Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 17
Þú segir í grein þinni að nútíma-
hugtakið alþjóðasamfélag berg-
máli í reynd heimsvalda- og ný-
lendustefnu fyrri tíma. Hvernig
rökstyðurðu þessa skoðun?
Ég er aðallega með hugann við
það sem tekur við í kjölfar hern-
aðaríhlutana „alþjóðasamfélagsins“,
en það er orðið að tísku- og fegr-
unaryrði yfir þau ríki, sem fara með
forræði í alþjóðamálum. Komið hef-
ur verið upp víðtæku, en losaralegu,
alþjóðlegu stjórnkerfi á þessum
svæðum. Markmiðið er að stuðla að
„þjóðaruppbyggingu“ og sjá um
„friðargæslu“, með þátttöku ein-
stakra ríkja undir forystu stórvelda,
eins og Bandaríkjanna, al-
þjóðastofnana og ríkjasambanda,
eins og Sameinuðu þjóðanna,
NATO, ESB, ÖSE og „frjálsra“ fé-
lagasamtaka.
Markmiðið er vissulega ekki að
afla sér nýlendna til frambúðar, en
hugtakið óformlegt heimsveldi var
þegar komið til sögunnar á „blóma-
tíma“ breskrar heimsvaldastefnu
um miðja 19. öldina.
Valdaumboðið er réttlætt í nafni
lýðræðisvæðingar og efnahags-
uppbyggingar, en mun minni
áhersla lögð á réttinn til sjálfs-
stjórnar og fullveldis, sem eru þó
enn grunnþættir í vestrænu stjórn-
arfari. Formið á þessari stjórn og sú
orðræða, sem liggur henni til grundvallar, eru sem end-
urómur af öðrum tíma. Sífellt er verið að klifa á því, að
„heimamenn“ séu ekki „reiðubúnir“ til að stjórna sér
sjálfir; þeim er líkt við börn sem þurfi á föðurlegri leið-
sögn að halda. Þeim er gert að standast kröfur um
stjórnarhætti, sem þróuðustu lýðræðisríki uppfylla
ekki einu sinni. Og agatæki þessa kerfis er efnahags-
valdið.
Ég tel, að það standist ekki alþjóðalög, að fulltrúar
alþjóðastofnana og ríkja geti hreiðrað um sig í ríkjum
eða „verndarsvæðum“ svo að árum skiptir án skýrs
þjóðréttarlegs umboðs eða samþykkis þeirra sem þar
búa. Ég er því ósammála sagnfræðingum eins og Niall
Ferguson sem ræða um nauðsyn hins „frjálslynda
heimsveldis“ (liberal Empire). Þeir líta saknaðaraugum
til breska heimsveldisins, vilja að Bandaríkjamenn taki
óhikað við þessu hlutverki, en leiða kerfisbundið hjá sér
hina neikvæðu þætti.
Þú gagnrýnir stjórn SÞ í Kosovo, segir að hún hafi
komið fram sem nýlendustjórn [neo-colonial power]
gagnvart heimamönnum. Hvernig þá?
Ég tel, að Sameinuðu þjóðirnar hafi staðið illa að
málum í Kosovo. Komið hefur verið upp bákni undir
þeirra stjórn með undirstoðum eins og ESB, sem þó er
í litlum tengslum við heimastöðvarnar í Brüssel, og
ÖSE, sem á að sjá um „lýðræðisvæðingu“. NATO fer
síðan með öryggisgæslu. Þrátt fyrir yfirlýst markmið
um að færa völdin til Kosovo-búa hafa fulltrúar „al-
þjóðasamfélagsins“ öll ráð í hendi sér. Þingkosningar í
Kosovo hafa því þjónað takmörkuðum tilgangi. Í stað
lýðræðisvæðingar í þessu samhengi væri nær að tala
um „milda ný-nýlendustefnu“.
Mörkuð hefur verið stefna, sem oft og tíðum á lítið
skylt við raunveruleikann, en þjónar pólitískum rétt-
hugsunarmarkmiðum. Nefna má þá ofuráherslu, sem
lögð hefur verið á að koma á „fjöl-
menningarþjóðfélagi“ í Kosovo, þótt
rúmlega 90% íbúanna hafi í langan
tíma verið Albanar, eða fá þá Serba
sem hröktust þaðan eftir stríðið
1999 til baka. Allir vita, að örfáir
hafa gert það eða vilja það af örygg-
isástæðum og vegna þess, að engin
atvinnutækifæri er að finna, auk
þess sem þeir eru ekki lengur yf-
irstétt í Kosovo heldur minni-
hlutahópur.
Vitaskuld er ekki unnt að skella
allri skuldinni á Sameinuðu þjóð-
irnar; Evrópusambandið og Banda-
ríkjamenn ráða þar mestu á bak við
tjöldin og bera því mikla ábyrgð. En
það breytir því ekki, að þangað hef-
ur stundum verið sent óhæft fólk til
stjórnunarstarfa á vegum Samein-
uðu þjóðanna eins og núverandi
landsstjóri í Kosovo, Harri Holkeri,
er dæmi um. Hvernig á til dæmis að
túlka það, að sendir eru lög-
reglumenn frá verstu einræð-
isríkjum til að „kenna“ Kosovo-
búum lögreglustörf? Í síðasta mán-
uði kom til innbyrðis átaka milli
alþjóðlega lögregluliðsins í Mitro-
vica, þar sem ástandið er viðkvæm-
ast vegna stöðu mála í Írak, með
þeim afleiðingum, að þrír létu lífið. Á
sama tíma dynur á þeim stöðugur
áróður í nýlendustíl um að þeir þurfi
að uppfylla strangar gæðakröfur um
stjórnarfar. Það er þessi tvískinn-
ungur, sem hefur grafið undan trausti á „alþjóða-
samfélaginu“ í Kosovo.
Hversu stór hluti vandans er fólginn í því að SÞ og
stórveldin vilja helst ekki takast á við spurninguna
um sjálfstæði til handa Kosovo?
Ég tel, að í því felist kjarni málsins. Stórveldin hafa
ekki haft kjark til þess að finna lausn á framtíðarskipan
mála í Kosovo. Og það sem dregur úr trúverðugleik-
anum er að alls kyns aðrar ástæður eru nefndar til að
breiða yfir þá staðreynd. Þar vegur þyngst sú stefna
sem beið skipbrot í mars, þegar upp úr sauð ( „Stand-
ards before status“): að ekki sé unnt að ræða framtíðina
án þess að ákveðnum stjórnarfarsmarkmiðum sé náð.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sá ástæðu til þess fyr-
ir skömmu að staðfesta þessa stefnu og dró þar með
engan lærdóm af þeim róstum sem þá urðu. Ég hef
ávallt verið þeirrar skoðunar, að þetta sé pólitískt tæki
til að fresta ákvörðun um framtíðarskipan Kosovo. [...]
Nú er ástandið þannig að Kosovo-búar hafa ekkert
ríkisfang; alþjóðaflugvöllurinn var til skamms tíma
kenndur við Ísland! Vegabréfin eru gefin út í nafni
Sameinuðu þjóðanna. Og formlega séð er Kosovo hluti
af Serbíu og Svartfjallalandi, sem er arftaki hins svo-
kallaða „Sambandslýðveldisins Júgóslavíu“ (land-
fræðilegs skáldskapar, sem kom til sögunnar eftir að
Króatía, Slóvenía og Bosnía sögðu skilið við Júgó-
slavíu), þótt ekkert stjórnarsamband sé þar á milli.
Þetta gengur augljóslega ekki upp: Það er vonlaust
að byggja upp samfélag eða efnahagslíf án ríkisfangs.
Og það er óverjandi að taka ekki á þjóðréttarlegum
spurningum í fimm ár vegna þess, að það hentar ekki
„alþjóðasamfélaginu“ af landfræði-pólitískum ástæð-
um.
Spurt og svarað | Valur Ingimundarson
SÞ hafa staðið illa
að málum í Kosovo
Valur Ingimundarson, dósent við Háskóla Íslands, fjallar í grein í rit-
gerðasafninu Topographies of Globalization: Politics, Culture, Language,
sem nú er nýkomið út, um Kosovo og þann vanda sem þar steðjar að. Set-
ur hann hlutina m.a. í samhengi við frjóa umræðu um heimsvaldastefnu
vorra tíma og gagnrýnir þá stefnu sem ráðandi öfl hafa fylgt.
Dr. Valur Ingimundarson
’ [Til Kosovo] hef-ur stundum verið
sent óhæft fólk til
stjórnunarstarfa á
vegum Sameinuðu
þjóðanna eins og
núverandi lands-
stjóri í Kosovo,
Harri Holkeri, er
dæmi um. ‘
Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is
SÖGULEG tíðindi urðu í gær er
Massachusetts varð fyrsta sam-
bandsríki Bandaríkjanna til þess
að leiða í lög hjónaband fólks af
sama kyni. Frá og með einni mín-
útu eftir miðnætti á sunnudags-
kvöld gátu hommar og lesbíur
komið í ráðhúsið í borginni Cam-
bridge, nálægt Boston, og fengið
þar giftingarleyfi. Embættismenn
í ríkinu búa sig nú undir hrinu um-
sókna samkynhneigðra.
Biðröð myndaðist við ráðhús
borgarinnar þegar um miðnættið
og var hátíðarstemmning á staðn-
um. Þúsundir manna fylgdust með
atburðunum, að sögn blaðsins The
Boston Globe en ekki kom til
slagsmála milli stuðningsmanna og
andstæðinga enda óeirðalögregla á
staðnum.
Hæstiréttur vísaði frá áfrýjun
Hæstiréttur Massachusetts
felldi í nóvember sl. úr gildi bann
um að samkynhneigðir gætu geng-
ið í hjónaband. Hæstiréttur í
Washington neitaði á föstudag að
taka til greina beiðni andstæðinga
hjónabanda samkynhneigðra um
áfrýjun.
Andstæðingar hjónabanda sam-
kynhneigðra í Massachusetts hafa
samt ekki gefist upp. Samþykktur
var eftir mikið stapp á þinginu við-
auki við stjórnarskrá sam-
bandsríkisins í lok mars þar sem
staðfest sambúð er leyfð en hjóna-
band bannað. Samþykkja þarf
stjórnarskrárviðauka tvisvar og
loks í þjóðaratkvæðagreiðslu í
Massachusetts og gæti hann þá
orðið lög í árslok 2006. Ekki er
ljóst hvort tveir af hverjum þrem
þingmönnum muni greiða atkvæði
með breytingunni en aukinn meiri-
hluta þarf til að samþykkja stjórn-
arskrárbreytingu.
Yfir 30 af 50 sambandsríkjum
vestra meina samkynhneigðum
með lögum að ganga í hjónaband.
Repúblikaninn Mitt Romney, rík-
isstjóri í Massachusetts, er á móti
hjónaböndum samkynhneigðra.
Hann segir ennfremur og vitnar
þá til laga frá 1913 um að samkyn-
hneigð pör frá öðrum sam-
bandsríkjum geti ekki komið til
Massachusetts og gift sig þar
nema þau setjist að í ríkinu. Verð-
ur tekist á um túlkun Romneys
fyrir dómstólum næstu vikur og
mánuði en ráðamenn í nokkrum
sveitarfélögum í Massachusetts
hafa sagt að þeir muni hunsa túlk-
un hans.
Gert var ráð fyrir því að dóms-
málaráðherrar í Connecticut og
Rhode Island myndu í gær segja
álit sitt á því hvort hjónabönd
samkynhneigðra í Massachusetts
væru einnig gild í þessum tveim
ríkjum. Starfsbróðir þeirra í New
York hefur þegar gefið í skyn að
hann telji þau vera gild þar en
George E. Pataki ríkisstjóri er
ósammála ráðherranum. Nokkrar
bandarískar borgir, þ. á m. í Kali-
forníu, hafa þegar leyft samkyn-
hneigðum að giftast en lögmæti
hjónabandanna er enn óljóst.
Reuters
Marcia Hams (t.v.) og Susan Shepard fagna því við ráðhús Cambridge-
borgar í Massachusetts í gær að hafa orðið fyrsta samkynhneigða parið í
ríkinu til að fá leyfi til að ganga í hjónaband. Þær hafa búið saman í 27 ár.
Samkynhneigð-
ir fá að giftast í
Massachusetts
Cambridge. AFP.
Nú þegar giftingar samkyn-
hneigðra hafa verið leyfðar í
Massachusetts er gósentíð hjá fyr-
irtækjum á sviði brúðkaupsþjón-
ustu, skartgripaverslunum og hót-
elum. Eru þau strax farin að
auglýsa grimmt þar sem þau höfða
til samkynhneigðra para, að því er
fram kemur í The New York Times.
Búist er við því að eyðsla sem
fylgir brúðkaupum aukist gríð-
arlega næstu tvö árin í Massachus-
etts en meira en 17 þúsund samkyn-
hneigð pör í sambúð búa í ríkinu.
Þá hafa stórar verslanakeðjur tekið
þátt í keppninni um viðskipti við
samkynhneigð pör. Hin þekkta
verslun Bloomingdales hélt til að
mynda brúðkaupssýningu í Boston í
apríl sem einungis samkynhneigð
pör í giftingarhugleiðingum voru
boðin á.
Gósentíð í
brúðkaups-
þjónustu