Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 27/32 Viðskipti 14 Viðhorf 32 Erlent 16/17 Minningar 34/36 Höfuðborgin 19 Bréf 40 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Kvikmyndir 48 Landið 23 Fólk 48/54 Neytendur 24 Bíó 50/53 Listir 25/26 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra fundaði í um klukkustund með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, í gærmorgun. Davíð segir þá hafa átt mjög gott samtal eins og þeir eigi allt- af, þótt þeir skiptist á skoðunum. Davíð ræddi við blaðamenn að loknum fundi sínum með Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra í stjórn- arráðinu í gær þar sem þeir ræddu stöðu þingmála, fjölmiðlafrumvarpið og fleira. Spurður um efni fundar síns með forseta sagði Davíð bæði hann og for- seta standa fast á því að ræða ekki hvað þeim fór á milli á fundi sínum. Þetta var fyrsti fundur forseta og for- sætisráðherra síðan fyrir heima- stjórnarafmælið, en Davíð segir þá hafa ræðst við í síma síðan. Davíð segir að forseti og forsætis- ráðherra eigi reglubundið fundi, en fundunum hafi fækkað eftir að skrif- stofa forseta fluttist úr stjórnar- ráðinu. Áður hafi hann hitt forseta einu sinni í viku, væru báðir viðlátnir, í um hálfa klukkustund í senn, en nú séu fundirnir færri en lengri. Spurður um samkomulag sitt við forsetann sagði Davíð: „Ég er nú bú- inn að þekkja Ólaf frá því við vorum 18 ára, frá því að við vorum að spila badminton saman, síðan höfum við þekkst með svona hléum. Þannig að það [samkomulagið] hefur alltaf verið ágætt [...] og er enn ágætt.“ Spurður um stöðu skattalagafrum- varps sagðist Davíð eiga von á því að það næðist að leggja málið fyrir þing- flokka og leggja fyrir þingið, en sagð- ist ekki eiga von á því að það næðist að afgreiða það frá þinginu fyrir vor- ið. Davíð sagði að náðst hefði sam- komulag um hvernig slíkt samkomu- lag ætti að líta út, stjórnarstefnu- sáttmálinn væri mjög skýr og það væri fullur vilji hjá sér og Halldóri að laga sig að honum. Vanhæfi forseta ekki rætt Halldór Ásgrímsson sagði eftir fund sinn með Davíð að vanhæfi for- seta Íslands hefði ekki verið rætt á fundinum. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé afskaplega ólíklegt að forseti beiti því valdi einhverntímann, það er slík ákvörðun að ég trúi ekki að til þess komi,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann ætti von á því að forseti staðfesti lögin sagði hann: „Ég tel að forsetinn muni gera það eins og önnur mál.“ Forseti og for- sætisráðherra funduðu í gær „SAUTJÁNDI maí árið 2004 er svartur dagur í fiskveiðisögu íslensku þjóðarinnar. Þetta frumvarp sem liggur hér fyrir er svo vont að mig verkjar í augun þegar ég les það. Þetta er svívirðileg aðför að sjávar- byggðum Íslands,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður Frjálslynda flokksins, á Alþingi í gær eftir að Árni M. Mathiesen hafði mælt fyrir frum- varpi um stjórn fiskveiða í fyrstu um- ræðu. Samkvæmt frumvarpinu verður útgerðum sóknardagabáta gefinn kostur á að færa sig yfir í krókaafla- markskerfi. Þá á að fækka sóknar- dögum smábáta um 10% á næsta fiskveiðiári og þeir verði alls 18 en eru nú 19. Segir í frumvarpinu að sóknardögum fækki ekki frekar. Til móts við þessa breytingu verða sett- ar takmarkanir á leyfilegan fjölda handfærarúllna um borð í hverjum báti og jafnframt ákveðið að stækkun vélar hafi áhrif á fjölda sóknardaga. Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður sjávarútvegsnefndar, sagði útgerð- um nú gefinn kostur á að velja um hvort þær vildu veiða innan sóknar- daganna eða fara í krókaaflahlutdeild í þorski og ufsa á næsta fiskveiðiári. „Það hefur í áranna rás verið mikill ágreiningur um sóknardagabáta og hefur mest borið á því fyrir alþing- iskosningar hverju sinni. Vonandi linnir þessum ágreiningi ef þetta frumvarp nær fram að ganga.“ Fagn- aði hann sérstaklega að ekki væri gefinn kostur á því að selja sig út úr þessu kerfi. Magnús Þór Hafsteinsson spurði sjávarútvegsráðherra hvað lægi að baki þeirri ákvörðun að enginn bátur í sóknardagakerfinu mætti hafa fleiri en fjórar handfærarúllur um borð. Jafnframt hvað lægi að baki því að reglur væru settar um sóknardaga- fjölda út frá vélarstærð báta. Reynsluvísindi liggja að baki „Það eru reynsluvísindi sem liggja þar að baki og þau reynsluvísindi hafa komið fram í viðræðum okkar við Landssamband smábátaeigenda þar sem lagt hefur verið til af þeirra hálfu að hægt væri að takmarka sóknina með því að takmarka fjölda rúllna og vélarstærð. Þeir hafa sýnt okkur fram á með tölum að það muni virka,“ sagði Árni M. Mathiesen. „Við stöndum frammi fyrir því í dag að sjávarútvegurinn er orðinn harðlok- uð atvinnugrein og þessi pínulitlu skráargöt, sem voru í þessari at- vinnugrein, hafa verið í smábátakerf- inu. Þannig að í nánustu framtíð er ekki sjáanlegt að nokkur einasta ný- liðun, sem er varla hægt að gefa það nafn á undanförnum árum, verði. Og það er engin viðleitni stjórnvalda í þá átt að opna þessa atvinnugrein með nokkrum hætti fyrir nýjum aðilum,“ sagði Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Það beri með sér klárlega endalok sóknardagakerfis- ins. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, sagði sóknardagabáta hafa gríðarlega þýðingu fyrir strand- byggðirnar og menningu sem hefði fylgt fiskveiði á grunnslóð. „Nú á að vega að þessum þætti. Hér er verið að bjóða upp á að þeir bátar, sem enn eru í sóknardagakerfinu, eigi kost á því að færa sig yfir í aflamarkskerfið og er beitt hálfgerðum mútum til að fá menn til að færa sig þar á milli.“ „Með þessu frumvarpi er hvorki verið að þvinga eða nauðga eða halda afarkostum að einum né neinum. Þeir sem eiga að veiða samkvæmt því, sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir, geta valið um það hvort þeir eru í krókaaflamarki eða í sóknardaga- kerfi,“ sagði sjávarútvegsráðherra. „Þetta frumvarp er mér ekki að skapi,“ sagði Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins. Valið sem smábátaeigendur hefðu samkvæmt þessu frumvarpi væri ekki jafngilt. Þá væri ekkert val. Pólitíska spurningin væri sú hvort vilji væri til að hafa sóknardagakerfi áfram og svaraði hann því játandi. Þingmenn segja að vegið sé að sóknardagabátunum Frumvarp um stjórn fiskveiða gagnrýnt á Alþingi NEMENDUR 5. bekkjar G í Granda- skóla nýttu sér góða veðrið í borg- inni og héldu síðasta bekkjarkvöld skólaársins á ylströndinni í Naut- hólsvík síðdegis í gær. Þó að ský hefði alloft dregið fyrir sólu hélst hann þurr á meðan krakkarnir fóru í strandblak og busluðu í víkinni volgu. Að því loknu var svo tekið til við að snæða grillaðar pylsur og safna um leið orku fyrir komandi próf í skólanum. Þótti bekkjarkvöldið kærkomin tilbreyting frá skemmt- anahaldi innan veggja skólans, enda ekki oft sem tækifæri gefast til svona ánægjulegrar útiveru. Hér eru sýnd góð tilþrif í strandblakinu. Morgunblaðið/Ásdís Bekkjarkvöld á ylströnd FRUMVARPI BREYTT Formenn stjórnarflokkanna, Dav- íð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, kynntu í gær breytingartillögur á frumvarpi um eignarhald á fjöl- miðlum. Annars vegar um að óheim- ilt verði að veita fyrirtæki útvarps- leyfi ef annað fyrirtæki á meira en 35% eignarhlut í því en þetta hlutfall var 25% í frumvarpinu. Hins vegar að núverandi útvarpsleyfum verði leyft að renna út, þó þannig að ekk- ert þeirra renni út fyrr en eftir tvö ár þegar lögin taka gildi. Matthías í Edinborg Matthíasi Johannessen, skáldi og rithöfundi, hefur verið boðið að lesa upp úr verkum sínum á 21. Al- þjóðlegu bókahátíðinni í Edinborg í Skotlandi en hún verður haldin 14. til 30. ágúst nk. Hefur hann þegið boðið og mun lesa upp 25. ágúst. Bókahátíðin í Edinborg er ein sú mesta sinnar tegundar og er haldin í tengslum við listahátíðina þar í borg. Oddviti myrtur Abdel-Zahraa Othman Mohamm- ed, oddviti íraska framkvæmdaráðs- ins, lést í gær í bílsprengingu í Bagdad. Hefur morðið verið for- dæmt víða en það er talið mikið áfall fyrir Bandaríkjamenn og áætlun þeirra um að láta völdin að hluta í hendur Írökum sjálfum 30. júní næstkomandi. Þrjú rán í gær Sautján ára piltur var handtekinn í gær, grunaður um að hafa framið rán í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í Mjódd. Tveir menn, sem staðnir voru að þjófnaði í af- greiðslu FÍ á Reykjavíkurflugvelli, höfðu ræstingamann nauðugan með sér en slepptu honum síðan í Selja- hverfi. Þá rændi maður bensínstöð- ina og verslunina H-sel á Laug- arvatni í gær en eigandinn og dóttir hans eltu hann og yfirbuguðu með hjálp annars manns á Þingvöllum. Enginn flýtir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að breski herinn í Írak yrði ekki fluttur þaðan í neinum flýti. Var hann með því að svara fréttum um, að bresk og bandarísk stjórnvöld væru farin að leggja á ráðin um koma sér burt frá Írak sem fyrst. Gömul fallbyssukúla með taugaeitrinu sarín fannst við vegkant í Írak í gær og sprakk nokkru síðar. Bandarískir embætt- ismenn segja hana úr Íraks-Írans- stríðinu og óttast, að fleiri slíkar sprengjur sé að finna í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.