrnukonur byrja Íslands-
mótið með stórleik í Eyjum | Íþróttir
Hamelin hitti
hóp kennara
Mikilvægt að greina verkin og
þekkja þau í þaula | Listir
BANDARÍSKI arkitektinn Eric
Kuhne, sem er sérfræðingur í upp-
byggingu stórmarkaða, hefur reitt
suma kirkjunnar menn í Póllandi
til reiði með þeirri hugmynd sinni
að koma fyrir litlum kapellum í
stórverslunum. Ýmsir aðrir og þar
á meðal prestar hafa þó tekið
henni vel.
Kuhne sagði í viðtali við dag-
blaðið Zycie Warszawy, að stór-
verslanir ættu „að endurspegla
menningu og hefðir viðkomandi
borgar“. Benti hann jafnframt á,
að þótt 90% Pólverja segðust vera
trúuð, þá færi kirkjusókn minnk-
andi og æ færri hefðu fjórða boð-
orðið í heiðri, það er að segja að
halda hvíldardaginn heilagan.
Stórmarkaðirnir, sem komu ekki
til sögunnar í Póllandi fyrr en á
síðasta áratug, væru þeir staðir
sem drægju til sín fjölskyldurnar
um helgar.
Sumir prestar hafa tekið þessu
vel og þeir benda á, að kapellur séu
nú í flughöfnum og á sjúkrahúsum
og jafnvel í þinginu. Telja þeir, að
kapellur í stórmörkuðum geti fært
fólk „nær trúnni“.
Aðrir hafa firrst við og kaþ-
ólskur blaðamaður og fyrrverandi
þingmaður sagði, að „stórmarkaðir
eru tákn neysluhyggjunnar og að
koma þar upp kapellu er eins og
setja upp markað í kirkju“.
Guð og mammon í sama húsi
Varsjá. AFP.
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands,
sagði í gær, að breski herinn yrði ekki
fluttur burt frá Írak í neinum „flýti“.
Hann hefði þar verk að vinna og færi ekki
fyrr en að því loknu. Sagði hann þetta eft-
ir að oddviti íraska framkvæmdaráðsins
hafði beðið bana í
sprengjutilræði.
„Það, sem gerðist í
Írak í dag, sýnir hvað
við er að fást. Við mun-
um ekki hlaupast undan
merkjum,“ sagði Blair á
fréttamannafundi í Ank-
ara eftir fund með Rec-
ep Tayyip Erdogan, for-
sætisráðherra
Tyrklands. Sagði hann þetta sem svar við
fréttum um, að bresk og bandarísk stjórn-
völd væru að leggja á ráðin um að flýta
brottflutningnum frá Írak.
Í Bretlandi standa öll spjót á Blair
vegna Íraksstríðsins, vaxandi ókyrrðar í
Írak og ásakana um, að bandarískir og
breskir hermenn hafi pyntað íraska fanga.
Hafa sumir frammámenn í Verkamanna-
flokknum skorað á hann að segja af sér og
aðrir hvetja til, að strax verði farið að
huga að brottflutningi breska hersins frá
Írak.
Sarín í vegsprengju
Fallbyssukúla með hinu banvæna tauga-
eitri sarín sprakk í gær eftir að banda-
rískir hermenn fundu hana við vegkant.
Sagði hershöfðinginn Mark Kimmitt, að
kúlan hefði verið hluti af sprengju, sem
augljóslega hefði átt að springa er her-
mennirnir fóru hjá. Hefði lítið eitur borist
frá henni en tveir menn verið sendir til
skoðunar.
Haft er eftir háttsettum mönnum í
bandalagshernum, að kúlan hafi verið úr
Írak-Íran-stríðinu á níunda áratug síðustu
aldar og ekki sé alveg víst, að þeir, sem
komu henni fyrir, hafi vitað hvað hún
hafði inni að halda. Segjast Bandaríkja-
menn hafa áhyggjur af, að fleiri sprengjur
af þessu tagi sé að finna í Írak og ekki
víst, að þær séu vel merktar.
Herinn
ekki burt
í „flýti“
Taugagassprengja
fannst við
vegkant í Írak
Ankara. AFP.
Morðið/16
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra og Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra greindu í gær frá
því að samkomulag væri á milli
ríkisstjórnarflokkanna um breyt-
ingar sem lagt er til að verði gerð-
ar á fjölmiðlafrumvarpinu.
Davíð og Halldór áttu fund í
Stjórnarráðinu í gærdag, þar sem
þeir ræddu m.a. stöðu þingmála
og breytingarnar á fjölmiðlafrum-
varpinu.
Fyrr um daginn átti forsætis-
ráðherra um klukkustundar lang-
an fund með Ólafi Ragnari Gríms-
syni, forseta Íslands, á
Bessastöðum. Davíð sagði eftir
fund sinn með forsetanum að þeir
hefðu átt mjög gott samtal eins og
þeir eigi alltaf, þótt þeir skiptist á
skoðunum. Vildi hann ekki greina
frá umræðuefni fundarins með
forseta og sagði þá báða standa
fast á því að ræða ekki hvað þeim
fór á milli á fundum sínum.
Mildandi aðgerð
Haldnir voru þingflokksfundir í
ríkisstjórnarflokkunum eftir há-
degi í gær og gerði forsætisráð-
herra fréttamönnum grein fyrir
breytingunum á fjölmiðlafrum-
ir Guðjón A. Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins.
Skattafrumvarp væntanlegt
Davíð Oddsson sagðist einnig í
gær vænta þess að frumvarp um
skattalækkanir yrði lagt fram á
þessu vorþingi, þótt stjórnar-
flokkarnir hefðu ekki enn tekið
ákvörðun um það. Kvaðst hann
ekki endilega gera ráð fyrir því að
slíkt frumvarp yrði afgreitt frá
Alþingi í vor þótt það yrði lagt
fram. Halldór Ásgrímsson sagði
að ljóst væri að skattalækkanir
kæmu til á kjörtímabilinu og byrji
á árinu 2005.
istíma sinn, þó þannig að ekkert
þeirra renni út fyrr en eftir tvö ár
þegar lögin taka gildi.
Gagnrýna tillögurnar
Formenn stjórnarandstöðu-
flokkanna gagnrýna tillögurnar
og telja breytingarnar ekki ganga
nógu langt. Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs segir
breytingarnar ekki miklu skipta.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, segir breyt-
ingarnar ganga miklu skemur en
hann hafi vænst eftir yfirlýsingar
framsóknarmanna. „Mér finnst
ekki búið að laga þetta frumvarp
nægjanlega svo við gætum sam-
þykkt það í þessum búningi,“ seg-
varpinu eftir þingflokksfundi
sjálfstæðismanna. Sagði hann að
breytingarnar væru mildandi að-
gerð og sátt væri á milli ríkis-
stjórnarflokkanna um þær.
Spurður um stjórnarsamstarf
flokkanna sagði Davíð það afskap-
lega gott. „Ég hef það mjög á til-
finningunni að þetta mál hafi
mjög þétt stjórnarsamstarfið. Ég
tel að samstarfið milli okkar Hall-
dórs Ásgrímssonar hafi aldrei
verið sterkara heldur en einmitt
núna.“
Halldór Ásgrímsson sagðist eft-
ir þingflokksfund framsóknar-
manna telja breytingarnar til
mikilla bóta. „Ég er miklu örugg-
ari en ég var áður, að því er varð-
ar stjórnarskrána,“ sagði Halldór.
Útvarpsleyfi fái að renna
skeið sitt á enda
Breytingarnar varða tvö atriði í
frumvarpinu. Annars vegar er
lagt til að óheimilt verði að veita
fyrirtæki útvarpsleyfi ef annað
fyrirtæki á meira en 35% eign-
arhlut í því en þetta hlutfall er
25% í frumvarpinu. Hins vegar er
lagt til að núverandi útvarpsleyf-
um verði leyft að renna út gild-
Sátt milli stjórnarflokka
um breytingartillögur
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræða við fréttamenn á tröppum Stjórnarráðsins í gær.
Morgunblaðið/Ásdís
Fjölmiðlafrumvarp/
2/6/10/28
Forsætisráðherra segir hann og forseta hafa átt gott samtal í gær
SIGURÐUR Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, segir þá breytingu á
fjölmiðlafrumvarpinu, sem gerir ráð fyrir að gildandi útvarpsleyfi fái
að renna skeið sitt á enda, óháð gildistöku laganna eftir tvö ár, sé gott
skref og í rétta átt. Hins vegar segist hann ekki hafa gert sér grein fyr-
ir hvort það sé fullnægjandi, en hann tók fram að hann hefði ekki séð
hvernig breytingarnar eru orðaðar þegar blaðið talaði við hann í gær.
Sigurður segir mjög mikilvægt að þessi breyting sé gerð á frumvarp-
inu varðandi gildistíma útvarpsleyfanna.
Mikilvæg breyting