Morgunblaðið - 18.05.2004, Síða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Allir velkomnir
Hvernig á að gera
viðskiptasamninga?
Fyrirlesturinn verður þriðjudaginn 18. maí í Öskju,
(nýja Náttúrufræðihúsi HÍ) stofu 1 kl. 12.15.
Kenningar Williamsons líta á viðskipti tveggja aðila sem
grunneiningu fræðanna og fjalla um það hvernig aðilar koma á fót
ýmis konar skipulagi til að lágmarka viðskiptakostnaðinn og treysta
viðskiptatengslin. Kenningar Williamsons hafa meðal annars átt
þátt í því að gerbreyta viðhorfum í Bandaríkjunum og víðar til
samkeppnismála og opinbers eftirlits með fyrirtækjum.
Innan hagfræðinnar er Williamson einn helsti forsprakki nýrra
kenninga um innra skipulag viðskiptalífsins í markaðsbúskap og
jafnframt einn af leiðtogum nýju stofnanahagfræðinnar.
Williamson stundaði nám við M.I.T., Stanford háskóla og lauk doktorsprófi í hagfræði frá
Carnegie-Mellon háskóla. Frá árinu 1988 hefur hann gegnt stöðu prófessors í viðskiptafræði,
hagfræði og lögum við Kaliforníu háskóla í Berkeley. Hann hefur skrifað sex bækur, gefið
út ritgerðasöfn og ritað um 150 ritgerðir í virt fræðitímarit.
Williamson hefur verið heiðraður á marga vegu. Hann er m.a. heiðursdoktor við 8 háskóla.
Oliver E. Williamson
einn þekktasti hagfræðingur heims
Nei, nei, ég á að vera á undan, ég er meira ekta, Stúfur litli, ég er þó með alvöru skegg.
Pokasjóður verslunarinnar
70 milljónir til
þarfra verka
Pokasjóður verslun-arinnar úthlutar 70milljónum kr. í dag
til 70 aðila. Athöfnin verð-
ur í Salnum í Kópavogi og
hefst kl. 11. Sjóðurinn hef-
ur styrkt margvísleg verk-
efni, þau stærstu á sviði
umhverfisverndar.
– Hversu lengi hefur
Pokasjóður starfað?
„Upphafið var 1988,
þegar Kaupmannasamtök
Íslands komu þeirri hug-
mynd í framkvæmd að
verslanir seldu plastpoka, í
stað þess að gefa þá, og
andvirðið rynni í sjóð til
styrktar umhverfismálum,
í samvinnu við Landvernd.
Pokarnir voru verslunum
dýrir og umhverfisvernd-
arsjónarmið kölluðu á að
dregið væri úr notkun þeirra.
1995 var sjóðurinn stofnaður í nú-
verandi mynd af Kaupmannasam-
tökunum, Samtökum Samvinnu-
verslana og Hagkaupum og
samþykktum hans breytt. Núna
má veita fé til allrar starfsemi
sem telst til almannaheilla, svo
sem mannúðarmála, umhverfis-
mála og heilbrigðismála. Í ár
renna 10 milljónir til íþrótta, 20 til
menningar og lista, 11,2 til mann-
úðarmála og 27,3 til umhverfis-
mála.“
– Hvaða verslanir greiða í
Pokasjóð?
„Núna greiða flestar stærstu
verslanir landsins í sjóðinn. Hann
stækkaði verulega árið 1995, þeg-
ar samvinnuverslanir og Hagkaup
hófu þátttöku. Síðar bættust við
10–11, verslanir Kaupáss, Bónus,
ÁTVR, Ikea og Samkaup og ný-
lega bættust allar verslanir Penn-
ans í hópinn. Núna leggja 90–95%
allra dagvöruverslana ágóðann af
pokasölu sinni í sjóðinn. Það er
hins vegar ekkert launungarmál
að enn eru nokkrir aðilar utan
Pokasjóðs sem við vildum gjarnan
ná til, til dæmis Fríhöfnin.“
– Hversu háar upphæðir renna
til sjóðsins?
„Á þessu ári renna um 120
milljónir króna í Pokasjóð. Versl-
anir greiða 7 krónur af hverjum
seldum poka. Pokarnir eru víðast
hvar seldir á 15 krónur, en þeir
kosta 4–5 krónur í innkaupum og
virðisaukaskatturinn er tæpar 4
krónur. Verslanirnar hagnast því
ekkert sjálfar á sölunni, en víða
erlendis er pokasala drjúg tekju-
lind. Ég þekki hins vegar engin
önnur dæmi um sjóð af þessum
toga hjá öðrum þjóðum. Annars
staðar þekkist hins vegar að
leggja umhverfisskatta á verslan-
ir, eins konar mengunargjald.
Hér á landi hefur það ekki komið
til tals, enda brugðust verslanir
sjálfar við með því að setja Poka-
sjóð á laggirnar. Ef einhver
stærstu aðilanna í Pokasjóði
drægi sig út úr honum er hætt við
að slíkur umhverfisskattur kæmi
til álita. Hins vegar má benda á að
pokarnir eru ekki eins skaðlegir
náttúrunni nú og þeir pokar sem
notaðir voru þegar
sjóðurinn var stofnað-
ur.“
– Er öllu þessu fé
ráðstafað af stjórn
Pokasjóðs?
„Nei, árið 2001 var sú breyting
gerð að 60% framlaga telst sam-
eign, en verslanir geta sjálfar ráð-
stafað 40%. Þeim er ekki í sjálfs-
vald sett hvort þær greiða þá
upphæð. Það verða þær að gera,
en geta hins vegar stýrt hvert það
fé rennur, í samræmi við sam-
þykktir sjóðsins. Þannig getur til
dæmis verslun í kaupstað úti á
landi ákveðið að 40% af framlagi
hennar renni til ákveðins málefnis
heima í héraði.“
– Hver eru stærstu verkefnin
sem Pokasjóður styrkir?
„Umhverfisverkefni af ýmsum
toga hafa alltaf verið stærst. Þar
má nefna að Skógræktarfélag Ís-
lands hefur fengið 5–7 milljónir
árlega frá 1995, sem það ráðstafar
til aðildarfélaga sinna. Frá 1995
hefur uppgræðsla á Hólasandi
verið styrkt um alls 25 milljónir
króna og undravert að sjá hvernig
örfoka land breytist þar í ræktað.
Og síðustu sex ár hafa um 30
milljónir runnið til uppgræðslu
undir Hafnarfjalli.“
– Hversu margar umsóknir
berast til sjóðsins árlega?
„Umsóknunum fjölgar alltaf og
núna voru þær um 700. Þar af
voru valdir 70 aðilar, sem fá styrki
á bilinu 100 þúsund kr. til 5 millj-
ónir. Styrkþegar fá helming
styrksins núna, en síðari hluti er
greiddur út þegar stjórn sjóðsins
hefur borist skýrsla um það verk-
efni sem unnið er. Mikil áhersla er
því lögð á að peningarnir skili sér
til þeirra verkefna sem valin eru.“
– Hvað er á döfinni næstu árin?
„Pokasjóður er að undirbúa öfl-
ugt og stórt verkefni sem beinist
að vörnum gegn vímuefnanotkun
og sjóðurinn mun leggja sitt af
mörkum til að efla útivist og al-
menna þátttöku í íþróttum. Núna
er sjóðurinn að leita samstarfs við
ýmsa aðila, en til að byrja með
verður veitt fé til undirbúnings-
vinnu.“
– Safnast upp háar
fjárhæðir í sjóðnum?
„Nei, Pokasjóði er
ekki ætlað að safna
digrum sjóðum.
Rekstrarkostnaður sjóðsins er
ótrúlega lítill og stjórnarmenn
hafa aldrei þegið krónu í laun.
Hins vegar vill stjórn sjóðsins
gjarnan hafa borð fyrir báru og
úthlutar því ekki hverri krónu
jafnóðum. Með því móti er mögu-
legt að veita fé til sérstakra verk-
efna, t.d. hefur Mæðrastyrks-
nefnd fengið styrk fyrir jólin og
fleiri slík dæmi mætti nefna.“
Bjarni Finnsson
Bjarni Finnsson, formaður
stjórnar Pokasjóðs, fæddist í
Reykjavík árið 1948. Hann er
garðyrkjufræðingur og stundaði
framhaldsnám í Danmörku.
Bjarni rak Blómaval ásamt Kol-
beini bróður sínum og fjöl-
skyldum í þrjá áratugi og var um
tíma formaður Kaupmanna-
samtaka Íslands. Núna sér hann
um rekstur stærstu rósafram-
leiðslustöðvar á Íslandi, sem
framleiðir milljón rósir á ári.
Hann er einnig aðalræðismaður
Hollands á Íslandi.
Eiginkona Bjarna er Hildur
Baldursdóttir. Þau eiga tvö börn.
Verslanir
hagnast ekki
á pokunum