Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 135. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Sjálfstraust og jákvæðni Sjálfsmynd næstu kynslóðar á nám- skeiði Dale Carnegie | Daglegt líf Byrjað með stórleik Knattspyrnukonur byrja Íslands- mótið með stórleik í Eyjum | Íþróttir Hamelin hitti hóp kennara Mikilvægt að greina verkin og þekkja þau í þaula | Listir BANDARÍSKI arkitektinn Eric Kuhne, sem er sérfræðingur í upp- byggingu stórmarkaða, hefur reitt suma kirkjunnar menn í Póllandi til reiði með þeirri hugmynd sinni að koma fyrir litlum kapellum í stórverslunum. Ýmsir aðrir og þar á meðal prestar hafa þó tekið henni vel. Kuhne sagði í viðtali við dag- blaðið Zycie Warszawy, að stór- verslanir ættu „að endurspegla menningu og hefðir viðkomandi borgar“. Benti hann jafnframt á, að þótt 90% Pólverja segðust vera trúuð, þá færi kirkjusókn minnk- andi og æ færri hefðu fjórða boð- orðið í heiðri, það er að segja að halda hvíldardaginn heilagan. Stórmarkaðirnir, sem komu ekki til sögunnar í Póllandi fyrr en á síðasta áratug, væru þeir staðir sem drægju til sín fjölskyldurnar um helgar. Sumir prestar hafa tekið þessu vel og þeir benda á, að kapellur séu nú í flughöfnum og á sjúkrahúsum og jafnvel í þinginu. Telja þeir, að kapellur í stórmörkuðum geti fært fólk „nær trúnni“. Aðrir hafa firrst við og kaþ- ólskur blaðamaður og fyrrverandi þingmaður sagði, að „stórmarkaðir eru tákn neysluhyggjunnar og að koma þar upp kapellu er eins og setja upp markað í kirkju“. Guð og mammon í sama húsi Varsjá. AFP. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að breski herinn yrði ekki fluttur burt frá Írak í neinum „flýti“. Hann hefði þar verk að vinna og færi ekki fyrr en að því loknu. Sagði hann þetta eft- ir að oddviti íraska framkvæmdaráðsins hafði beðið bana í sprengjutilræði. „Það, sem gerðist í Írak í dag, sýnir hvað við er að fást. Við mun- um ekki hlaupast undan merkjum,“ sagði Blair á fréttamannafundi í Ank- ara eftir fund með Rec- ep Tayyip Erdogan, for- sætisráðherra Tyrklands. Sagði hann þetta sem svar við fréttum um, að bresk og bandarísk stjórn- völd væru að leggja á ráðin um að flýta brottflutningnum frá Írak. Í Bretlandi standa öll spjót á Blair vegna Íraksstríðsins, vaxandi ókyrrðar í Írak og ásakana um, að bandarískir og breskir hermenn hafi pyntað íraska fanga. Hafa sumir frammámenn í Verkamanna- flokknum skorað á hann að segja af sér og aðrir hvetja til, að strax verði farið að huga að brottflutningi breska hersins frá Írak. Sarín í vegsprengju Fallbyssukúla með hinu banvæna tauga- eitri sarín sprakk í gær eftir að banda- rískir hermenn fundu hana við vegkant. Sagði hershöfðinginn Mark Kimmitt, að kúlan hefði verið hluti af sprengju, sem augljóslega hefði átt að springa er her- mennirnir fóru hjá. Hefði lítið eitur borist frá henni en tveir menn verið sendir til skoðunar. Haft er eftir háttsettum mönnum í bandalagshernum, að kúlan hafi verið úr Írak-Íran-stríðinu á níunda áratug síðustu aldar og ekki sé alveg víst, að þeir, sem komu henni fyrir, hafi vitað hvað hún hafði inni að halda. Segjast Bandaríkja- menn hafa áhyggjur af, að fleiri sprengjur af þessu tagi sé að finna í Írak og ekki víst, að þær séu vel merktar. Herinn ekki burt í „flýti“ Taugagassprengja fannst við vegkant í Írak Ankara. AFP.  Morðið/16 DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra og Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra greindu í gær frá því að samkomulag væri á milli ríkisstjórnarflokkanna um breyt- ingar sem lagt er til að verði gerð- ar á fjölmiðlafrumvarpinu. Davíð og Halldór áttu fund í Stjórnarráðinu í gærdag, þar sem þeir ræddu m.a. stöðu þingmála og breytingarnar á fjölmiðlafrum- varpinu. Fyrr um daginn átti forsætis- ráðherra um klukkustundar lang- an fund með Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Davíð sagði eftir fund sinn með forsetanum að þeir hefðu átt mjög gott samtal eins og þeir eigi alltaf, þótt þeir skiptist á skoðunum. Vildi hann ekki greina frá umræðuefni fundarins með forseta og sagði þá báða standa fast á því að ræða ekki hvað þeim fór á milli á fundum sínum. Mildandi aðgerð Haldnir voru þingflokksfundir í ríkisstjórnarflokkunum eftir há- degi í gær og gerði forsætisráð- herra fréttamönnum grein fyrir breytingunum á fjölmiðlafrum- ir Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins. Skattafrumvarp væntanlegt Davíð Oddsson sagðist einnig í gær vænta þess að frumvarp um skattalækkanir yrði lagt fram á þessu vorþingi, þótt stjórnar- flokkarnir hefðu ekki enn tekið ákvörðun um það. Kvaðst hann ekki endilega gera ráð fyrir því að slíkt frumvarp yrði afgreitt frá Alþingi í vor þótt það yrði lagt fram. Halldór Ásgrímsson sagði að ljóst væri að skattalækkanir kæmu til á kjörtímabilinu og byrji á árinu 2005. istíma sinn, þó þannig að ekkert þeirra renni út fyrr en eftir tvö ár þegar lögin taka gildi. Gagnrýna tillögurnar Formenn stjórnarandstöðu- flokkanna gagnrýna tillögurnar og telja breytingarnar ekki ganga nógu langt. Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs segir breytingarnar ekki miklu skipta. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir breyt- ingarnar ganga miklu skemur en hann hafi vænst eftir yfirlýsingar framsóknarmanna. „Mér finnst ekki búið að laga þetta frumvarp nægjanlega svo við gætum sam- þykkt það í þessum búningi,“ seg- varpinu eftir þingflokksfundi sjálfstæðismanna. Sagði hann að breytingarnar væru mildandi að- gerð og sátt væri á milli ríkis- stjórnarflokkanna um þær. Spurður um stjórnarsamstarf flokkanna sagði Davíð það afskap- lega gott. „Ég hef það mjög á til- finningunni að þetta mál hafi mjög þétt stjórnarsamstarfið. Ég tel að samstarfið milli okkar Hall- dórs Ásgrímssonar hafi aldrei verið sterkara heldur en einmitt núna.“ Halldór Ásgrímsson sagðist eft- ir þingflokksfund framsóknar- manna telja breytingarnar til mikilla bóta. „Ég er miklu örugg- ari en ég var áður, að því er varð- ar stjórnarskrána,“ sagði Halldór. Útvarpsleyfi fái að renna skeið sitt á enda Breytingarnar varða tvö atriði í frumvarpinu. Annars vegar er lagt til að óheimilt verði að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira en 35% eign- arhlut í því en þetta hlutfall er 25% í frumvarpinu. Hins vegar er lagt til að núverandi útvarpsleyf- um verði leyft að renna út gild- Sátt milli stjórnarflokka um breytingartillögur Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræða við fréttamenn á tröppum Stjórnarráðsins í gær. Morgunblaðið/Ásdís  Fjölmiðlafrumvarp/ 2/6/10/28 Forsætisráðherra segir hann og forseta hafa átt gott samtal í gær SIGURÐUR Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, segir þá breytingu á fjölmiðlafrumvarpinu, sem gerir ráð fyrir að gildandi útvarpsleyfi fái að renna skeið sitt á enda, óháð gildistöku laganna eftir tvö ár, sé gott skref og í rétta átt. Hins vegar segist hann ekki hafa gert sér grein fyr- ir hvort það sé fullnægjandi, en hann tók fram að hann hefði ekki séð hvernig breytingarnar eru orðaðar þegar blaðið talaði við hann í gær. Sigurður segir mjög mikilvægt að þessi breyting sé gerð á frumvarp- inu varðandi gildistíma útvarpsleyfanna. Mikilvæg breyting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.