Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 20

Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FORNÁM - Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun og listum á æðra skólastigi Myndlistaskólinn á Akureyri ehf. býður upp á hnitmiðað 39 eininga nám í sjónlistum veturinn 2004-2005. Námið er skipulagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla og í því felst listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar og hönnunar. Umsókn um skólavist þarf að berast skólanum fyrir 24. maí nk. ásamt umbeðnum gögnum og tilskyldum fjölda eigin myndverka. Sérstök inntökunefnd fjallar um umsóknir og ákvarðar um inntöku. Við inntöku er tekið tillit til fyrra náms og starfsreynslu. Auk þess eru innsend verk umsækjenda metin af inntökunefnd skólans. Miðað er við að umsækjandi hafi lokið a.m.k. 104 einingum í framhaldsskóla eða hliðstæðu námi sem inntökunefnd metur gilt. Inntökunefnd áskilur sér rétt til að boða umsækjendur til viðtals dagana 26. maí til 31. maí, telji hún ástæðu til. Fagurlistadeild-myndlist. Nám í fagurlistadeild er fjölþætt, þriggja ára sérhæft nám sem veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur fá nauðsynlega þjálfun og tilsögn sem gerir þá hæfari til að takast á við ólík viðfangsefni og fjölbreyttar aðferðir í listsköpun sinni. Listhönnunardeild-grafísk hönnun. Í grafískri hönnun er lögð áhersla á tækniþekkingu og frumlega framsetningu hugmynda. Á þremur árum öðlast nemendur yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í faginu sem gerir þá hæfa til að fást við krefjandi verkefni á sviði hönnunar fyrir prentmiðla eða margmiðlun. Nemendur útskrifast að loknu þriggja ára námi í sérnámsdeildum með því að vinna lokaverkefni innan sérgreinarinnar og skrifa rannsóknarritgerð. Með prófskírteini fylgir skrá um námsárangur nemenda allan skólaferilinn ásamt umsögn prófdómara um lokaverkefni. Námseiningar: 90 Myndlistaskólinn á Akureyri - Kaupvangsstræti 16 - Pósthólf 39 - 602 Akureyri http://www.myndak.is/ - info@myndak.is SÉRNÁMSDEILDIR Umsóknarfrestur um skólavist er til 24. maí 2004. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 462 4958 Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 2004-2005 KKA Akstursíþróttafélag, sem er akstursíþróttafélag vélsleða- og vél- hjólamanna á Norðurlandi, hefur gefið út kennslubók í akstri mótor- kross- og torfærumótorhjóla. Þetta er fyrsta kennslubókin sem gefin er út um þetta efni. Farið er yfir grund- vallaratriði í akstri hjólanna, stað- setningar og beitingu stjórntækja, fjallað um bremsur, beygjur, stökk og fleira. Byggt er á reglum Banda- ríkjamannsins Gary Semics og er í bókinni fjallað um allar þær 46 reglur sem hann setti fram varðandi efnið. Útgáfa bókarinnar er liður í und- irbúningi að skipulögðum æfingum KKA á væntanlegu svæði félagsins, en fram til þess hefur félagið ekki getið boðið upp á æfingar þar sem það hefur ekki haft land til umráða fyrir félagsmenn sína. Þorsteinn Hjaltason, formaður félagsins, sagði að það stæði vonandi til bóta. Hann sagði mikinn áhuga norðan heiða á þessari íþrótt og félagsmenn væru um 180 talsins. „Við vonumst til að geta boðið upp á reglulega æfinga- tíma í sumar,“ sagði hann. Andvirði af sölu bókarinnar mun fara í uppbyggingu á akstursíþrótta- svæðis félagsins, en það hefur sótt um að fá land til umráða ofan bæj- arins. Umhverfisráð bókaði á síðasta fundi sínum að það gæti ekki orðið við erindi KKA, en fól umhverfisdeild að láta deiliskipuleggja svæði milli Glerár og Hlíðarfjallsvegar, svæði sem skilgreint er sem íþróttasvæði í aðalskipulagi auk aðliggjandi svæði sem tengjast skot- og akstursíþrótt- um Þorsteinn sagðist vonast til að fé- lagið fengi framkvæmdaleyfi á svæð- inu, þrátt fyrir þessa afgreiðslu. Mik- ið væri í húfi þar sem félagið myndi halda Íslandmeistaramót í mótor- krossi þar 20. júní næstkomandi ef allt gengi upp. Félaginu hefur þegar hlotið styrk frá umhverfisráðuneyti til uppgræðslu á svæðinu, en það var áður notað til að losa efni úr hús- grunnum og til malartöku. Svæðið er umgirt náttúrulegri hljóðmön, þann- ig að hljóð berst lítið þaðan og þá sést heldur ekki í það frá veginum. Gert er ráð fyrir að nánast allur akstur torfærumótorhjóla færist inn á þetta svæði með tímanum og að á veturna muni vélasleðamenn nota það til æf- ingaaksturs. Á svæðinu verða brautir fyrir full- orðna og unglinga sem og hjólreiða- brautir fyrir börn. KKA gefur út handbók um akstur torfærumótorhjóla Vonast til að fá æfingasvæði Mín jörð, þín jörð | Brúðuleikhús- sýningin „Mín jörð – þín jörð“ verður í Samkomuhúsinu á Akureyri í dag, þriðjudag, 18. maí kl. 17. Um er að ræða eina af þeim sýningum sem eru á norrænu barnaleikhúshátíðinni sem nú stendur yfir í Reykjavík. Sýningin kemur frá danska brúðu- leikhúsinu „Teatret Månegøgl“ og það er leikarinn og rithöfundurinn Hanne Trolle sem stendur að leikhús- inu og þessari sýningu. Leikhúsið hefur sérhæft sig í ljóðrænu og sjón- rænu leikhúsi með tónlist fyrir börn á aldrinum 1½–5 ára. Efniviðinn sækir Hanne í goðsagnir og ævintýri frá öll- um heiminum. „Í leiksýningunni Mín jörð – þín jörð ferðumst við um hnöttinn og hitt- um fólk, dýr og heyrum tónlist víðs vegar að úr heiminum. Við sjáum hvernig fuglar fá liti, hvernig móðir hafsins sleppur dýrunum lausum, hvernig stóru dýrin hjálpa lótusblóm- inu að finna ástina sína, hvernig regn- ið kemur loksins eftir þurrka og við sjáum trén vaxa,“ segir í frétt um sýninguna. Hanne Trolle sækir hug- myndir í ferðasögur, ævintýri og goð- sagnir m.a. frá BNA, Grænlandi, Ind- landi og Afríku. Sýningin er samvinnuverkefni Menningardeildar Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar. Mennt er máttur | Ung vinstri – græn á Akureyri efna til opins fundar um menntamál undir yfirskriftinni: Mennt er máttur. Katrín Jak- obsdóttir, varaformaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, ræðir um samræmd stúdentspróf, styttingu náms til stúdentsprófs, há- skólastigið og önnur menntamál á Café Amour við Ráðhústorg í kvöld, þriðjudagskvöldið 18. maí kl. 20. MIKIL eftirvænting ríkti við Listasafnið á Akureyri áður en sýning á Kenjunum eftir Goya var opnuð þar um helgina. Biðröð myndaðist við safnið og var mikil stemning í röðinni. Enda ekki á hverjum degi sem eitt frægasta listaverk eins frægasta listamanns heimslistasögunnar er sýnt norðan heiða, raunar er þetta í fyrsta sinn sem Goya er sýndur á Íslandi. Sýningin kemur frá hinu Kon- unglega svartlistasafni Spánar, Calcografía Nacional í Madríd, og er hún framlag Akureyrarbæjar til Listahátíðar í Reykjavík. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Javier Blas, forstöðumaður Svart- listasafnsins, opnuðu sýninguna. Spænski flamenco-dansarinn Min- erva Iglesias lék listir sínar á opn- uninni og Guðbergur Bergsson rit- höfundur hélt erindi um Kenjarnar í Deiglunni á vegum safnsins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Biðin borgar sig: Löng biðröð var fyrir utan þegar hleypt var inn á Lista- safnið á Akureyri á sýningu á Kenjunum eftir Goya. Biðröð við Listasafnið ÞAÐ var margt um manninn á starfsstöðvum Hölds um helgina en félagið fagnaði þá 30 ára af- mæli fyrirtækisins. Starfsemi þess var kynnt, boðið upp á veit- ingar og skemmtiatriði af ýmsu tagi, m.a. var Karlakór Eyja- fjarðar á ferðinni og söng fyrir gesti, Afabandið lék og Circus Atlantis með eldlistafólk og trúða var á ferð og flugi. Þá gafst börn- um kostur á að reyna ýmiss kon- ar leiktæki. Nýir bílar voru sýnd- ir af þessu tilefni og einnig tjaldvagnar og húsbílar. Höldur er í hópi stærri fyr- irtækja á Akureyri, rekur m.a. Bílaleigu Akureyrar með um 800 bíla í rekstri nú í sumar og eru útibúin á 10 stöðum á landinu. Auk bílaleigu er á Akureyri bíla- sala nýrra og notaðra bíla með umboð fyrir Heklu og Bernhard, bifreiðaverkstæði og dekkjaverk- stæði. Um 85 manns starfa hjá fyrirtækinu nú en starfsmönnum mun fjölga þegar líður á sumarið. Morgunblaðið/Margrét Þóra Ekki lofthræddur: Þessi ungi mað- ur stóð sig afar vel í kassaklifri sem var eitt af þeim atriðum sem boðið var upp á þegar Höldur hélt upp á 30 ára afmæli sitt um helgina. Haldið upp á 30 ára afmæli Morgunblaðið/Margrét Þóra Margt um manninn: Fjöldi fólks heimsótti starfsstöðvar Hölds sem fagnaði 30 ára afmæli sínu um helgina. Fólkið kynnti sér starfsemina og þáði veitingar. Árekstur: Gestum í afmælisveislu Hölds var boðið upp á að prófa bíl- beltasleða VÍS, en þar fá menn að reyna árekstur á 20 km hraða. Höggið kom Árna og Ingunni, sem hér prófa sleðann á óvart. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.