Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 4

Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hvað væri upp á teningnum í fjármálunum ef fyrirvinna þinnar fjölskyldu myndi veikjast eða falla frá? Taktu ábyrgð á þínu lífi. Þú færð Lífís líf- og sjúkdómatryggingu hjá VÍS. Hafðu samband strax í dag í síma 560 5000 Þú greinist með alvarlegan sjúkdóm og missir tímabundið úr vinnu. Íbúðarlánin eru í uppnámi og þú óttast að missa fasteign þína. Ef þú ert með Lífís sjúkdómatryggingu hefur þessi reitur ekki fjárhagsleg áhrif. Þú selur nokkur sterlingspund og græðir á því 250 kr. F í t o n / S Í A F I 0 0 9 2 6 7 Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 · 108 Reykjavík Þjónustuver 560 5000 · www.vis.is Útgefandi Lífís trygginga er Líftryggingafélag Íslands hf. · www.lifis.is MATTHÍASI Johannessen skáldi og rithöfundi hefur verið boðið að lesa úr verkum sínum á 21. Al- þjóðlegu bókahátíðinni í Ed- inborg á Skotlandi nú í ágúst. Bókahátíðin er ein hin stærsta sinnar tegundar og er haldin ár- lega í tengslum við Alþjóðlegu Listhátíðina í Edinborg. Matthías hefur þegið boðið og les úr verkum sínum á hátíðinni miðvikudaginn 25. ágúst nk. Rúmlega 185 þúsund manns sóttu um 650 viðburði á bókahá- tíðinni í Edinborg í fyrrasumar, en þar komu fram rúmlega 500 rithöfundar. Meðal höfunda á há- tíðinni þá voru Susan Sontag, Mario Vargas Llosa, Doris Less- ing, Ariel Dorfman og Ian Rankin. Bókahátíðin verður haldin 14.– 30. ágúst í Charlotte Square Gardens í miðborg Edinborgar, en þetta er að jafnaði gróðurvaxið torg við vesturenda George Street í næsta nágrenni Princes Street verslunargötunnar. Stórar tjaldbúðir eru reistar í garðinum fyrir bókahátíðina og til verður menningarþorp í miðju versl- unarhverfi Edinborgar þar sem rithöfundar og skáld lesa úr verk- um sínum, spjalla við spyrla og svara spurningum áhorfenda. Dagskrá hátíðarinnar verður formlega kynnt í Edinborg 17. júní nk. Sama dag verður dag- skráin aðgengileg á netinu (‘www.edbookfest.co.uk’) og miðasala á einstaka viðburði hefst. Bókahátíðin er m.a. styrkt af The Herald, sem er annað tveggja stærstu dagblaða Skotlands. Mikil fréttaumfjöllun er að jöfnu um há- tíðina í Bretlandi og rithöfundar nýta sér hana til að koma verkum sínum á framfæri og selja bækur í bókaverslun tjaldbúðanna, en þar er einnig að finna bókakaffihús. Af þessu tilefni gefur bóka- forlag Matthíasar, Vaka- Helgafell, út sérstaka bók með enskum þýðingum á ljóðum hans. Sum þeirra eru ort í Edinborg og verður bókin tileinkuð 21. afmæl- ishátíð Alþjóðlegu bókahátíð- arinnar. Breska skáldið og þýð- andinn Bernhard Scudder sér um útgáfuna og velur ljóðin. Aðspurður sagði Matthías að hann teldi þetta boð mikinn heið- ur og hann kvaðst vonast til þess að geta í dagskrá sinni í Edinborg komið á framfæri einhverjum fróðleik um Ísland og menningar- arfleið okkar. Matthías á Edinborgarhátíð Charlotte Square Gardens, þar sem bókahátíðin verður haldin. um við það og lentum því ekki í sjón- um. Það hefði verið heldur kalt að bíða björgunar blautir en þá vorum við komnir á lygnan sjó þar sem voru um tvö vindstig að norðan.“ Röfn Friðriksdóttir, eiginkona Magnúsar, var heima og beið komu hans í land og það var komið fram yfir venjulegan komutíma. „Ég var alveg viss um að eitthvað hefði kom- ið fyrir þegar ég hringdi og hann svaraði ekki símanum,“ sagði hún. Röfn sagðist ekkert hafa sofið um nóttina en fengið fréttir um að allt MANNBJÖRG varð þegar sex tonna trilla frá Hólmavík, Hafbjörg ST-77, sökk um 1,5 sjómílu út af Kaldrananesi í Bjarnafirði á þriðja tímanum aðfaranótt mánudags. Tveir menn voru um borð í Haf- björgu, skipstjórinn Magnús Gúst- afsson og svili hans Victor Kristinn Gíslason og komust þeir í gúmmí- björgunarbát eftir að hafa sent út hjálparbeiðni og látið vita að bát- urinn væri að sökkva. Björgung- arsveitirnar á Hólmavík og Drangs- nesi voru þegar í stað kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar en skipverjar á bátnum Guðmundi Jónssyni ST-17 frá Hómavík komu til hjápar og fluttu þá í land. „Mér þykir sennilegast að við höf- um steytt á skeri,“ sagði Magnús. „Við vorum á leiðinni í land með bát- inn fullan af grásleppunetum. Ég var í koju og mín fyrsta hugsun var að kíkja ofan í vélarrúmið sem var orðið hálffullt af sjó. Við vorum að sigla svokallaða skerjaleið og vorum við Þorkelssker utan Bjarnafjarðar þegar leki kom í vélarrúm bátsins. Í fyrstu hélt ég að hann mundi nú haldast á floti en ákváðum þó að best væri að yfirgefa hann strax.“ Magnús sagði þá hafa haft lítinn tíma til að vera hrædda og hann hefði hugsað mest lítið. „Auðvitað hugsaði ég heim til konunnar og barnanna en ég var alveg viss um að við værum ekki í lífsháska eftir að við komum í gúmmíbjörgunarbát- inn.“ Reru með skerinu Hann sagði þá vera þjálfaða í að klára sín verk og þeir hefðu tekið hvert skref fyrir sig. „Við notuðum árarnar og rerum með skerinu en höfðum mestar áhyggjur af því að við rækjum upp í kletta en við slupp- væri í lagi þegar Magnús hringdi heim eftir að þeir komu um borð í bátinn sem flutti þá heim. Hræðist ekki sjóinn Magnús hefur stundað sjóinn frá 15 ára aldri eða um þrjátíu ár og ver- ið afar farsæll en hann hefur þó komist í hann krappann áður en þá fór betur en nú. „Þá var ég á Haf- björgu eldri og við fengum á okkur smáhnút í vondu veðri hérna úti á flóanum og aflinn hentist til en það var lítilræði.“ Trillan Hafbjörg var eins og áður sagði sex tonn smíðuð af Véla- og bátaverkstæði Seiglu ehf. árið 2001. Magnús segir þetta hafa verið fram- úrskarandi gott sjóskip. „Ég sigldi svona báti til Færeyja til að sýna hann og þá settum við hraðamet frá Reykjavík til Færeyja en sá bátur var seldur til Grímseyjar.“ Magnús segist halda ótrauður áfram á sjó þrátt fyrir óhappið. „Ég hef eiginlega verið á sjó síðan ég man eftir mér og hræðist ekki sjó- inn,“ sagði hann. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Magnús kominn heim til fjölskyldunnar eftir þrekraun næturinnar. Með honum er kona hans Röfn Friðriksdóttir og tveir af sex sonum þeirra, Róbert Fannar og Júlíus Brynjar. Veigar, fóstursonur Magnúsar, hefur verið á sjón- um með honum en var staddur í Reykjavík ásamt bræðrum sínum þremur og var því ekki í þessari sjóferð. Mannbjörg er trilla frá Hólmavík sökk út af Kaldrananesi „Erum þjálf- aðir í að klára okkar verk“ Ströndum. Morgunblaðið.                                      HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 16 ára pilt í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ránsem hann framdi í verslun 10-11 við Arn- arbakka í Reykjavík í byrjun desem- ber síðastliðnum. Hafði hann 110–130 þúsund krón- ur upp úr krafsinu sem hann hafði eytt í fíkniefni áður en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu og gekkst við ráninu. Ógnaði afgreiðslu- manninum með hnífi Pilturinn var rúmlega 15 ára gam- all er hann kom með hulið andlit og ógnaði afgreiðslumanni með hnífi og skipaði honum að opna peningakassa og afhenda sér peningaseðla sem í honum voru, samtals að fjárhæð 138 þúsund krónur, sem hann hafði á brott með sér. Ákærði var einnig sakfelldur fyrir að hafa í september sl. stolið tölvu að vermæti 192 þúsund krónur í versl- uninni BT í Hafnarfirði. Var ungi maðurinn ennfremur dæmdur til að borga versluninni 10- 11, Arnarbakka 2–4 í Reykjavík, 138 þúsund krónur í skaðabætur. Málið dæmdi Róbert R. Spanó settur héraðsdómari. Verjandi ákærða var Brynjar Níelsson hæsta- réttarlögmaður og sækjandi Dag- mar Arnardóttir fullrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík. 7 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.