Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞETTA HELST …
VIÐSKIPTI
Viðskiptasamningar Oliver E.
Williamson, einn þekktasti hagfræð-
ingur heims, flytur erindi um það
hvernig gera eigi viðskiptasamn-
inga. Erindið verður flutt í dag
klukkan 12.15 í Öskju (nýja Nátt-
úrufræðihúsi HÍ), stofu 1.
Í DAG
HAGNAÐUR Actavis Group hf., áður Pharmaco, á
fyrsta fjórðungi þessa árs nam 20 milljónum evra
eftir skatta. Það svarar til 1.759 milljóna íslenskra
króna. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaður
félagsins 17 milljónir evra. Tekjur Actavis jukust
um tæp 49% milli ára og námu 126 milljónum evra.
Gengið var frá kaupum Actavis á tveimur fyr-
irtækjum á fyrsta fjórðungi þessa árs, tyrkneska
lyfjafyrirtækinu Fako og Pliva Pharma Nordic,
dótturfélagi lyfjafyrirtækisins Pliva dd., sem er í
Króatíu. Medis, dótturfélag Actavis, setti þrjú ný
lyf á markað á ársfjórðungnum, sem seld eru til
þriðja aðila.
Aldrei í jafngóðri aðstöðu
Haft er eftir Róberti Westman, forstjóra Actav-
is, í tilkynningu frá félaginu, að það hafi aldrei verið
í jafngóðri aðstöðu til þess að nýta sér þau tækifæri
sem bjóðast á samheitalyfjamarkaði. „Erum við
sannfærð um að samstæðan í heild sinni muni skila
þeim árangri sem stefnt er að fyrir árið í heild,“
segir Róbert. „Áfram verður leitað eftir áhugaverð-
um fjárfestingarkostum sem falla vel að stefnu fé-
lagsins og stuðla að áframhaldandi vexti.“
Hann segir að samþætting hjá Fako í Tyrklandi
hafi gengið vel þrátt fyrir minni sölu en áætlanir
gerðu ráð fyrir vegna breytinga á verðlagsreglum
lyfja þar í landi. Tekjur af sölu til þriðja aðila hafi
verið í samræmi við væntingar en sala á eigin vöru-
merkjum hafi verið heldur minni en áætlanir gerðu
ráð fyrir.
EBITDA eykst um tæp 50%
Hagnaður Actavis fyrir vexti, afskriftir og skatta
(EBITDA) jókst um tæp 50% á milli fyrsta fjórð-
ungs síðasta árs og sama tímabils á þessu ári, og
nam 36 milljónum evra í ár. Hagnaður fyrir skatta
nam 28 milljónum evra, sem eru um 39% aukning
frá sama tímabili í fyrra.
Heildareignir Actavis í lok marsmánaðar á þessu
ári námu 641 milljónum evra, eða um 56 milljörðum
íslenskra króna.
Hagnaður Actavis tæpir
1,8 milljarðar króna
● SÍMINN skilaði 404 milljóna króna
hagnaði á fyrsta fjórðungi ársins, sem
er nær þriðjungi minni hagnaður en á
sama tímabili í fyrra. Tekjurnar jukust
um 5% milli ára og námu 4.633 millj-
ónum króna á fyrsta fjórðungi.
Í fréttatilkynningu Símans segir að
vaxandi samkeppni á fjarskiptamark-
aði með lækkandi verðskrá að und-
anförnu hafi haft áhrif á afkomu fé-
lagsins.
Rekstrargjöld jukust um 15% og
námu 3.071 milljón króna en mestan
þátt í aukningunni á 130 milljóna
króna kaupauki starfsmanna, að því
er segir í tilkynningu félagsins.
Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagns-
gjöld og skatta, EBITDA, dróst saman
um 11% og nam 1.562 milljónum
króna, sem er 33,7% af tekjum. Á
sama tímabili í fyrra var þetta hlutfall
39,6%.
Veltufé frá rekstri dróst saman um
11% og nam 1.466 milljónum króna.
Eignir minnkuðu óverulega frá ára-
mótum og námu 28,5 milljörðum
króna í lok mars. Eiginfjárhlutfallið
lækkaði úr 56% í 50% á tímabilinu.
Auknar tekjur,
minni hagnaður
!"# $
%
&'' $
" ● Íslandsbanki býður nú enskumæl-
andi viðskiptavinum heildarþjónustu í
gegnum fyrirtækjabanka á ensku á
Netinu. Þjónustan er sérstaklega
sniðin að þörfum íslenskra fyrirtækja
sem hafa erlent starfsfólk í þjónustu
sinni, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu bankans. Þar segir að Íslands-
banki sé fyrstur íslenskra banka til
að bjóða þessa þjónustu, sem muni
einnig gagnast vel erlendum fyr-
irtækjum sem eru að hasla sér völl á
Íslandi, auk þess sem hún styðji við
útrás íslenskra fyrirtækja á erlendum
mörkuðum. Íslandsbanki opnaði í
byrjun ársins netbanka á ensku fyrir
einstaklinga.
„Útrás og fjárfesting erlendra fyr-
irtækja hérlendis stuðlar að vexti og
er því mikilvæg fyrir íslenskt þjóð-
félag. Við hjá Íslandsbanka leggjum
metnað okkar í að bjóða þjónustu
sem getur stutt við þessa þróun og er
fyrirtækjabanki á ensku liður í því,“
segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri
Íslandsbanka.
Í fréttatilkynningu bankans er haft
eftir Þór Sigfússyni, höfundi bók-
arinnar Landnám – útrás íslenskra fyr-
irtækja, að Íslendingar séu að feta sig
inn á þriðja stig hnattvæðingar með
gagnkvæmum tengslum fyrirtækja
milli landa. „En gagnkvæm tengsl
verða aðeins raunveruleg ef upplýs-
ingar eru aðgengilegar. Það skref sem
tekið er nú og felst í því að gera fyr-
irtækjum hvar sem er í heiminum
kleift að stunda sín bankaviðskipti
hérlendis er mikilvægur partur af
þessari þróun,“ segir Þór Sigfússon.
Fyrirtækjabanki
Íslandsbanka á ensku
AFKOMA Actavis Group hf., áður
Pharmaco, á fyrsta fjórðungi þessa
árs var undir meðalspá greining-
ardeilda viðskiptabankanna. Hagn-
aður félagsins eftir skatta var 20
milljónir evra, sem jafngildir um
1.759 milljónum íslenskra króna
miðað við meðalgengið á tíma-
bilinu. Meðalspá greiningardeild-
anna hljóðaði upp á 2.455 milljónir
króna. Þess ber þó að geta að af-
koman var ekki fjarri spá greining-
ardeildar KB banka, sem gerði ráð
fyrir að hagnaðurinn yrði 1.989
milljónir króna.
Innri vöxtur Actavis hefur verið
mikill á undanförnum misserum.
Félagið hefur sett sér það markmið
að innri vöxtur verði um 15–20% á
ári og að ytri vöxtur verði svip-
aður. Innri vöxtur á milli fyrsta
fjórðungs ársins 2003 og sama
tímabils á þessu ári var um 19% og
var því vel í samræmi við áætlanir
félagsins. Hugsanlegt er að kaup
Actavis á tyrkneska lyfjafyrirtæk-
inu Fako og markaðssetning á
hjartalyfinu Ramipril, sem félagið
var fyrst til að setja á markað í
Þýskalandi og Englandi í upphafi
þessa árs, muni nægja til að mark-
miðunum fyrir árið í heild verði
náð.
Væntanleg skráning Actavis í
Kauphöllinni í Lundúnum síðar á
árinu verður líklega það sem mest
mun setja mark sitt á félagið á
þessu ári. Ekki er talið ólíklegt að
félagið muni ráðast í frekari yf-
irtökur á félögum í tengslum við
skráninguna í Lundúnum.
Velta Actavis á fyrsta fjórðungi
þessa árs var um 49% meiri en á
sama tímabili á síðasta ári. Veltan
á því ári í heild var hins vegar um
47% meiri en árið þar áður. Vöxt-
urinn heldur því áfram hjá félag-
inu.
Uppgjör félagsins fyrir síðasta
ár var einnig undir meðalvænt-
ingum greiningardeildanna. Það
kom þó ekki í veg fyrir að gengi
hlutabréfa félagsins í Kauphöll Ís-
lands héldi áfram að hækka eftir
birtingu uppgjörsins, en það hefur
verið hærra en sérfræðingar á fjár-
málamarkaði hafa almennt talið að
félagið standi undir. Hefur því
frekar verið mælt með sölu á hluta-
bréfum í félaginu en hitt. Ekki er
líklegt að breyting verði þar á.
Innherji | Actavis Group hf.
Afkoman undir meðalspá
greiningardeildanna
( ) %
* *
*
*
*
*
)+,-%
.
!"# $
%
&'' $
" ,/%
innherji@mbl.is
BAUGUR Group og Eignarhalds-
félagið Fengur seldu í gær öll
hlutabréf sín í Flugleiðum, alls
tæplega 27% hlutafjár. Kaupandi
bréfanna er óstofnað einkahluta-
félag í jafnri eigu Saxhóls, sem er í
eigu Nóatúnsfjölskyldunnar, og
Bygg, Byggingarfélags Gunnars og
Gylfa, sem er í eigu Gunnars Þor-
lákssonar húsasmíðameistara og
Gylfa Ómars Héðinssonar múrara-
meistara.
Gengið í viðskiptunum var 9,
sem er rúmum fimmtungi yfir síð-
asta gengi á markaði. Miðað við
gengið 9 var verð hlutarins sem
seldur var 5,6 milljarðar króna.
Lokaverð Flugleiða á markaði í
gær var 7,6 og hækkaði um 2,7%
innan dagsins.
Dregið úr umsvifum á Íslandi
Skarphéðinn Berg Steinarsson,
yfirmaður innlendrar fjárfestingar
hjá Baugi, segir að hagnaður
Baugs hafi verið þó nokkur af söl-
unni. Megnið af bréfunum hafi ver-
ið keypt á tæplega 5,5.
Ef miðað er við að meðalgengið
hafi verið 5,5 var söluhagnaður
Baugs um 1,7 milljarðar króna, en
þá er ekki tekið tillit til fjármagns-
kostnaðar.
Skarphéðinn segir Baug hafa
velt því fyrir sér um nokkra hríð
hvað gera ætti við bréfin í Flug-
leiðum og þegar tilboðið, sem talið
hafi verið gott, hafi borist um
helgina, þá hafi verið ákveðið að
selja. Hann segir söluna í samræmi
við þá stefnu að draga úr fjárfest-
ingum hér á landi en auka þær er-
lendis. Um frekari eignasölu segir
hann ekkert hafa verið ákveðið.
Ákveðnir hlutir hafi verið í skoðun
en engin sala á stórum eignum
standi fyrir dyrum.
Skammur aðdragandi
Jón Þorsteinn Jónsson, stjórn-
arformaður Saxhóls, segir að að-
dragandi kaupanna hafi verið
skammur. Landsbankinn hafi haft
samband um helgina og haft milli-
göngu um viðskiptin. Landsbank-
inn var skráður eigandi rúmlega
21% hlutar Baugs, sem hafði gert
framvirkan samning um kaup hlut-
arins af Landsbankanum og farið
með atkvæðisrétt vegna hans.
Jón Þorsteinn segist telja Flug-
leiðir góðan kost miðað við mark-
aðinn í dag og með kaupunum sé
horft til langs tíma. Spurður um
verðið, sem er rúmum 20% yfir
markaðsverði föstudagsins, segir
hann algengt að greitt sé yfirverð
þegar keyptur sé ráðandi hlutur.
Hluthafafundur líklegur
Í stjórn Flugleiða sitja fulltrúar
Baugs og Fengs, þeir Jón Ásgeir
Jóhannesson forstjóri Baugs og
Pálmi Haraldsson framkvæmda-
stjóri Fengs, en Jón Þorsteinn seg-
ir líklegt að boðað verði til hlut-
hafafundar og kosin ný stjórn.
Spurður að því hvort að rætt hafi
verið við stærsta hluthafa félags-
ins, Oddaflug, fyrir kaupin, segir
Jón Þorsteinn að rætt hafi verið
lítillega við Oddaflug. Saxhóll og
Bygg fjárfesti þó í Flugleiðum á
eigin forsendum. Oddaflug er í
eigu Jóns Helga Guðmundssonar,
eiganda Byko, og Hannesar
Smárasonar, aðstoðarforstjóra Ís-
lenskrar erfðagreiningar.
Gunnar Þorláksson, annar eig-
enda Bygg, segir að félagið líti á
þessi hlutabréfakaup sem lang-
tímafjárfestingu. Hann segir að
Bygg hafi aðallega verið í bygg-
ingastarfsemi, en fjárfestingar fyr-
ir utan byggingageirann séu þó
engin nýlunda fyrir félagið. Það
hafi áður farið út í slíkar fjárfest-
ingar, en þó ekki jafnstórar og nú.
Saxhóll og Bygg kaupa í Flugleiðum
!
"# $
"%
"&$'()* !
+
+ ,
* -
/.
0.
!'
'
-*
' '. *11"
BALDUR Guðnason,
framkvæmdastjóri og
eigandi fjárfesting-
arfélagsins Sjafnar hf.
á Akureyri og stjórn-
armaður í Hf. Eim-
skipafélagi Íslands,
hefur verið ráðinn for-
stjóri Hf. Eimskipa-
félags Íslands. Er-
lendur Hjaltason,
framkvæmdastjóri fé-
lagsins, mun láta af
störfum að því er fram
kemur í fréttatilkynn-
ingu félagsins. Erlend-
ur vildi ekkert tjá sig
um starfslokin þegar
Morgunblaðið leitaði til hans.
Baldur Guðnason segir að sér lít-
ist vel á hinn nýja vettvang og hann
komi af fullum krafti til starfa.
Hann segir að ráðningu sína hafi
borið brátt að, hún hafi verið ákveð-
in í lok síðustu viku og um helgina.
Í tilkynningu frá Eimskipafélag-
inu segir að Baldur muni þegar í
stað láta af framkvæmdastjórn
Sjafnar, og láta af öllum afskiptum
við tengd félög, þar með talið hætta
stjórnarformennsku í Ingvari
Helgasyni hf. og Hans Petersen hf.
Baldur mun hins vegar sitja áfram í
stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna og í háskólaráði Háskólans
á Akureyri. Hann mun áfram eiga
hlut sinn í Sjöfn en ekki hafa af-
skipti af daglegum
rekstri.
Baldur hefur langa
reynslu af flutninga-
starfsemi en hann
vann um árabil hjá
Samskipum. „Ég var
tæp 15 ár í flutninga-
starfsemi og þar af 7–8
ár erlendis. Eftir að
maður hefur einu sinni
verið í flutningum,
slær flutningahjartað
alltaf,“ segir Baldur
Guðnason.
Baldur segir að sitt
fyrsta verk hjá Eim-
skipum hafi verið að
taka formlega við starfinu og fara
yfir mál með Erlendi Hjaltasyni
fráfarandi framkvæmdastjóra, og
setja sig inn í rekstur félagsins með
lykilstjórnendum og starfsmönnum.
„Svo er framundan að vinna mark-
visst með stjórnendum og fagfólki
að okkar markmiðum,“ segir Bald-
ur.
Markmið Eimskipafélags Íslands
er að heimamarkaður verði áfram
Ísland og Norðuratlantshafið en að
félagið efli flutningastarfsemi er-
lendis m.a í Eystrasaltslöndunum,
Norðursjónum og við Miðjarð-
arhafið. Baldur segir bestu tæki-
færi félagsins vera erlendis. Stefnt
er að skráningu félagsins í Kauphöll
Íslands fyrir áramót 2005/2006.
Baldur Guðnason nýr
forstjóri Eimskips
Baldur Guðnason