Morgunblaðið - 18.05.2004, Síða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes
Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson,
krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-
5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg-
arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Agjört línuskautaæði er í gangi í
Grindavík eins og sjálfsagt víðar. Eitthvað
hafa foreldrar sofnað á verðinum því flest
börnin eru á línuskautunum án hjálms.
Mikilvægt er að hafa í huga að fleiri börn
meiðast vegna þess að þau detta en ekki
vegna þess að þau lenda fyrir bíl. Samtaka
nú og upp með hjálmana til fimmtán ára
aldurs hið minnsta!
Fermingarbörnin eru nýkomin úr ferða-
lagi á vegum kirkjunnar en þau söfnuðu
fyrir ferðinni í vetur. Farið var á Úlfljóts-
vatn en síðan taka við próf. Að þeim loknum
er farið í skemmtiferð á vegum skólans.
Krakkarnir í 10. bekk fóru einnig í ferðalag
en það var í þrjá daga og dvöldu þeir í góðu
yfirlæti í Skagafirðinum.
Vetrarstarfi saumahóps Grindavík-
urdeildar Rauða kross Íslands lauk á dög-
unum. Hópurinn saumar fatnað úr afgöng-
um sem fólk merkir sérstaklega og setur í
fatagáminn. Hópurinn hefur verið að hitt-
ast hálfsmánaðarlega og fer afraksturinn til
vinadeildar í Júgóslavíu.
Fjölmenni var á Grindavíkurvelli í fyrra-
dag þegar Grindvíkingar tóku á móti Eyja-
mönnum í fyrsta leik liðanna á tímabilinu.
Nokkur uggur var í stuðningsmönnum
heimaliðsins fyrir leikinn en mönnum hefur
fundist liðið varla klárt fyrir átökin í sumar
og það hefur meðal annars endurspeglast í
spám um fall. Á sunnudag skiptust á skin
og skúrir, jafnt í veðri sem leik. Meira skin
var hjá Eyjamönnum en heimamenn náðu
þó jafntefli og þóttust menn góðir með það.
Ekki dugði það þó til að ná hrollinum úr
stuðningsmönnum.
Meira af íþróttum en kvennalið UMFG í
körfuboltanum fær góðan liðstyrk fyrir
næsta vetur með tveimur Erlum úr Kefla-
vík, Erlu Þorsteinsdóttur og Erlu Reyn-
isdóttur, auk þess sem Svandís Sigurð-
ardóttir kemur úr ÍS og Örvar Kristjánsson
úr Njarðvík er nýr þjálfari. Með þeim stúlk-
um sem fyrir eru ætti að verða hægt að
gera frábært lið úr þessum efnivið og verð-
ur spennandi að fylgjast með næsta vetur.
Úr
bæjarlífinu
GRINDAVÍK
EFTIR GARÐAR PÁL VIGNISSON
FRÉTTARITARA
Vorhátíð Snæfells-bæjar verður hald-in öðru sinni dag-
ana 21.–23. maí. Ekki
veitir af að njóta vorsins
eftir kuldaköst síðustu
vikna, segir á heimasíðu
bæjarins.
Sem fyrr er stefnt á
heilbrigða útivist,
skemmtilegar uppákomur
fyrir alla fjölskylduna,
söng, dansleik og tónleika,
góðan mat og menningu.
Dagskráin hefst eftir
hádegi föstudaginn eftir
uppstigningardag og
stendur alla helgina, vítt
og breitt um bæjarfélagið.
Þetta er í annað skipti
sem ferðaþjónustuaðilar í
Snæfellsbæ leggja í þetta
samstillta átak til að vekja
athygli á kostum bæj-
arfélagsins. Allir sem vilja
njóta fjölskylduvænnar
helgar í fallegu og afslöpp-
uðu umhverfi eru hvattir
til að láta sjá sig helgina
21.–23. maí í Snæfellsbæ,
þar sem Jökulinn ber við
loft, segir á heimasíðunni.
Vorhátíð
Egilsstaðir | Á dögunum
fór Þorsteinn P. Gúst-
afsson með hrossin sín í
sumarhaga upp í Egilssel.
Þar verða hrossin í sum-
arbeit og jafnframt notuð
til útreiða. Ekki er látið
jafnmikið með öll hross;
ekki eru nema sárafá
þeirra sem fá salíbunu á
eðal GMC-trukk árgerð
1942 inn í sumarið.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Á GMC í sumarbeitina
Steingrímur Sigfús-son fór hörðumorðum um Davíð
Oddsson forsætisráð-
herra í þingræðu og
sagði: „…og það skal þá
standa að Davíð Oddsson
sé slík gunga og drusla að
hann þori ekki að koma
hér og eiga orðastað við
mig“. Jón Ingvar Jónsson
orti:
Á Alþingi valda menn usla
og ólmir í forinni busla
en oddviti stjórnar
sér ekki þar fórnar
því Davíð er gunga og drusla.
Friðrik Steingrímsson
heyrði ummælin norður í
Mývatnssveit:
Inni á þingi af göflum gekk
Grímur sátta tregur.
Utan dyra Dabbi hékk
druslu- og gungulegur.
Ummælin bárust líka Haf-
þóri Guðmundssyni, sveit-
arstjóra á Djúpavogi:
Á Alþingi er stöðugt stríð
og stundum kveðið að með
þunga.
En myndi það ei nálgast níð
að nota orðin drusla og
gunga?
Ummæli á Alþingi
pebl@mbl.is
Neskaupstaður | Eldsnemma
einn morguninn í síðustu viku
vöknuðu Norðfirðingar upp við
heldur undarlega gesti. Í þorpið
voru mættir engir aðrir en Stub-
barnir: Dipsi, Tinký Vínkí, Lala
og Pó, sem gengu á milli húsa,
vöktu íbúa og stubbaknúsuðu þá
sem áttu slíkt skilið.
Yngstu íbúarnir voru alveg
dolfallnir þegar stubbarnir bönk-
uðu á hurðar og hófu upp raust
sína. Á leikskólalóðinni varð uppi
fótur og fit þegar stubbarnir
mættu til að heilsa upp á aðdá-
endur sína og varla talað um
annað það sem eftir lifði dags.
Þegar nánar var að gáð kom í
ljós að á ferð voru nýstúdentsefni
Verkmenntaskóla Austurlands
að dimmitera.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Stubbadans á götunni: Nýstúdentsefni Verkmenntaskóla Austurlands eru gul rauð, græn og blá í ár.
Stubbarnir knúsa Norðfirðinga
Stúdentsefni
SÍLDARÆVINTÝRIÐ, sumarleyfi (Evr-
ópufrímerki) og kvenfélag Hringsins verða
myndefni á fjórum frímerkjum sem Íslands-
póstur gefur út 19. maí.
Samkvæmt ákvörðun
sambands opinberra póst-
rekenda í Evrópu er sum-
arleyfi sameiginlegt þema
Evrópufrímerkjanna í ár.
Íslensku Evrópufrímerkin
sýna jöklaferðir á stórum
jeppum og hjólreiðamenn á
þjóðvegum landsins. Gefin
eru út tvö verðgildi, 65 og 90
krónur. Tryggvi T.
Tryggvason hannaði frí-
merkin.
Síldarævintýrinu eru
gerð skil á 65 kr. frímerki,
sem Örn Smári Gíslason
hjá Nonna og Manna/Yddu
teiknaði. Hróður Síldarminjasafnsins á
Siglufirði hefur borist víða og nú síðast hlaut
það hin virtu Micheletti-safnaverðlaun.
Íslandspóstur gefur einnig út 100 kr. frí-
merki í tilefni af aldarafmæli kvenfélagsins
Hringsins, sem Tryggvi T. Tryggvason
hannaði. Stofnendur Hringsins voru 46, en
nú eru félagskonur 309 talsins og hefur fé-
lagið víða komið við í stuðningi við líknar-
mál.
Hringurinn,
síld og sum-
arleyfi á
frímerkjum
BYGGÐASAFN Skagfirðinga, Fornleifa-
vernd ríkisins, Hólaskóli – Háskólinn á Hól-
um, Húsafriðunarnefnd og Þjóðminjasafnið
hafa á undanförnum misserum unnið að
gerð námsefnis fyrir staðarverði. Fyrsta
námskeiðið af þessu tagi verður haldið að
Hólum í Hjaltadal 21.–24. maí.
Í upphafi námskeiðs munu forsvarsmenn
ofangreindra stofnana undirrita formlegt
samkomulag um menntun staðarvarða.
Markmiðið með menntun staðarvarða er
að mennta/þjálfa fólk til móttöku gesta á
sögu- og menningarstöðum þjóðarinnar, í
friðuðum húsum og á öðrum stöðum þar
sem menningarminjar er að finna, sem og á
söfnum og sýningum sem byggjast á sögu
og menningu o.fl.
Námskeið fyr-
ir staðarverði
♦♦♦